blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 29

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 29
blaAÍA FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 GÆLUDÝR I 29 Gœludýrum fylgir mikil ábyrgð Umhirða og rekstur getur verið mjög kostnaðarsamur Fiestir þeir sem ólust upp með gæludýr vita að það er ómetanleg reynsla fyrir börn. Dýrið veitir gleði og samveru auk þess sem barnið lærir að taka ábyrgð á lífi annarrar veru. Jólin eru á næsta leiti og dýr eru oft efst á óska- lista barnanna. Sif Traustadóttir, dýralæknir hjá Dýralæknastofu Dagfinns, leggur þó áherslu á að það fylgi því mikil ábyrgð að eiga dýr og sú ábyrgð liggur hjá allri fjölskyldunni en ekki einungis barninu. Það er margt sem hafa þarf í huga áður en dýr flytur inn á heimilið og oftar en ekki er kostnaðurinn og ábyrgðin meiri en búist var við í upphafi. Það er því gott að kynna sér hvað fylgir hverju dýri. Sif segist alls ekki mæla með því að dýr séu gefin í jólagjafir því það er mikil ábyrgð sem fylgir því að eiga dýr. „Það er rosalega oft sem dýr eru gefin í tækifærisgjafir og síðan er ekkert hugsað um þau. Fólk er oft að gefa kettling eða hvolp, dýr sem eru voða sæt en það þarf að hugsa mikið um þau og það kostar pening að eiga þau. Maður þarf að hugsa sig mjög vel um ef maður ætlar að gefa einhverjum dýr í jólagjöf." Sif talar um að oftar en ekki eru þetta foreldr- arnir sem gefa börnum sínum dýr í jólagjöf. „Foreldrar verða að gera sér grein fyrir því að þau eru ábyrg fyrir dýrinu, ekki barnið. Það er því miður mjög algengt að foreldrar eru að gefa börnunum sínum dýr og þykjast síðan ekkert bera neina ábyrgð á þeim sjálfir. Ungir krakkar hafa ekki þroska til að bera þessa ábyrgð. Ef barnið missir áhugann þá þurfa foreldrarnir að sjá um að dýrið sé hirt.“ Foreldrar eru ábyrgir Samkvæmt Sif fer það eftir aldri hvaða dýr barn ræður við. „ Það er oft talað um að börn undir tólf ára aldri eigi ekki ein að hugsa um dýr. Börn verða að vera orðin að minnsta kosti sex ára til að geta hugsað um dýrið. Fyrir yngri börn er oft betra að vera með örlítið stærri dýr, dýr sem eru ekki alveg eins viðkvæm. En það er samt misjafnt hversu ábyrg börn eru, sum börn eru mjög ábyrg. Oft er aðalkostnaðurinn fólginn í fylgi- hlutum dýranna. Búrum, bælum, leikföngum og svo framvegis. Það má alls ekki kaupa minnsta og ódýr- asta búrið, dýrin verða að hafa pláss til að hreyfa sig. Það þarf að hugsa vel um þessi dýr og sinna þeim á hverjum degi auk þess sem það fylgir þeim einhver kostnaður. Ég mæli því ekki með að það sé verið að gefa dýr í jólagjöf nema það sé eitt- hvað sem fjölskyldan ákveður í sam- einingu og fólk gerir sér grein fyrir því út i hvað er verið að fara. Það þarf líka að brýna fyrir foreldrum að þeir séu ábyrgir," segir Sif. Umhirða katta Sif segir að það sé alltaf einhver kostnaður sem fylgir því að eiga kött og til að mynda þarf að vana hann, merkja og bólusetja. Kettirnir þurfa bæli, matar- og vatnsdalla og leikföng. Auk þess þurfi að hafa í huga að köttur lifir í 15-20 ár en Sif segir það vera mjög algengt að fólk vilji losa sig við ketti eftir einhvern tíma. „Við aflífum marga ketti á viku. Það er vegna þess að fólk