blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 36

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 36
36 I MENNING FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 blaöiö Bœkur fyrir konur og um konur BlaðlÖ/SteínarHugi Sigrún Halldórs útgáfustjóri bókaforlagsins Jentas. f/Nú er ég búin að loka hringnum og gef út bækur á fjórum tungumálum, oftast samtímis, sem hefur alltaf verið minn draumur." ,Ég er mjög stolt af því að allar mínar bækur að þessu sinni eru eftir konur um konur,“ segir Sigrún Halldórs útgáfustjóri bókaforlagsins Jentas sem áður hét PP Forlag. „Jentas samanstendur af Jenta (stelpa á norsku) og ensku fleirtölu -s. Ergo: Stelpur,“ segir Sigrún. Forlag hennar er með höfuðstöðvar í Kaupmannahöfn og gefur út bækur á öllum Norðurlöndunum og oft á þremur til fjórum tungumálum. Hér á landi hefur útgáfan skrifstofu á Austurströnd. Á útgáfulista Jentas þetta árið eru fyrstu bækurnar um ísfólkið, Álagafjötrar og Nornaveiðar. „Það er greinilegt að margir hafa saknað ísfólksins enda bækurnar ekki fáanlegar í mörg ár. Við höfum fengið tölvupósta þar sem verið að hrósa Snjólaugu Bragadóttur fyrir þýðinguna og þakka mér fyrir útgáfuna," segir Sigrún. „Til stendur að stofna Isfólksklúbb þar sem lesendur getað skráð sig og fengið bækurnar sendar heim til sín með pósti um leið og þær koma út. Ég er búin að ganga frá samningi við norsku útgáfuna, sem á útgáfuréttinn, um útgáfu á öllum bókunum 47 og jafnvelþeim sem eftir koma þar sem Sunna galdranorn er í aðalhlutverki. Alls eru bækurnar 82 ef með er talinn bókaflokkurinn Galdrameistarinn og Ríki ljóssins, þar sem afkomendur Sunnu galdranornar eru í aðalhlutverki. Það eru vissir fordómar fyrir ísfólkinu á íslandi og margir sem ég hitti vilja alls ekki viðurkenna að hafa legið yfir þessu. Þeir einstaklingar koma alltaf upp um sig þar sem eitthvað af börnum þeirra heita eftir persónum í ísfólkinu: Sunna, Þengill; Silja, Dagur, Líf og svona má lengi telja. Ég er mikil áhugakona um lestur bóka og veit að þessi bókaflokkur nær til þeirra sem lesa lítið eða aldrei og hér er um að ræða norræna arfleið, sögu og menningu og veitir ekki af í öllu þessu saxneska og latneska flóði." ÁvítaratákniðeftirLeneKaaberböl er einnig á útgáfulista Jentas og er önnur bókin af fjórum í bókaflokki um Ávítarann. Bókaflokkurinn er geysivinsæll á öllum Norðurlöndum og Lene Kaaberböl hefur nýlega gert samning við Disney fyrirtækið um bækur sínar. Sögusviðið eru miðaldir og aðalhetjur hafa náttúrulega hæfileika sem getur verið gott og vont. Nordisk Film hefur keypt kvikmyndaréttinn og verða bækurnar kvikmyndaðar á næsta ári. Enn önnur bók á útgáfulistanum er Sagnfræðingurinn eftir Elizabeth Kostova. Þetta er áhugaverð og skemmtileg bók þar sem Drakúla kemur mjög við sögu. Bókin er metsölubók víða um heim. Kostova var sjö ár að skrifa Sagnfræðinginn sem er fyrsta bók hennar. „Ég hef lesið fjöldann allan af umsögum um þessa bók og allar eru þær lofsamlegar,“ segir Sigrún. „Ég hef aðeins lesið einn dóm sem er neikvæður og það var í Lesbók Moggans. Sérstaklega eru dómar á Norðurlöndum lofsamlegir, enda er höfundurinn af norskum ættum.