blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 28
28 I HEIMSPEKI FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 blaóiö Hugvísindamenn dreymir um straum Nýju vefriti œtlað aðfara handan blogg-formsins Á dögunum hleyptu þrír ungir menn, sem allir hafa alið manninn í hugvísindadeild Háskóla íslands (áður heimspekideild), af stokk- unum vönduðu vefriti sem ber hið kynduga nafn Draumur um straum (www.draumurumstraum.net). Titillinn er ugglaust vísan í sam- nefnt Súkkat-lag, en ritinu góða er annars ekki ætlað að fjalla sérstak- lega um tónlist, hvorki Súkkats né annarra, þó umfjöllunarefnið muni líklega koma upp endrum og eins, enda er efnislegur stakkur þeirra Draums-manna hvorki aðsniðinn né harkalega skilgreindur. Það eru þeir Aðalsteinn Hákonar- son, Hjalti Snær Ægisson og Kári Tulinius sem bera veg og vanda af vefritinu. í stofnskrá síðunnar segir að henni sé fyrst og fremst ætlað að vera vettvangur fyrir þá félaga og vangaveltur þeirra um menningu og samfélagsmál. Á henni muni birtast .frumsamdar greinar eftir ritstjóra, þýðingar á erlendum greinum, gagn- rýni, fréttir og hvað það annað sem ritstjórninni langar að koma frá sér.“ Ekki er annað að sjá en að farið sé eftir þessu. Á þeim fáu dögum sem liðnir eru síðan vefritið fór í loftið hafa m.a. birst þar lærðar greinar um Hvíta albúm Bítlanna, jólabóka- flóðið og aðstæður til skáldsagnarit- unar í Sovétríkjunum sálugu. Aðspurður segir Aðalsteinn að formið sé vísvitandi haft laust í reip- unum, en þó sé vefritið tilraun þeirra til þess að tjá skoðanir sínar og hug- myndir á skipulagðari og metnað- argjarnari máta en tíðkast víða á bloggsíðum og öðrum vettvöngum skoðanaskipta á Netinu. „Já, á þetta vefrit ætlum við að skrifa nokkurn veginn það sem okkur dettur í hug og því vildum við ekki njörva það niður með of sértækum skilgrein- ingum. Hjalti og Kári leggja báðir stund á bókmenntafræði og sjálfur sérhæfi ég mig í málvísindum og hef einnig nokkuð kynnt mér rússnesk stjórnmál. Því má sjá að umfjöll- unarefni okkar geta orðið ansi víð- feðm og víðtæk,“ segir Aðalsteinn. „Vefritinu er að vissu leyti ætlað að vera ákveðin æfing í því að skrifa á opinberum vettvangi - eins konar millistig milli bloggsíðna þar sem misvel úthugsaðar pælingar eru látnar flakka svo og greinaskrifa í dagblöð og tímarit, hvar kröfurnar eru oft ívið stífari.“. haukur@vbl.is 1.VERÐLAUN LISTAHÁTÍ-0ARINNAR í FÆREYJUM SEBASTÍANSHÚS EFTIR ODDV0R JOHANSEN OG LEYNIGÖNGIN EFTIR JÓGVAN ISAKSEN Gamansöm spennusaga fyrir hressa krakka Sjálfstætt framhald hinnarvinsælu bókar Brennuvargsins Grámann bókaútgáfa Verðlaunabók vikunnar í boði Bókmenntafélagsins Kant grundvallar frumspeki siðlegrar breytni! Þýski heimspekingurinn Immanuel Kant er einn mesti heimspekingur Vesturlanda. Grundvöllur að frum- speki siðlegrar breytni er í senn ein víðlesnasta bók Kants og ein af perlum vestrænnar heimspeki. Þar má finna hugmyndir hans um forsendur sið- ferðilegrar breytni en þær hafa haft mótandi áhrif á hugmyndir manna um siðfræði og réttlæti allar götur síðan hann setti þær fram á ofanverðri 18. öld. K j a r n