blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 12
12 I FRÉTTASKÝRING FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 blaöið Fjárlög Evrópusambandsins í uppnámi og Bretar einangrast Fulltrúar aðildarríkja Evrópusam- bandsins hafa lýst yfir óánægju sinni með tillögur Breta um fjárhagsáætlun sambandsins fyrir tímabilið 2007-20x3 sem ræddar verða á leiðtogafundi sambandsins í næstu viku. Bretar bjóðast til að auka greiðslur sínar í sameigin- lega sjóði ESB gegn því að meðal annars verði dregið úr þróunara- stoð við tíu nýjustu aðildarríkin. Frakkar og fleiri ríki hafa krafist þess að afsláttur sem Bretar hafa fengið á greiðslum til ESB verði lækkaður en Bretar segja það aftur á móti ekki koma til greina nema til komi grundvallarbreytingar á landbúnaðarstefnu ESB. Bretar, sem fara með forsæti í ESB til ársloka, kynntu á mánudag tillögur sínar um auknar greiðslur í sameiginlega sjóði sambandsins. José Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, hafnaði þegar í stað tillögunum og sagði að þær væru óásættanlegar, óraunhæfar og hentuðu frekar „lítilli Evrópu en þeirri sterku Evrópu sem við þurfum á að halda.“ Leiðtogar aðildarríkja tóku flestir í sama streng og Barroso. Pedro Solbes, efnahagsmálaráðherra Spánar, sagði að tillögurnar væru „dá- samlegt skjal fyrir Bretland" en ekki fyrir önnur lönd. Peer Steinbruck, fjármálaráðherra Þýskalands, sagð- ist hafa litla trú á því að samning- urinn yrði samþykktur og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, benti á að fyrirhugaður niðurskurður myndi einkum bitna á fátækustu ríkjum sambandsins. Pólverjar, Ungverjar og Frakkar höfn- uðu einnig tillögunum en Holland og Tékkland voru varfærnari í við- brögðum sínum. Ljóst er að tillögurnar myndu koma ólíkum aðildarríkjum misvel. Mark Mardell, sem ritstýrir fréttum um málefni Evrópu hjá breska rík- isútvarpinu, segir að Þjóðverjar og Hollendingar myndu standa betur að vígi eftir en áður og að Svíar, Frakkar, Spánverjar og Italir standa nokkurn > : liai FRÉTTA- SKÝRING EINAR ÖRN JÓNSSON veginn í stað. Lúxemborgarar og Belgar myndu aftur á móti tapa á samningnum. Auka framlag sitt um einn milljarð evra Bretar buðust til að auka framlög sín í sameiginlega sjóði um einn milljarð evra (76 milljarðar íslenskra króna) á ári næstu sjö árin. Með því segir Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, að Bretar vilji greiða rétt- látan hluta þess kostnaðar sem hlýst af stækkun sambandsins. I staðinn fara þeir meðal annars fram á að dregið verði verulega úr þróunar- og uppbyggingaraðstoð sambandsins en það eru einkum tíu nýjustu að- ildarríkin sem njóta góðs af henni. Bretar hefðu fremur kosið að skera niður styrki til landbúnaðar sem mynda um 46% fjárlaga ESB en það mætti harðri andstöðu nokkurra að- ildarríkja, þar á meðal Frakklands. Þróunaraðstoð er næststærsti fjár- lagaliðurinn og því lá beinast við að skera hana niður í staðinn. Samkvæmt tillögum Breta yrði þróunaraðstoðin skorin niður um 10% en þess í stað yrði ríkjunum TONLISTARHATIÐ A JOLAFOSTU I HAI.LGRIMSKIRKJU Z 0 0 S JOHANN SEBASTIAN BACH BWV 248 Fyrsti heildarflutningur ó Islandi með barokkhljódfterum jork Garðarsdótlir 1 0. deS. Einfnhll-I IIT Krisfjáiisdóttir . " Laugardagur kl. 17 ÍAalllUlUl 1 lll Hulda Bjórk Garðarsdóttir Sesselja Kristjánsdóttir Eyjólfur Eyjólfsson .1 Ágúst Ólafsson .. S< hola cantortun Alþjóóleg.t barokksveitiu frá Dcn Haag i Hollandi Stjórnandi: Höröiir Áskelsson 11. des. Sunnudagur kl. I S 11. des. Sunnudagiir kl. 18 Kantötur I-III Kantotur IV-VI Miöaverö: íOOO / 2S00 kr. • jólaór.itóríutvenna (Tyrir |>á sem vílja heyra Jólaóratóríuna alla): 5000 k Miöasala í Hallgrímskirkju • sími S10 1000 LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJ U Frá Póllandi. Margir óttast að niðurskurður á framlögum til þróun araðstoðar Evrópusambandsins myndi koma harðast niður á nýj- um aðildarríkjum sambandsins sem jafnframt eru þau fátækustu. José Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, hefur hafnað tillög- um Breta sem hann telur óásættanlegar og óraunhæfar. gert kleift að nálgast fé eftir öðrum leiðum. Bretar segja að niðurskurður fjármagns til nýrra aðildarríkja myndi ekki breyta miklu í raun þar sem ekkert ríki hafi fullnýtt þessa sjóði hingað til. Sem dæmi má nefna að Pólverjar hafa aðeins notað um 5% þess