“ Sigrún segir útgáfuna ganga mjög vel. „Ég hóf útgáfu í Noregi fyrir tveimur árum og svo í Svíþjóð í fyrra. Reyndar byrjaði ég útgáfu Finnlandi en hvarf frá þeirri hugmynd eftir eitt ár. Þetta er markaður sem ég þekki mjög lítið og svo er tungumálið auðvitað fjötur um fót. En nú er ég búin að loka hringnum og gef út bækur á fjórum tungumálum, oftast samtímis, sem hefur alltaf verið minn draumur." Spurð um framtíðarhorfur segir hún: .Fyrirtækið má ekki vera stærra en það að ég get kallað á milli herbergja og skipað fyrir. Og auðvitað stefni ég að fleiri sigrum í útgáfunni." Fyrirlestur um jólaköttinn Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir, þjóðfræðingur, flytur fyrirlestur um jólaköttinn í fyrirlestrasal Þjóð- minjasafns Islands laugardaginn 10. desember kl. 14:00. Jólakötturinn hefur alla tíð þótt dularfull skepna og meðal manna er lítið um hann vitað nema orðtök þau sem honum fylgja, það þekkt- asta: „Að fara í jólaköttinn“ En hver er þessi óvættur sem læð- ist um í svartasta skammdeginu ár hvert og hrellir „saklausar“ sálir. Hver er uppruni hans, hlutverk og hverra ætta er hann? Hér er ætlunin að varpa ljósi á þessar spurningar en margar og fróðlegar heimildir eru til um kött þennan og sams konar þjóð- trú, bæði hér á landi og í nágranna- löndum okkar. Jólakötturinn. Teikning eftir Brian Pilkington, 2001. fslenskur úlsuuniur Tradilional lcrlaiulic Embroidcn Ylirlllsrll uni islenskan úlsainn fyrr á iililuin í Ixik- ununi eru 50 liimuulir af úlsaumsi’ripum í Þjóö- minjasafni fslands. skýringarmyndir af saumperöum oj> 24 hlaðsföur meö reilauppdrállum. Verð kr. 4.590.00. Þróun f gcrð fiskvega lliifundur, Þór Guðjónsson. er fyrn. veiöimálasljóri (1946- 1950 og 1952-1986). í rilinu eru 511 Ijósmyndir af liskvegum <>g laxasiigum. flestar teknar af liiif. á feröum hans 11111 landiö á áruuum 1946-2000; hafa fæstar ]>cirra birsl á prenll áður. Verð kr. 2.500.00. I>e trelten julesvcnde The l'hirleen Icelandic Chrislmns l.ads Lilprcnluö Ixik meö úlsaumuöum myndum og vísum á íslensku. di'msku og ensku um íslensku jólasveinana. Grvlu, Leppalúöa og júlaköltinn. Tilvalin aðventu- eða jólakveöja lll a-llingja. vina og starfsfélaga innanlands og ulan. Verð kr. 1.300,00. Útgefandi: Elsa E. Guðjónsson Dreifíng: Háskólaútgáfan Opið hús I dag föstudaginn 9. desember, frá klukkan 16 -19 verður opið hús í íslenskri list, glerverkstæði Drafnar, að Fálkagötu 30. Þar er hægt að skoða og kaupa kerta- baldca, ólífubakka, konfektbakka, kexbakka, smákökubakka, pönnu- kökubakka, glerdiska, fjalladiska, kort með glermynd, paradiska, myndir af fuglum, englum, fiðrild- um.blómum, jólasveinum, bakka, skálar, smáhluti til að hengja upp, jólatré, jólasveina, epli, engla, auk fjölda mynda og verka. Dröfn Guðmundsdóttir er mynd- höggvari að mennt, útskrifuð úr MHI1993 og hefur unnið í gleri Andlitsskál eftir Dröfn Guðmundsdóttur. frá útskrift. Hún hefur haldið margar einkasýningar og einnig tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis, síðast í haust í Strass- bourgh, Frakklandi. Glerverkstæðið íslensk list er opið frá kl 15 til 18 á virkum dögum fram til jóla. Metsölulistinn - erlendar bækur Metsöiulistinn - allar bækur RedLily Nora Roberts Vetrarborgin Arnaldur Indriðason 1. 1. 2. The (hronides of Narnia C-S-Lewis 2. islandsatlas Hans H. Hansen 3. Ultimate Hitchhiker’s Guide •':'r~sM Douglas Adams 3. Sólskinshestur Steinunn Sigurðardóttir 4. The Broker John Grisham 4. Ég elska þig stormur Guðjón Friðriksson 5. London Bridges JamesPatterson 5. Rokland Hallgrímur Helgason 6. The BigBookofSuDoku Mark Huckvale 6. Thorsararnir Guðmundur Magnússon 7. The Silver Spoon Phaidon Press 7. Þriðja tiknið Yrsa SigurÖardóttir 8. Harry Potter and the Half-blood Prince J.K. Rowling 8. Heimsmetabók Guinness 2006 Vaka Helgafell 9. Atlantis David Gibbins 9. Almanak Háskóla fslands 2006 Háskólaútgáfan 10. Atlantis David Gibbins 10. Þankagangur Jón Gnarr Ustiiwergeröurútfrásöludagana 30.11.05-06.12.0sl Ustlnnergerðurútfrdsöludagano 30.11.05-06.12.051 Bókabúlum Múls og menningar, Eymundsson og Pennanum Bókabúóum Máls og menningar, íymundsson og Pennanum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.