blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 20
20 I SNYRTIVÖRUR FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 blaöiö Góð förðunarráð fyrir helgina Glæsileg úti Helgin er framundan og eflaust hyggja margar glæsilegar konur á skemmtilegt kvöld. Alla jafna fylgir þeirri skemmtun förðun áður en farið er út. Það er löngu vitað að kvöldförðun er ólík dagförðun að því leyti að hún er dekkri og meira áberandi. Þegar konur eru á leið á hressandi ball eða fjörugt partí vilja þær jafn- vel líta enn betur út en venjulega enda vita allir að það jafnast ekk- ert á við fallegan kvenmann. Hér eru nokkur eiturgóð ráð fyrir partíförðunina sem slá í gegn. Förðun sem lítur vel út í birtu getur litið út fyrir að vera dauf og upplituð í myrkrinu á skemmtistöð- unum. Notaðu hlýrri og dýpri liti í kvöldförðun en þú myndir gera að degi til. Ef þú telur þig vera of búlduleitna settu þá kinnalit eða sólarpúður á efsta hluta kinnbeinanna, nálægt nefinu. Liturinn á að lýsast þegar nær dregur hlutanum sem þú telur vera búlduleitan. Ef þú telur andlit þitt vera of mjóslegið skaltu búa til meiri vídd. Settu kinnalitinn undir kinnbeinin, Síðasti móttökudagur jólapantana er lO.des. Margfeldi aðeins kr.l69.-núna! ©^vörulistinn _ Jóialistinn frír ^meðan blrgðir endast! AddÍtÍOnSfatalistinn www.bmagnusson.is Pöntunarsími 555-2866 bm@bmagnusson.is Verslun Jóla og gjafavara í miklu úrvali Flottur fatnaður á alla fjölskylduna á sama verði og erlendis! B.MAGNÚSSON Austurhrauni 3fGbæ/ KAYS Opíð virka daga 10-18, og á morgun lau. 10-18 Furðuleg fyrirbæri og óskýranlegir atburðir Spennandi og forvitnilegar frásagnir Hið ö á lífinu fjarri nefinu. Jafnaðu litinn út, alla leiðina að gagnauganu. Ef þú telur andlit þitt vera fer- kantað og með þunga kjálkalínu þá geturðu mýkt kjálkalínuna með því að skyggja svæðið. Notaðu kinnalit til að jafna línuna að ferkantaða svæðinu. Ef þú ert með mikla undirhöku þá getur mýkt hana með því að jafna út ljósrauðan lit með kinn- unum. Kjálkalínan verður meira áberandi á þennan hátt. Til að leggja áherslu á kinnbeinin á kvöldin er hægt að nota farða sem er tóni ljósari en þinn venjulegi farði. Berðu hann á topp kinnbein- anna og horn nefsins en jafnið farð- ann vel út. Þú skalt aldrei vera með augn- skugga í sama lit og augun þín né skaltu vera með varalit í sama lit og naglalakkið. Útkoman verður of skipulögð og rökrétt. Ef þú ert með gerviaugnhár þá skaltu gera þau raunverulegri með því að setja maskara á þau ásamt þínum augnhárum eftir að þau eru komin á. Ef litarhaft þitt er grátt þá skaltu ekki nota mjög ljósan eða mjög bleikan farða. Forðastu gula og græna augnskugga þar sem þessir litir gera þig föla. Leitaðu í hlýjan brúnan farða og fallega bláa augn- skugga. Mildir varalitir eru bestir. Ef þú ert með fölt litarhaft þá skaltu ekki nota bleikan farða. Veldu náttúrulegan farða og leit- aðu eftir náttúrulegu útliti. Forð- ist mjög dökka augnskugga eða varaliti. Þeir gera þig þreytulega. Notaðu rauðbrúna og brúna augn- skugga en mildari lit á kinnar og enni. Ef þú ert með þunnar varir þá skaltu setja varalit aðeins fyrir ofan efri vör þína og aðeins fyrir neðan neðri vörina. Notaðu vara- blýant til að fullkomna línurnar. Varir lita út fyrir að vera þrýstn- ari ef notaður er dekkri vara- litur í miðju varanna heldur en í útlínunum. NR.1 i AMERÍKU PaJn etto 11. ! r.'fl Guðdómlegur gloss og fullkominn farði Hér er komin tilvalin gjöf fyrir konur sem hafa áhuga á farða en vantar kannski eitthvað upp á til að fylla snyrtiveskið. Þessi fallega og stílhreina askja inniheldur gloss og tveggja þrepa farða frá Max Factor. Þegar lokinu er svipt af öskjunni má sjá silki- vafnar snyrtivörur sem eiga vísan stað í snyrtitöskunni. Glossið fæst í sex litum sem er hver öðrum fallegri. Glos- sið, Silk Gloss Sheer, er guð- dómlega fallegur og fæst í sex litum. Varirnar verða mjög fal- legar með glossinu, þær glitra og vekja án efa athygli. Utan þess er glossið einkar þægilegt og minnir um margt á varasalva. Lyktin er góð og áferðin er ekki of slímkennd. Farðinn er tveggja þrepa og á að tryggja fullkomið útlit allan daginn enda ber hann nafnið Flaw- less Perfection. Farðinn er tveggja þrepa eins og áður segir, önnur form- úlan er grunnur og hin er sjálfur farð- inn. Saman mynda þessar blöndur farða sem endist út daginn. Grunn- urinn á að draga úr hrukkum og mis- fellum húðarinnarþannig að áferðin verður slétt og silkimjúk. Auk þess inniheldur grunnurinn sólarvörn 12. Farðinn er ekki ofhlaðinn púðri og er því léttur og þægilegur. Samt sem áður er ekki nauðsynlegt að p ú ð r a yfir farð- ann nema fyrir þær konur sem það kjósa. SAW PALMETTO EXTRACT ísflex ehf DAVID BECKHAM fæst í öllum helstu snyrtivörudeildum um land allt. FYRIR BLÖÐRUHÁLSKIRTIL GÓÐ HEILSA-GULLI BETRI

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.