fær sér kött, svo eftir tvö ár flytur það og þarf að losa sig við köttinn. Fólk reynir að koma kettinum fyrir annars staðar en það er svo erfitt. Það vilja allir fá litla sæta kettlinga en enginn vill fá fullorðna, feita og freka ketti,“ segir Sif og hlær. „Ég myndi segja að fiskur og mjólk sé hátíðarmatur fyrir ketti, annars borða þeir mest þurrmat. Það borgar sig að fjárfesta í vönduðum kattamat því þá verður kötturinn heilsuhraustari. Þegar maturinn er betri þá borða kettirnir minna af honum og kostnaðurinn er því ekkert meiri en að kaupa ódýr- ari mat. Það má gefa köttum bita af flestum mat en það verður að stilla því í hóf. Ef kötturinn borðar vandað fóður þá þarf hann ekki á vítamíni að halda, það er allt í fóðrinu." Aðspurð um hvort það þurfi að baða ketti sérstaklega eins og virð- ist vera í tísku segir Sif að það sé óþarfi að baða heimilisketti, nema þeir verði hreinlega skítugir. „Sumir kettir, eins og persakettir og skógar- kettir, þurfa mikla feldhirðu. Það 99........................ Það erþvímiður mjög algengt að foreldrar eru að gefa börnunum sínum dýr og þykjast síðan ekkert bera neina ábyrgð á þeim sjálfir. þarf að baða þá reglulega, setja í þá hárnæringu, greiða þeim og blása." Hvað varðar hreyfingu segir Sif að það sé gott fyrir ketti að fara út eins og alla aðra en nú orðið séu margir sem vilja hafa kettina sína inni. „Margir eigendur hafa átt ketti sem var keyrt á enda er hættulegt að vera úti í borgarumhverfi. Sumir kettir verða þó vansælir af því að vera inni. Ef maður ætlar að hafa köttinn inni þá þarf maður að hafa miklu meira fyrir honum. Það þarf að sýna honum miklu meiri athygli og hann getur ekki verið einn heima allan daginn.“ Umhirða hunda Sif segir að það fylgi enn meiri ábyrgð hundahaldi en köttum enda geta þeir ekki verið lengi heima. Sjálf segist Sif ekki mæla með því að hundur sé lengur en sex tíma einn heima. Samkvæmt Sif er mjög mik- ilvægt að fara með hunda á hlýðni- námskeið. „Sérstaklega ef maður er ekki vanur hundaeigandi. Það þarf að hugsa sig mjög vel um ef maður ætlar að gefa hund í jólagjöf, því það er ofboðslega mikil ábyrgð og kostn- aður sem fylgir hundahaldi. Einhver reiknaði út að það kostaði 70 þúsund krónur á ári að eiga hund og það er jafnvel varlega áætlað. Svo kostar aftur á móti enn meira að reka stóra hunda.“ Sif segir að það megi alveg gefa hundum bita af flestum mat þó meg- inuppistaðan í mataræði þeirra skuli vera þurrfóður. „Ef fóðrið er gott og vandað þá þarf ekki að gefa hundum vítamín aukalega. Síðan þurfa hund- arnir vitanlega mikla hreyfingu, þeir þurfa að fara út nokkrum sinnum á dag og þar af í göngutúr tvisvar sinnum á dag. Hundar þurfa líka að fara reglulega til dýralæknis, það þarf að ormahreinsa þá og bólusetja. En það er vitanlega bjarnargreiði að gefa einhverjum hund sem er ekki tilbúinn að leggja á sig allan þennan kostnað og ábyrgð." Umhirða hamstra Talið hefur verið að hamstar eigi alls ekki að vera einir en Sif vísar því algerlega á bug. „Hamstrar eru einfarar og það er því mjög sjaldgæft að þeim komi vel saman við hvorn annan. Hvort hamstrar þurfi hreyf- ingu fer mikið eftir þvi hvað búrið er stórt. Einnig fer það eftir því hvað barnið er gamalt sem á hamsturinn. Ef það eru lítil börn sem geta ekki almennilega handfjatlað dýrið af öryggi þá er betra að hamsturinn sé í búrinu. En það er gott fyrir þá að fara út úr búrinu og hreyfa sig.