blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 blaöiö 0ALOCCO Jólakaka sælkerans Þingheimur: Engin spenna á Alþingi Eldur kom upp í aðalrafmagnstöflu Alþingishússins laust eftir ldukkan átta í gærmorgun með þeim afleið- ingum að allt rafmagn fór af. Að sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðis- ins var búið að slökkva eldinn áður en dælubíll kom á svæðið. Ekki var talið að mikil hætta hafi skapast. Þingfundur sem átti að hefjast klukkan ío var frestað fram yfir hádegi á meðan á viðgerðum stóð. Sjávarútvegur: Þrettán skip svipt leyfi Þrettán skip voru svipt leyfi til veiða í atvinnuskyni í nóvember- mánuði síðastliðnum. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Fiski- stofu. Af þessum þrettán skipum voru fimm svipt leyfi vegna afla umfram heimilda og átta vegna vanskila á afladagbókafrumriti. Þá afturkallaði Fiskistofa ótímabundið heimavigutnarleyfi Fiskmarkaðar Suðurnesja hf. vegna brota gegn reglum um vigtun sjávarafla. Stefán Ólafsson um athugasemdir ráðuneyta: Útúrsnúningar og langlokur um aukaatriði Ráðuneytin reyndu að draga nið- urstöðu örorkuskýrslunnar í efa vegna þess að niðurstöður hennar eru stjórnvöldum óþægilegar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Stefáns Ólafssonar, prófessors, við athuga- semdum heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis og fjármálaráðu- neytis. Hann segir ráðuney tin reyna að fegra útkomuna með framsetn- ingu vafasamra gagna. Illa ígrundaðar athugasemdir í skriflegu svari Stefáns Ólafssonar, prófessors, við athugasemdum ráðu- neyta við skýrsluna Örorka og vel- ferð á íslandi og í öðrum vestrænum löndum segir hann stjórnvöld horfa framhjá hinni gríðarlegu aukningu á skattbyrðum öryrkja. Stefán segir margt í framsetningu þessara at- hugasemda vera illa ígrundað og aug- ljóst að ráðuneytin hafi ekki kynnt sér skýrsluna nógu vel. Þá gagn- rýnir hann einnig skýrslu Tryggva Þórs Herbertssonar um fjölgun ör- yrkja sem heilbrigðisráðuneytið gaf út fyrr á þessu ári og segir margt í henni orka tvímælis. Þar megi t.d. finna á bls. 4 þessa setningu: „Sú uggvænlega þróun hefur átt sér stað að hlutfallslega mest fjölgar í hópi yngri öryrkja og er þróunin svo ör að furðu sætir.“ Aðeins rúmum tutt- ugu blaðsíðum seinna má svo lesa: ,Sú uggvænlega þróun hefur átt sér stað að hlutfallslega mest fjölgar í hópi miðaldra öryrkja og er þróunin svo ör að furðu sætir.“ I lok skýrsl- unnar sé svo birt línurit sem sýnir mesta fjölgun öryrkja í hópi eldra fólks. Stefán telur furðulegt að ráðu- neytið skuli hafa sætt sig við þessa málsmeðferð. Langt gengið í hamagangi Stefán segir ráðuneytin þyrla upp ryki með því að setja fram gögn sem eru ekki alltaf dæmigerð og ekki Athugasemdir ráðuneytanna vafasamar segir Stefán Ólafsson. eðlileg í samanburði. „Mér finnst þeir vera með miklar yfirlýsingar út af aukaatriðum og blása upp atriði eins og þetta að ég taki ekki með þessa þætti tekjutryggingarauka og aldurstengdu uppbótina sem að ég er með inni í sex af átta mælingum á því sama. Þannig að mér finnst ansi langt gengið í hamagangi út af því sem að er ekki einu sinni að hafa nein áhrif á niðurstöður og álykt- Blaðið/Frikki Actavis hlaut viðskiptaverðlaun eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi Viðskiptaverðlaun ársins 2005 voru afhent í gær við hátíðlega athöfn af iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Það er Viðskiptablaðið sem stendur að verðlaununum og í ár varð Actavis fyrir valinu. Frumkvöðull ársins er breska fyrirtækið Mosaic Fashions, en það er fyrsta félagið sem á rætur slnar að rekja til útlanda, sem skráð er í Kauphöll fslands. Það voru Róbert Wessman, forstjóri Actavis og Stewart Binnie, stjórnarformaður Mosaic, sem tóku við verðlaununum fyrir hönd fyrirtækja sinna. anir.“ Hann segist ekki vera að gera lítið úr þeim umbótum sem stjórn- völd hafa gert í formi tekjutryggin- arauka og aldurstengdra uppbóta en að auknar skattbyrðir hafi hins vegar unnið gegn þeim. Þá segir hann sorglegt til þess að hugsa að stjórnvöld bregðist við með þessum hætti í stað þess að nýta sér þessa rannsókn til að vinna að umbótum í málaflokknum. „Ég held að stjórn- völd alls staðar í kringum okkur hefðu nálgast þetta mál öðruvísi. Ef það hefði komið ítarleg rannsókn þá hefðu þeir reynt að nýta sér það sem væri hugsanlega gott í henni og vinna að málunum. Ef að stjórnvöld eru á annað borð að meina það sem þau stundum segja að þau vilji raun- verulega bæta kjör þessa fólks. En ég held að mjög margir séu farnir að ef- ast um að það fylgi hugur máli.“ Viðurkenning: íslendingar leiðandi í loftslagsmálum Island hefur fengið viðurkenning frá The Climate Group í samvinnu við tímaritið Business Week. Sig- ríður Anna Þórðardóttir, umhverfis- ráðherra, tók við viðurkenningunni fyrir íslands hönd en hún er veitt í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem stendur yfir í Montreal í Kanada. ísland var eitt af þremur ríkjum sem hlaut viðurkenninguna Low Carbon Leader Award. Viðurkenningin er veitt Islendingum fyrir eftirfar- andi atriði: Vegna verkefna á sviði vetnis, vegna yifirlýstrar stefnu um að notkun jarðgaseldsneytis verði óveruleg árið 2030, vegna sérstaks fjögurra ára átaks til að binda kolefni úr andrúmsloftinu með landgræðslu og skógrækt og vegna þess að hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í orkubúskap þjóðar- innar er mjög hátt, eða um 70%. „Tíðindi í ljóðlist“ GimLWKVimif VJéFlFLLECrl j Séhi I Uinatvn Sölvi B. Sigurðsson Ævintýraleg gönguferð niður Laugaveg undir tersínuhætti Dantes.... „Gleðileikurinn djöfullegi er stórfenglegur, og svoleiðis kjamsandi fullur af góðmeti að mig svimar við lestur bókarinnar. Þetta eru tíðindi í Ijóðlist." Eiríkur Örn Norðdahl, http://www.blog.central.is/amen „Texti Sölva er oft kímilegur og vel spunninn með myndrænu ívafi." Skafti Þ. Halldórsson, Mbl. (0" E d d a edda.is 7*EI?R4 Jólablaðið er komið í verslanir Áskrift í síma 586 8005 eða á www.rit.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.