blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 38
38 I ÍPRÓTTIR FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 UaAÍA Man. Utd.féll úr Meistaradeildinni: Glazer-fjölskyldan segir tapið ekki hafa áhrif á framtíðaráform Stórlið Manchester United, sem féll úr Meistaradeild Evrópu í knatt- spyrnu á miðvikudagskvöld, er talið verða af tekjum sem nema að minnsta kosti um 1.700 milljónum íslenskra króna. Þetta er mikið áfall fyrir félagið og meðlimir úr Glazer- fjölskyldunni, sem eiga Manchester United, hafa látið hafa eftir sér að úrslitin hafi vissulega verið mikil vonbrigði en hafi þó ekki áhrif á framtíðaráform fjölskyldunnar hvað varðar eignarhald Glazer á United. Fjölskyldan keypti Manc- hester United fyrr á þessu ári með lánsfé en Glazer-fjölskyldan á bandaríska NFL liðið Tampa Bay Buccaneers. „Við höfum upplifað sorg og sigra með Tampa Bay,“ sagði einn með- limur fjölskyldunnar og bætti við: „Við erum enn í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og sýningin verður einfaldlega að halda áfram.“ Svo mörg voru þau orð. Eitt er víst að þettaer gríðarlegt áfall fyrir Manchester United sem hefur miklar tekjur af Meistaradeildinni ár hvert. Áfallið er ekki síður mikið og alvarlegt fyrir framkvæmdastjóra félagsins, Sir Alex Ferguson. Margur stuðningsmaður United vill karlinn burtenhannvarþó kokhraustur eftir tapið gegn Benfica og sagði að nú hæf- ist mikil uppbygging hjá Manchester United líkt og gerðist 1995. Starf Sir Alex er vissulega í hættu og nú velta breskir fjölmiðlar því fyrir sér hvort hann hætti í janúarmánuði eða klári yfirstandandi leiktíð og verði síðan gerður að sérstökum tæknilegum ráðgjafa. Malcolm Glazer. ísland fær 50 milljónir frá UEFA Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að hluti af tekjum sem UEFA hefur af Meistaradeild Evrópu skuli renna til allra aðildarlanda innan UEFA (Knattspyrnusambands Evr- ópu). Greiðslurnar sem koma til íslands í ár eru eyrnamerktar barna- og unglingastarfsemi og er þetta uppgjör vegna tímabilsins sem lauk í vor. Upphæðin sem UEFA sendi til KSf er 50 milljónir íslenskra króna. UEFA hefur sett fjögur skilyrði fyrir greiðslu til félags og eru þau eftirfarandi: 1. Greiðslan fer í gegnum viðkom- andi knattspyrnusamband. 2. Aðeins félög sem hafa upp- eldisáætlun sem uppfyllir lágmarks- kröfur leyfikerfis viðkomandi knattspyrnusambands, varðandi barna- og unglingastarf, geta fengið greiðslu. 3. Fjárhæðin skiptist á milli félag- anna samkvæmt ákvörðun stjórnar viðkomandi sambands. 4. Félög sem tóku þátt í Meistara- deildinni 2004-05 skulu ekki fá hlut- deild í þessari greiðslu. Þetta þýðir að KSÍ setti sérstakar kvaðir á þau félög sem fá greiðslu að þessu sinni og ákvað stjórn KSÍ að úthluta þessum 50 milljónum íslenskra króna til liða sem voru í Landsbankadeildinni árið 2003. Félögin eru: KR, FH, ÍA, Fylkir, fBV, Grindavík, Fram, KA, Þróttur og Valur. Hvert félag fær í sinn hlut 1.330.000 krónur og slikir peningar eru ekki tíndir af trjánum. Ofurfyrirsætan Heidi Klum verður aðstoðarkynnir á athöfninni I kvöld. Hér er hún ásamt Goleo, lukkudýri HM 2006. Dregið í riðla fyrir HM í Þýskalandi í kvöld f kvöld verður dregið i riðla í undankeppni HM í knattspyrnu. Flestir spá Brasilíumönnum mik- illi velgengi næsta sumar og segir margur knattspyrnusérfræðingur- inn að Brassarnir geti jafnvel stillt upp tveimur liðum sem færu að minnsta kosti í undanúrslit keppn- innar. Gestgjöfum Þýskalands er ekki spáð eins mikilli velgengni og heimamenn segja að þeirra lið verði fullmótað í keppninni 2010. Lið- unum 32 hefur verið raðað í styrk- leikaflokka sem líta svona út. 1. styrkleikaflokkur Brasilía England Spánn Þýskaland Mexíkó Frakkland Argentína Ítalía 2. styrkleikaflokkur Ástralía Angóla Gana Fílabeinsströndin Tógó Túnis Ekvador Paraguay Þessum liðum, fimm frá Afríku, Ástraliu og tveimur frá Suður-Amer- íku, er raðað saman í annan riðil til að tryggja að ekki fleiri en tvö lið frá Evrópu lendi saman í riðli. 3. styrkleikaflokkur Króatía Tékkland Holland Pólland Portúgal Svíþjóð Sviss Úkraína Þessi átta lið verða dregin í átta riðla. 4. styrkleikaflokkur íran Japan Sádí Arabía Suður-Kórea Kosta Rika Trinidad og Tobago Bandaríkin Þarna eru fjórar Asíuþjóðir auk Bandaríkjanna, Kosta Rika og Trinidad og Tobago. Þessi lið verða dregin í sjö riðla. Serbia og Svartfjallaland, sem er neðsta Evrópuþjóðin á styrkleika- listanum, fer í riðil með Brasilíu, Argentínu eða Mexíkóum. Þetta tryggir endanlega að ekki fleiri en tvær Evrópuþjóðir lendi saman í riðli. fyrirframgreidd símakort fyrir alla síma

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.