“ Hægt er að kaupa kúlur fyrir hamstr- ana þar sem þeir geta hreyft sig án þess að vera lausir og Sif segir þær vera mjög sniðugar. „Það þarf að passa þessi litlu dýr ef þeim er sleppt á gólfið. Með kúlunum getur dýrið hreyft sig án þess að það sé hætta á að það týnist. Búr hamstra þarf að hreinsa lágmark einu sinni í viku og það þarf að skipta um mat og vatn á hverjum degi. Það borgar sig því að gefa hömstrum lítið í einu og skipta oftar. Hamstrar eru vanalega mjög þrifalegir og ef það er hreinsað reglulega í kringum þá eru þeir ekki subbulegir. En ef manni finnst koma mikil lykt af þeim þá getur maður leyft þeim að synda í vaskinum." Umhirða páfagauka Ólíkt hömstrunum segir Sif páfa- gauka vera félagsverur. „Páfagaukar geta verið einir ef maður hefur mik- inn tíma til að sinnaþeim. Ég myndi ekki mæla með því að fólki fái sér einn fugl ef maður er ekki heima hjá sér á daginn. En það er í lagi að hafa einn fugl ef húsráðandinn er meira og minna heima á daginn. Það þarf að hleypa páfagaukum út úr búrinu og leyfa þeim að fljúga. Það þarf að kaupa eins stórt búr og maður mögulega getur. Lítil, kringlótt búr eru alltof lítil, nema að fuglinn sé laus meira og minna allan daginn. Sumir eru með lítil búr og hafa þá bara í búrinu á nótinni en leyfa þeim að vera lausir allan daginn. Búrin þurfa að vera þannig að þeir geti flogið til hliðanna." Samkvæmt Sif eiga páfagaukar að borða mjög fjöl- breytt fæði og það á ekki einungis að gefa þeim fræ. „Þeir mega borða allt sem mannfólkið borðar nema avacadó. Þeir þurfa aðallega græn- meti og ávexti og það er kannski ekki hollt fyrir þá að borða mikil sæ- tindi,“ segir Sif og bætir við að páfa- gaukar þurfi líka raka. „Það er mjög gott fyrir páfagauka að fara í bað og . það er hægt að fá klefa sem er festur á búrið. Það er annað hvort hægt að úða vatni eða sérstökum vökva yfir búrið eða hafa vatnsbað þar sem þeir geta snyrt sig.“ Það er sífellt algengara að fólk fjárfesti í stórum og miklum páfagaukum en Sif segir að stærstu fuglarnir geti lifað í hundrað ár. „Páfagaukar eru því - ekki dýr sem maður fær sér í rælni rétt fyrir jól. Það þarf að kynna sér mjög vel hvernig á að þjálfa og fóðra páfagaukana. Sumir þessara stóru fugla hafa rosalega hátt og maður þarf því að hugsa sig vel um. Stóru fuglarnir eru reyndar mjög dýrir og því er það þannig að flestir eigend- urnir eru búnir að kynna sér þetta mjög vel,“ segir Sif að lokum. svanhvit@vbl.is GÆLUDÝRABÚR 50% AFLÁTTUR ÖLL FUGLABÚR, HUNDABÚR, NAGDÝRABÚR, KATTABÚR OG FISKABÚR MEÐ 50% AFSLÆTTL ALLAR AÐRAR VÖRUR MEÐ 30% AFSLÆTTl. Full búð af nýjum vörum. TOKYO gæludýravörur Hjallahraun 4 Hafnarfirði s.565-8444 og Kanafóðri, I öllum verslunum F oa F pppyi !j jjj H iTl 25% afsláttur af fiskabúrum (eingöngu í Bleikargróf) uicmai yi G?oLfeZ5 óf 15 Rvk • Hafnarstr Hfj Skólabraut 37 Akranesi • Hrannargöt Kaupangur Akureyri • Eyrarvegi 35 Se IPROFormance PET PRODUCTS INC

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.