blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 34

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 34
34 I HELGIN FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 blaöiö Föndur og upplestur fyrir börnin Jólin eru hátíð barnanna og það er ýmislegt skemmtilegt í boði fyrir fjölskyldufólk um helgina. Víða er boðið upp á föndur, upp- lestur, söngur og gleði. Þar má nefna: Jólastemning í Kringlusafni Nú á laugardaginn verður jóla- stemning í Kringlusafni. Þá er upplagt fyrir foreldra og börn að líta við á bókasafninu, þiggja kaffi, safa og smákökur. Hægt er að fá að láni einhverja af nýju jóla- bókunum og föndra eins og einn músastiga, gamaldags jólapoka eða útbua jóíakort og merkimiða. Grasagarðurinn í jólabúning Grasagarðurinn er kominn í jóla- búninginn og leikskólabörnin eru farin að streyma að til að njóta þess sem garðurinn hefur upp a að bjóða á þessum árs- tíma. Að venju er búið að setja upp jólatré utandyra og börnin ganga í kringum pað og syngja fullum hálsi svo ómar um dalinn. Lystihúsið er skreytt og iólajatan komin á sinn stað. Garoskálinn er einnig skreyttur og þar er gott að hvíla lúin bein og taka fram nestið. Veitingar eru ekki seldar yfir vetrartímann en skálinn er opinn frá kl. 10-17 alla daga, einnig hátíðisdagana. Allir eru velkomnir. ★★★★★★ ★★★★★ Opfö til kf. 22:00 Alla daga fram aö Jólumi Þjóðlagagítar 1 Pokl. Ól. Gitarneglur, StiHiflauta, Auka Strengjasett, DVD Kennslumynclband. Þjóðlagagítar/plck. Pokl, Öl, Stilllflauta. Gltameglur. Kr. 19.900, Kr.J 0.900,- í Klassískur Gítar * Pokl. StHliflauta, Auka Strsngjasett. ^ DVD Kennslumyndband ★ ★ ★ * * * ★ ★ ★ ★ * ★ ★ * Farfisa Hljómborð í Frá Kr. 4.900,- ★ ★ Opið: ★ Mán-Fös: 10-22 J UÓÐFÆRAVERSLUN Lau'Sun; 11'22 t k •k •k magnsgitar * 10 W Magnaa Pokí. ÓF Snúra, Gltameglur I .....'auta, Kennslubók. J Kr. 18.900,- ; * •k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k k Rafmagnsgítar 10 W MagnanTPoki, Ol, Snúra, C ...... DVD Kennslumyndband . 22.900,- Gitameglur , Poki, Ol, Snúra, 10 W . 29.900,- Ni&LE^lŒLuse« Kr RQ QOO - Stórhöfða 27 • Slmi: 552-2125 • www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.i6 * Upplestur í Iðu í Bókabúðinni Iðu verður upplestur úr jóla- bókum bókaforlagsins Uppheima ásamt útgáfunátíð í tilefni útgáfu bókar Bítilsins Paul McCartney - Uppi í skýj- unum. Dagskrain stendur yfir frá klukkan 14.00 til 17.00 á sunnudaginn. Kl.14.00 Opnunarkynning Steingrímur Guðjónsson 14.05 Myndir úr Víkinni Finnur Tjörfi Hjöleifsson les 14.20 Fólkið sem gat ekki dáið Gyrðir Eliasson les 14.35 Leiðin að heiman Ari Trausti les 14.50 Tónlist Orri Harðar 15.15 Brjálsemiskækir á fjöllum Sigurður Skúlason les 15.30 Voðaverk Kristín Thorlacius les 15.45 Uppi í skýjum 16.00 Bítl Bítlarnir 16.20 Fólkið sem gat ekki dáið Gyrðir Elíasson les 16.30 Leiðin að hciman AriTraustiles 16.40 Uppi í skýjum 16.50 Bítl Bítlarnir Jólastemninq í Þjóðminjasafninu Fyrirlestur um jólaköttinn og leiðsögn um ljósmyndasýningu á Þjóðminjasafni Islands verður á laugardaginn kl. 14:00 en það verður Hrefna Sigríður Bjart- marsdóttir, þjóðfræðingur, sem flytur fyrirlesturinn í fyrirlestra- sal Þjóðminjasafns íslands. Jóla- kötturinn hefur alla tíð þótt dul- arfull skepna og meðal manna er ítið um hann vitað nema orðtök lau sem honum fylgja, það lekktasta: „Að fara í jola- cöttinn“. Hér er ætlunin að varpa ljósi á þessar spurningar. Jólakötturinn. Teikning eftir Brian Pilkington, 2001. neuj NR.1 í AMERÍKU SILYMARIN LIFRARHREINSUN GÓÐ HEILSA-GULLI BETRI Sigrún