blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 blaðiö Eldgos í Vanuatu íbúar yfirgáfu heimili sín í öryggisskyni og öryggisviðbúnaður var aukinn. Ekki var Ijóst hverniggosið myndi þróast síðdegis ígœr. Eldgos hófst á hinni afskekktu Ambae-eyju sem tilheyrir Vanuatu í Suður-Kyrrahafi í gær og steig reykur og gastegundir um þrjá kíló- metra upp í loft. Þúsundir íbúa í nágrenninu þurftu að yfirgefa heimili sín þar sem hætta var talin á aurskriðum ef gosið heldur áfram eða magnast. Svæði í nágrenni eldfjallsins hefur verið skilgreint hættusvæði og skip voru tilbúin til að flytja eyjarskeggja á brott ef ástandið skyldi versna enn frekar. Alls búa um 10.000 manns á eyjunni. Brad Scott, eldfjallafræðingur frá Nýja Sjálandi sem hefur fylgst með ástandinu á eyjunni, sagði síðdegis í gær að gosið væri enn minniháttar og brugðið gæti til beggja vona. Annað hvort myndi draga smám saman úr því eða það myndi færast í aukana. Sjúklingar hafa verið fluttir af tveimur sjúkrahúsum á eyjunni og hópar lækna og hjúkrunarfræðinga eru í viðbragðsstöðu í höfuðborg- inni Port Vila og munu fljúga til Ambae ef meiriháttar eldgos hefst. Tundurdufl í miðbæ Gautaborgar Hluti miðbæjar Gautaborgar var girtur af í fyrrinótt eftir að í ljós kom að gömul sprengja leyndist í afla fiskibátar. Báturinn kom í höfn seint á miðvikudag til að landa afla sínum en fljótlega komu menn auga á undarlegan hlut sem þeir töldu að væri sprengja. Lögregla girti af svæðið og myndaði aðskotahlut- inn í bak og fyrir. Myndirnar voru sendar sjóhernum til greiningar og staðfestu sérfræðingar hersins að hér væri líklega um tundurdufl frá árum seinni heimsstyrjaldar að ræða. Tundurdufl frá tímum fyrri og seinni heimsstyrjaldar finnast öðru hverju í hafinu við vesturströnd Sví- þjóðar. Svæði í rúmlega kílómetra radíus í kringum duflið var lokað af og sköpuðust verulegar umferðar- tafir í miðbæ Gautaborgar í kjölfarið á meðan sérfræðingar unnu að því að gera tundurduflið óvirkt. Loka þurfti hluta miðbæjar Gautaborgar eftir að í Ijós kom að tundurdufl var f afla sem hafði verið landað úr fiskibát. hjwatch@simnet.is 43 DEMANTAR VERÐ 99.500.- Glæsilegt úrlval af gull- og demantsskartgripum. RAYMOND WEIL GENEVE www.raymond-weil.com 30 farast í árás á strætisvagn Tæplega 30 manns fórust og nærri 40 slösuðust í sjálfsmorðssprengingu í írak í gær. Tilræðismaðurinn stökk um borð í vagninn og sprengdi sig í loft upp skömmu eftir að öryggis- eftirliti lauk og vagninn var við það að leggja af stað. Flestir þeirra sem fórust voru um borð í vagninum en einnig fórst fólk sem var statt i nágrenninu. Lögregla sagði að sprengingin væri óvenju mannskæð þar sem gaskútar sem stóðu við matsölustand við hlið strætisvagnsins hefðu sprungið í kjölfarið. Sprengingin á sér stað viku fyrir þingkosningar í landinu en varað hefur verið við öldu ofbeldis í aðdraganda þeirra. Fleiri spreng- ingar áttu sér stað í höfuðborginni í gærmorgun og meðal annars fórst bandarískur hermaður þegar sprengju var varpað á bílalest sem hann var í. Skotinn til bana um borð í flugvél Maður sem sagðist vera með sprengju á sér um borð í flugvél á al- þjóðaflugvellinum í Miami var skot- inn til bana á miðvikudag. Engin sprengja fannst og segja fulltrúar yfirvalda að ekkert bendi til þess að vélin hafi verið skotmark hryðju- verkamanna. Ekki er ljóst af hverju maðurinn sagðist vera með sprengju á sér. Atvikið var það fyrsta af þessu tagi síðan öryggisvörðum var fjölgað til muna um borð í banda- rískum farþegaflugvélum í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása á New York og Washington 11. sept- ember árið 2001. Blair stjórnmála- maður áratugarins Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hefur verið útnefndur stjórn- málamaður áratugarins af EastWest- stofnuninni, alþjóðlegri stofnun sem vinnur að friði og öryggi í heim- inum. Síðast hlaut Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, þennan heiður á tíunda áratugnum. Talsmaður samtakanna sagði að Blair hlyti verð- launin vegna frammistöðu hans í erfiðum verkefnum á Balkanskaga, í írak, Afríku og víðar. Gjafabréf á ijósmyndanámskeið Hvernig væri aó gleója áhugaljósmyndarann i fjölskyldunni eða í vinahópnum meó því aó gefa honum gjafabréf á Ijósmyndanámskeið í jólagjöf. Fjöldi námskeióa eru í boói. Ljosmyndari.is s 898 39u Leðurkápur Leðurjakkar 4 PELSINN m Kirkjuhvoli • simi 5520160 mLl Rigoberto Alcazar var skotinn til bana eftir að hann sagðist vera með sprengju um borð í flugvél á Miami-flugvelli.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.