fjármagns sem þeim var úthlutað fyrir tímabilið 2004-2006. Bretar leggja ennfremur til að bætt verði fyrir niðurskurðinn með því að losa um reglur og aðgerðir sem miða að því að auðvelda ríkjum að nýta sér það fjármagn sem þau fá. Meðal ann- ars fengju þau þrjú ár til að eyða pen- ingunum í stað tveggja nú og heimilt yrði að nýta þá til húsnæðisverkefna. Jack Straw, utanríkisráðherra Bret- lands, sagði að tillögurnar gerðu ráð fyrir að „geysiháar fjárupphæðir" rynnu til þróunarhjálpar í nýjum aðildarríkjum eða sem næmi jafn- virði tvöfaldri þeirri upphæð sem varið var til uppbyggingar Evrópu í gegnum Marshall-aðstoðina í lok síð- ustu heimsstyrjaldar. Umdeildur afsláttur Deila stendur einnig um afslátt sem Bretar hafa fengið á greiðslum í sameiginlega sjóði Evrópusam- bandsins undanfarin 20 ár. í fyrra nam afslátturinn 5,3 milljörðum evra og gert er ráð fyrir að hann muni nema um 7,1 milljarði evra árlega frá 2007 til 2013. Afslætt- inum var komið á árið 1984 í forsæt- isráðherratíð Margaret Thatcher. Honum er einkum ætlað að draga úr fjárlagahalla landsins þar sem Bretar græða ekki mikið á niður- greiðslum sambandsins. Jack Straw, utanríkisráðherra Breta, hefur sagt að ekki komi til greina að gera neinar grundvallarbreytingar á af- slættinum nema einnig verði gerðar grundvaliarbreytingar á landbún- aðarstefnu sambandsins. Það eru einkum Frakkar sem krefjast þess að afsláttur Breta verði lækkaður en franskir bændur fá mest af land- búnaðarstyrkjum sambandsins. Samkvæmt tillögunum mun heildarupphæð fjárlaga nema 847 milljörðum evra á tímabilinu en áður höfðu Lúxemborgarar, sem fóru með forsæti í ESB á fyrri helm- ingi ársins, lagt til að hún yrði 871 milljarður evra. Bretum er mjög í mun að ganga frá fjárlagaáætlun Evrópusambandsins fyrir tímabilið 2007 - 2013 áður en önnur þjóð tekur við forsæti í sam- bandinu í byrjun næsta árs. Viðræður um áætlunina sigldu í strand á leið- togafundi ESB í júní á þessu ári. Jack Straw sagðist ekki vera vongóður um að samkomulag um fjárlögin næðist eftir fund utanríkisráðherra Evrópu- sambandsins í Brussel á miðvikudag. Boðað var til fundarins í því skyni að reyna að leysa ágreininginn fyrir leið- togafundinn í næstu viku. Njóta ekki lengur sama velvilja og áður í Austur-Evrópu Talið er að með tillögunum missi Bretar þann stuðning og velvilja sem þeir hafa notið meðal nýrra aðildar- ríkja Evrópusambandsins sem lutu stjórn kommúnista á árum kalda stríðsins. Alls er talið að framlög til þróunaraðstoðar verði skorin niður um 150 milljarða evra á tímabilinu. Piotr Nowin a-Konopka, sem er í for- svari fyrir Póllandsdeild Schuman- stofnunarinnar, segir tillögurnar hafa skaðað ímynd Bretlands. „Þær brjóta í bága við reglur Evrópusam- bandsins um samheldni þar sem þær hafa í för með sér að það mun taka fá- tækari lönd lengri tíma að ná því stigi sem ríku aðildarríkin eru á,“ segir hann. Andres Kasekamp, yfirmaður Al- þjóðamálastofnunar Eistlands tók í svipaðan streng. „Bretar voru helstu bandamenn nýju ríkjanna í umræð- unni um framtíð Evrópu. Fjárlagatil- lögurnar minna okkur óþyrmilega á hvar hagsmunir þungavigtarríkj- anna í Evrópusambandinu liggja,“ sagði hann. Þá voru Bretar í hópi þriggja eldri ríkja ESB sem veittu íbúum nýju ríkjanna óheftan aðgang að atvinnu- markaði sínum. Síðan hafa um 300.000 manns frá þessum ríkjum haldið til Bretlands í atvinnuleit. „Pólverjar kunnu vel að meta hið vinsamlega viðhorf Breta á meðan á aðlögunartímabilinu stóð og opnun breska atvinnumarkaðarins," segir Lena Kolarska-Bobinska, yfirmaður Alþjóðsamskiptastofnunar í Varsjá í Póllandi. „En nú finnst þeim sem það séu ekki um nein varanleg banda- lög eða vináttu að ræða i Evrópusam- bandinu. Allt byggist á bandalögum sem komið er á í einhverjum sér- stökum tilgangi,“ sagði hún. Leiðtogafundur Evrópusambands- ins verður haldinn 15. og 16. desember næstkomandi. Síðasti móttökudagur jólapantana er lO.des. Margfeldi aðeins kr,169.-núna! fOJFvörulistinn ^jólalistinn frír ^meðan blrgðlr endast! AddÍtÍOnSfatalistinn www.bmagnusson.is Pöntunarsími 555-2866 bm@bmagnusson.is • Verslun Jóla og gjafavara í mlklu úrvali Flottur fatnaður á alla fjölskylduna á sama verði og erlendis! B.MAGNUSSON Austurhrauni 3,Gbæ/ KAYS Opið virka daga 10-18, og á morgun lau. 10-18

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.