blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 25

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 25
blaðið FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 HEILSA I 25 Hálsbólga Hálsbólga herjar á landsmenn þessa dagana. Eins og sjá má á tölum læknavaktarinnar á ww, doktor.is leituðu 370 manns á læknavaktina í síðustu viku með hálsbólgu. Af þeirri ástæðu ákvað ég að hafa pistil minn þessa vikuna um hálsbólgu, með von um að upplýsingarnar geti nýst einhverjum. Hálsbólga er sýking í hálskirtlum og umhverfis þá. Bæði veirur og bakteríur valda hálsbólgu. Háls- bólga getur komið fram ein og sér en fylgir oft öðrum sýkingum t.d. flensu og einkirningasótt. Háls- bólga leggst á alla aldurshópa, en helstu einkenni eru særindi í hálsi og eymsli við að kyngja. Ef sýk- ingin verður langavarandi og er af völdum bakteríu er stundum gefið sýklalyf við henni. Smitleiðir • Veirur sem valda kvefi og veiran sem veldur einkirninga- sótt geta einnig valdið hálsbólgu. Veirur berast manna á milli með andrúmsloftinu eða með beinni snertingu. • Algengasta bakterían sem veldur hálsbólgu er keðjukokkur (streptókokkur). Bakterían berst á milliýmist með andrúmslofti (svo- kallað úðasmit) eða snertingu (líkt og veirusmit). Frá smiti geta liðið 2-4 dagar áður en einkennin koma fram. Það getur því verið erfitt að koma í veg fyrir það að smitast. Margir eru smitandi án þess að vita af því, eða ekki það veikir að þeir liggi í rúminu og því á ferli allt í kringum okkur. Best er að reyna að passa sjálfan sig með því að vera sjálfur hraustur, borða hollan og góðan mat og hreyfa sig reglulega. Það er besta vörnin. Einkenni • Særindi í hálsi og eymsli þegar kyngt er. • Roði í hálsi, bólgnir háls- kirtlar, jafnvel með skán. • Verkur getur leitt út í eyru. • Hiti. • Eitlastækkanir á hálsi. • Ef hálsbólgan er af völdum veiru er hún yfirleitt vægari og henni fylgir oft kvef. • Hálsbólga af völdum keðju- kokka (streptókokka) veldur yfir- leitt bólgu í hálskirtlunum ásamt skánmyndun, særindum í hálsi, hita og andremmu. • í hálsbólgu af völdum coxsackie veiru geta myndast litlar blöðrur á hálskirtlunum og á efri gómi. Blöðrurnar springa eftir nokkra daga og þá myndast sár sem geta valdið miklum verkjum. Óþægindi getur verið gott að lina með volgum drykkjum og ef erfitt reynist að borða þá er oft betra að halda sig við fljótandi fæði. Við öll veikindi er gott að drekka mikið af vatni og það á líka við þegar um Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 blaðiÖL= hálsbólgu er að ræða. Það er hægt að fá lausasölulyf í næsta apóteki sem geta hjálpað meðan verstu særindin ganga yfir. Best er að fá upplýsingar um það sem er í boði í næsta apóteki. Ef hálsbólgan verður langvar- andi skal leita til læknis. Ef háls- bólgunni fylgir hár hiti eða út- brot koma fram skal líka leita til læknis. Horfur Yfirleitt stafar engin hætta af háls- bólgu og hún hverfur að öllu jöfnu innan viku. Hins vegar getur háls- bólga haft aðra sjúkdóma í för með sér. Þeir eru helstir: • Hálsbólga af völdum keðju- kokka (streptókokka) getur valdið útbrotum (skarlatssótt). • Kýli geta myndast á háls- kirtlum, yfirleitt öðru megin. • Eyrnabólga • Kinnholubólga • I einstaka tilfellum getur hálsbólga leitt til gigtsóttar eða bólgusjúkdóms í nýrum. Meðferð Oftast er bara beðið átekta og séð til hvort einkennin hverfi ekki fljótlega. Hálsbólga af völdum bakteríu er stundum meðhöndluð með sýklalyfjum. Það er engin lyfjameðferð til við hálsbólgu af völdum veira. Kveðja, Jórunn Frímannsdóttir, hjúkrunarfræðingur www. doktor.is Hafragrautur fyrir örbylgjuofninn Tilbáim á akins 1 i/z mínútu 7 Helltu haframjölinu úr pokanum í skál 2. Settu 1,5 dl. af vatni út í (notaðu pokann undirvatnið - nákvœmlega retti skammturinn) 3 Tilbúinn í örbylgjuofninum á 2 ?/2 mínútu 8 pokar i hverjum pakka. AuOvelt aö taka meO sér hvertsem er. • Fljótlegt og hollt í morgunmat fyrir skólann • Góð undirstaöa fyrir langan vinnudag • Tilvaliö i hádeginu - engin fyrirhöfn • Þœgilegt og hollt milli mála. b

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.