Hjálmtýrsdóttir og Páll Óskar koma fram í Skálhoiti á Aðventunni. Aðventutónleikar Aðventan er helgitími fyrir tónlist- arfólk og þá sem hafa gaman af að hlusta á Ijúfa tónlist. Hvað er þá friðsælla en að hlýða á ljúfa tónlist og gleyma jólaamstrinu um stund. Aðventutónleikar eru haldnir í kirkjum víða um land og má þar nefna: Aðventutónleikar í Skálholtskirkju Laugardaginn 10. desember 2005 verða haldnir tveir aðventutón- leikar í Skálholtskirkju. Þar koma fram: Skálholtskórinn og Barna- og kammerkór Biskupstungna ásamt einsöngvurunum Sigrúnu Hjálm- týsdóttur og Páli Óskari Hjálmtýs- syni, hörpuleikaranum Monicu Abendroth og strengjasveit undir stjórn Hjörleifs Valssonar. Organ- leikari er Kári Þormar og stjórnandi Hilmar Örn Agnarsson. Tónleik- arnir eru kl 17.00 og kl 20.00. Aðventutónleikar i Hallgrímskirkju Þann 14. og 15. desember næstkom- andi munu Gospelsystur Reykja- víkur, Stúlknakór Reykjavíkur og Vox feminae halda aðventutónleika í Hallgrímskirkju undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Margrét hefur unnið mikið hvatningarstarf í þágu sönglistar á Islandi og stofnað og stjórnað fjölda kóra. Árið 2000 stofnaði hún sönghúsið Domus Vox í Reykjavík þar sem hún sameinar undir einu þaki söngskóla og kóra- starfsemi. Stórtónleikar á aðventu er orðin hefð í starfi Margrétar og hér sameinast um 200 söngkonur á öllum aldri ásamt hljóðfæraleik- urum. Hljóðfæraleikararnir eru Ástríður Haraldsdóttir sem leikur á orgel, Eirikur Örn Pálsson leikur á trompet, Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu og Kristján Þ. Stephensen á óbó. Miðar eru til sölu í Domus Vox, Skúlagötu 30, sími 511-3737 milli 16- 18 og hjá kórfélögum. Miðaverð í for- sölu er 2.000 krónur en 2.500 krónur við innganginn. Söngsveitin Fílharmónía í Langholtskirkju Söngsveitin Fílharmónía heldur að- ventutónleika sína „Lofgjörð hirðar sungu“ í Langholtskirkju sunnudag- inn 11. desember og mánudaginn 12. desember 2005. Þeir hefjast kl. 20.00 báða dagana. Á efnisskránni eru stutt tónverk og lög sem flest tengjast aðventu og jólum. Þau eru ýmist flutt án undirleiks eða með aðstoð strengjasveitar sem Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari leiðir. Ein- söngvari á tónleikunum er Sólrún Bragadóttir, sópransöngkona, sem kemur sérstaklega heim frá Dan- mörku til þess að taka þátt i tónleik- unum. Stjórnandi tónleikanna er Bernharður Wilkinson sem um ára- bil var fastur stjórnandi Söngsveitar- innar en býr nú í Færeyjum. Aðventutónleikar íslandsdeildar Amnesty International Aðventutónleikar Amnesty Interna- tional eru orðnir fastur liður á mann- réttindadaginn 10. desember en þar sýnir fólk stuðning við mikilvægt málefni á góðri stund með fallegri tónlist. Á tónleikunum koma fram Ragnheiður Gröndal söngkona, Gunnar Kvaran sellóleikari, Elísabet Waage hörpuleikari, og hornleikarar úr Sinfóníuhljómsveit fslands, þau Joseph Ognibene, Anna Sigurbjörns- dóttir, Þorkell Jóelsson og Emil Friðfinnsson. Á tónleikunum verða meðal annars flutt verk eftir C.Sa- ints-Saéns, G.Fauré, L.Boccherini, J.Massenet, W.H.Squire, J.S.Bach og Eugéne Bozza, Ragnheiði Grön- dal, Magnús Eiríksson, Jóhann G. Jóhannsson og Ingibjörgu Þorbergs. Miðaverð er kr. 1.500. Ágóðinn af tónleikunum rennur óskiptur til mannréttindastarfs Amnesty Inter- national. Forsala aðgöngumiða er í verslun Skífunnar að Laugavegi 26 og á skrifstofu Amnesty Interna- tional að Hafnarstræti 15, sími: 551 6940, netfang: amnesty@amnesty.is.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.