blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 24
24 I HEILSA FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 blaöiö 31 milljón i krabbameinsrannsóknir Samvera fyrir syrgjendur Krabbameinsfélag fslands hefur hlotið samtals 31 milljón króna í styrk frá RANNÍS vegna markáætlunar um erfðatækni i þágu heilbrigðis. Átta verkefni voru styrkt en tvö þeirra eru undir stjórn vísindamanna hjá Krabbameinsfélaginu. Verkefnin sem hlutu styrkina nefnast Frá áhrifum BRCA-galla til sértækra krabbameinssprotalyfja og Arfgengar orsakir einstofna mótefnahækkunar og skyldra B-frumusjúkdóma. Hið fyrra er undir verkstjórn Jórunnar Erlu Eyfjörð, prófessors, og er framhald af rannsóknum sem staðið hafa um margra ára skeið á Rannsókna- stofu Krabbameinsfélagsins í sam- einda- og frumulíffræði. Svokölluð brjóstakrabbameinsgen (BRCA) sem valda arfgengri áhættu á brjóstakrabbameini uppgötvuðust fyrir rúmum áratug og átti rann- sóknarhópur Jórunnar sinn þátt í þvi. Þessi uppgötvun var mjög stórt skref í áttina til aukins skiln- ings á orsökum brjóstakrabba- meins. Þó skortir enn talsvert á þekkingu á áhrifum á sjúkdóms- myndina sjálfa og svörun við með- ferð. Nú verða þessir mikilvægu þættir kannaðir nánar og byggir verkefnið á góðri skráningu upp- lýsinga hérlendis, svo og að tekist hefur að búa til frumulínur sem bera hina íslensku stökkbreyt- ingu í BRCA2 geninu. Verkefnið er unnið í samvinnu við læknadeild Háskóla Islands, Landspítala - há- skólasjúkrahús, rannsóknastofu í meinafræði, Krabbameinsskrána, Krabbameinsmiðstöð Landspítal- ans og Hjartavernd. Síðast en ekki síst byggir verkefnið á samvinnu við líftæknifyrirtækið NimbleGen og tengist þannig í raun einnig örtæknihluta markáætlunar RANNÍS. Einnig er samvinna við erlendar vísindastofnanir. Arfgengi Síðara verkefninu stýrir Helga M. Ögmundsdóttir, prófessor. Það byggir einnig á hinni öflugu Krabbameinsskrá Krabbameins- félagsins. Þannig hefur tekist að sýna fram á að svonefnd merg- frumuæxli geta hugsanlega átt arfgengan orsakaþátt. Þessi æxli eru mynduð af frumum ónæmis- kerfisins sem framleiða mótefni og eiga þau sér oft aðdraganda í góð- kynja fyrirbæri sem lýsir sér í því að ein gerð mótefnaframleiðandi B-frumu eignast of marga afkom- endur sem lifa of lengi. Hér á landi eru einstakar aðstæður til þess að grafast fyrir um sameindafræði- legar orsakir þessara sjúkdóma. Þetta verkefni byggir einnig á margþættri samvinnu við lækna- deild Háskóla íslands, Landspítala - háskólasjúkrahús, Krabbameins- skrá, Hjartavernd og NimbleGen. Krabbameinsfélagið hefur frá upphafi lagt áherslu á rannsóknir á orsökum krabbameina og hafði fyrir mörgum áratugum áttað sig á því hve Island getur lagt til mikil- vægan skerf, enda hafa landsmenn ætíð stutt dyggilega við bakið á rannsóknum félagsins. Þegar erfiðleikar steðja að er oft erf- itt að horfa til jólanna og vita að þau verða öðruvísi en áður. Þeir sem hafa misst ástvin eru boðnir velkomnir til samverustundar í Grensáskirkju 14. desember klukkan 20. Markmið samverustundarinnar er að auðvelda syrgjendum að halda jól þó einn vanti í hópinn. Það hefur sýnt sig að sam- vera sem þessi getur stutt syrgjendur til að halda jól því sumum finnst það nánst ógerlegt. Á samverunni verða sungin aðventu- og jólalög, ljóðadag- skrá í umsjón Þórarins Eldjárns, hug- vekju flytur sr. Vigfús B. Álbertsson og í lokin verður hægt að tendra ljós til minningar um látinn ástvin. Túlkað verður á táknmál og boðið upp á kaffi. Allir velkomnir Á síðastliðnum árum hefur eftirfylgd við syrgjendur aukist og er samveran hluti af henni. Þessi starfsaðferð er hluti líknandi meðferðar en hún er tengd lokaskeiði lífs fólks með sjúk- dóm sem er ólæknanlegur. Að samverunni standa: Heima- hlynning Krabbameinsfélags íslands, Hjúkrunarþjónustan Karítas, Land- spítali Háskólasjúkrahús, Grensás- kirkja, prestar og djáknar í sérþjón- ustuogbiskupsstofa.Samveranverður í Grensáskirkju 14. desember kl. 20 og er opin öllum aldurshópum. Er hárið farið að grilia og þynnast? Þá er Grecian 2000 hárfroðan lausnin! Þú þværö háriö, þurrkar, berö froöuna í, greiöir og háriö nær sínum eölilega lit á ný, þykknar og fær frískari blæ. Ath! - lelöbelnlngar á íslonsku fylgja Grecian 2000 hárfroöan fæst hjá: — Árbœjar Apótok — Lyfjaval Apótek, Mjódd — Sklpholts Apótek — Hárfllkk, Mlklubr. /Lönguhlíö — Háranyrtlatofan Hár, Hjallahr.13, Hafnarf. — Rakaraat. Ágúatar og Garðars, Suðurlandabr.10 — Rakarast. Grfma, Grfmsbœ — Rakarast Klapparstfg — Rakaraat. Ragnars, Akureyrl — Torfl Gelrmunds, Hverflsg. 117 Hagkaupsverslanir: Akureyrl, matvara — Kringlunnl, matvara — Skoifunnl, snyrtlvara — Smárallnd, snyrtlvara — Spönglnnl, snyrtlvara Arnl Sctiovlng m!f. - Hmlldvmrmlun mfml a07 7030 Grœnmeti gegn fuglaflensu Meðlimur PETA dýraverndurnarsamtakanna tekur sér stöðu í Hong Kong til að mót- mæla. Hann hvetur hér fólk til að taka grænmetisfæði fram yfir fuglakjöt til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu fuglaflensunnar. Á skiltinu stendur:„Gleðileg jól. Stöðvum fuglaflensu: Gerist grænmetisætur." Gerðu sparikaup! SPARITILBOÐ 8.- 14. DESEMBER ísfugl - ferskur kjúklingur 398 kr/kg BK Hamborgarahryggur 990 kr/kg 1098 kr/kg BK Hangiframbartur úrbeinaður 1259 kr/kg BK Hangilæri úrbeinað 1790 kr/kg BK Londonlamb Grillaður kjúklingur 2ja lítra Coca Cola & franskar * SPv P BÆJARLIND 1 - Sími 544 4510 OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10.00 - 20.00

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.