i n n í kenningu Kants er sá að siðferðilegt gildi athafna ráðist fremur af þeim ástæðum sem maður hefur fyrir breytni sinni en af þeim afleiðingum sem hún kann að hafa. Þannig segir Kant á einum stað: „Athöfn sem unnin er af skyldu sækir siðferðisgildi sitt ekki í það markmið sem á að ná með henni heldur er það að finna í lífsreglunni sem fylgt er þegar athöfn er ákveðin; siðferðisgildið veltur þess vegna ekki á árangri athafnarinnar heldur einungis á meginreglu viljans sem athöfnin ræðst af.“ Þessi nálgun að siðfræði og því hvernig athafnir öðlast sið- legt gildi sitt er í bcinni andstöðu ^ við t.a.m. nytja- stefnuJohnsStu- art Mill, en þar teljast endan- legar útkomur a t h a f n a , fremur en ástæðurþeirra, ákvarðasiðlegt gildi þeirra. r, Guðmundur Heiðar Frímanns- son þýðir ritið og þykir hafa tekist ein- staklega vel til. Hann skrifar jafnframt ítarlegan inngang um ævi og störf Kants, auk þess að gera grein fyrir efni rits- ins í nokkru máli. haukur@vbl.is . t' Rökhornið! Umsjón: Hrafn Ásgeirsson, BA í heimspeki. Bestu lausn við gátu síðustu viku átti Elmar Geir Unnsteinsson. Greini- legt er af lestri svarsins að drengurinn sá er vel versaður í list rökfræð- innar, en það hljómar svona: „Rökleiðingin í gátunni var af þessu sniði: Fi: p er betra en q F2: w er betra en p N: w er betra q (Þar sem p: ‘ekkert’, q: ‘hamingja’ og w: ‘skinkusamloka’). Þannig virðist hún vera gild, þar eð þessi rökleiðing er gild. En rökleið- ingin er þó aðeins gild ef táknin p, q og w hafa sömu merkingu alls staðar sem þau koma fyrir. I Fi táknar p ‘ekkert’ í setningunni ‘ekkert er betra en q’. í F2 táknar p líka ‘ekkert’ - og setningin er: ‘w er betra en ekkert’. En í F2 má skipta ‘ekkert’ út fyrir ‘að fá ekkert’ án þess að merkingin breytist. Ef við hins vegar gerum sömu breytingu í Fi þá verður merk- ingin önnur - þ.e. ‘Að fá ekkert er betra en hamingja’. Þar af leiðandi er p ekki sömu merkingar í Fi og F2. Niðurstöðuna leiðir því ekki röklega af forsendunum." í einfölduðu máli mætti segja að það skiptir máli hvernig við skiljum orðið ‘ekkert’. Sé það skilið sem nafn á einhverju, og að það vísi þá til einhvers, kemur það okkur í ýmsan vanda, m.a. þann sem glímt var við. En til mikillar lukku er þá ljóst að skinkusamloka er ekki betri en hamingja. Um það hvort kjúklingasamloka sé betri en hamingja verður ekki ályktað hér en ég læt lesendum eftir að glíma við þá ráðgátu á eigin spýtur. Gáta vikunnar: Guðbergur Þórbergur og Guðjón Friðjón eru málglaðir menn. Oft segja þeir sannleikann en stundum ekki. Svo heppilega vill þó til að það er á ákveðnum dögum sem þeir segja satt eða ósatt. Málum er þannig háttað að Guðbergur Þórbergur segir satt á fimmtudögum, föstudögum, laugar- dögum og sunnudögum en segir annars ósatt. Guðjón Friðjón segir hins vegar satt alla daga nema fimmtudaga, föstudaga og laugardaga. Ónefndan dag segja mennirnir tveir eftirfarandi: Guðbergur Þórbergur: I gær sagði ég ósatt. Guðjón Friðjón: I gær sagði ég líka ósatt. Hvaða dag vikunnar er um að ræða? Svör sendist á haukur@vbl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.