blaðið - 04.03.2006, Page 4

blaðið - 04.03.2006, Page 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 blaöiö íslandsbanki kaupir í Noregi fslandsbanki hefur skrifað undir samning um kaup á 50,1% hlut í norsku samsteypunni Union Group. Þetta kemur fram í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í gær. Union Group er einn stærsti aðili í sölu, ráðgjöf og samsetningu við- skipta og atvinnuhúsnæði í Noregi og nam hagnaður samsteypunnar fyrir skatta í fyrra tæpum 1 milljarði. Að sögn Bjarna Ármannssonar, forstjóra fslandsbanka, vill bankinn með kaupunum styrkja stöðu sína í fasteignaviðskiptum og fyrirtækjaráðgjöf í Noregi. Árið 2004 keypti fslandsbanki Kred- itBanken og í fyrra BNbank. Báðir aðilar hafa samþykkt að kaupverðið verði ekki gefið upp en kaupin eru háð samþykki yfirvalda í Noregi og á íslandi. Hjá Union Group starfa nú um 25 manns. Fjöltefli fyrir grœnlensk börn Sérvalln sveit Skákíþróttafélags stúdenta við Háskólann f Reykjavfk telfdi f gær fjöltefli við Henrik Danielsen, stórmeist- ara Hróksins, sem hér tekur út stöðuna á taflborðinu. Tilgangurinn var sá að safna peningum til að unnt reynist að flytja grænlensk börn og unglinga til fslands í því skyni að kenna þeim sund. Slíka kennslu er ekki hægt að veita á Græn- landi þar sem alla aðstöðu skortir. Tefldar voru alls 22 skákir. Henrik Danielsen fór með sigur af hólmi f 16 viðureignum. Fimm skákum lauk með jafntefli en stórmeistarinn tapaði einni viðureign. Segja fjölmiðla skaða imynd þingsins Könnun leiðir í Ijós að Alþingi nýtur lítils trausts á meðal almennings. Formenn þingflokka segjafjölmiðla birta neikvœða mynd afstörfum Alþingis. Auka verður aðgengi að störfum Al- þingis og gera starfsemi þess gegnsærri til að auka tiltrú almennings á stofnuninni ______________ að mati þing- Arnbjörg Sveins dóttir Magnús Stefánsson flokksformanna. I nýrri könnun Gallup kemur fram að Alþingi, ásamt dóms- kerfinu, nýtur minnst trausts allra opinberra stofnana. Þing- flokksformenn- ..kúlulegur ..keflalegur ..veltilegur ..rúllulegur ..flangslegur ..búkkalegur Smiðtuvtgur 66 - 200 Kópavogur - w**flanOfel&rJa jfír Söfcjaöili Akureyri Símí 461 2288 i/ 580 5800 www.expressferdir.is STRAUMRÁS Furuvellir 3 - 600 Akureyrf HVERSDAGSFERÐIR í MARS KAUPMANNAHÖFN OGLONDON FRABÆRT VERÐ I mars eru Express Ferðir með í boði hversdagsferðir til London og Kaupmannahafnar á frábæru verði. Brottför er á mánudögum og þriðjudögum en heimkoma á miðvikudögum eða fimmtudögum. Einstakt tækifæri til að skella sér út að leika! 29.900 kr. ^ Nánar á www.expressferdir.is Express FerÖir, Grímsbæ, Efstalandi 26, slmi 5 900 100 irnir segja fjölmiðla oft bregða upp neikvæðum myndum af störfum þingheims. Lítið traust í könnun Gallup var spurt um afstöðu fólks til átta opin- berra stofnana og hvaða traust það beri til þeirra. Háskóli Islands naut mests trausts af þeim stofnunum sem spurt var um en ríflega 86% þjóðarinnar segj- ast bera traust til hans. Þar næst kom lögreglan með 79%. Minnst trausts njóta Alþingi og dóms- kerfið en aðeins 43% þjóð- arinnar segjast bera traust til þessara stofnana. Traust til Alþingis jókst þó frá síð- ustu könnun sem gerð var í febrúar á síð- asta ári en þá sögðust aðeins 35% bera traust til þess. MJÓLKURVÖRUR I SÉRFLOKKt w vörur m m FLOKKl Magnús Þór Hafsteinsson Neikvæð umfjöllun Þingflokksfor- menn allra flokka á Alþingi eru almennt sammála um það auka verði aðgengi almennings að Al- þingi enn frekar til að gefa fólki innsýn inn í störf þess. Þá eru þeir sammála um að sú mynd sem fjöl- miðlar birta af störfum Alþingis sé frekar neikvæð. Ögmundur Jón- asson, þingflokksformaður vinstri grænna, segir það oft erfitt fyrir almenning að koma auga á það starf sem unnið er innan veggja þingsins. „Fólk sér aðeins deilur, Stjórn á blóðþrýstingi LH inniheldur náttúruleg lífvirk peptíð sem geta hjálpað til við stjórn á blóðþrýstingi LH-drykkurinn er gerður úr undanrennu og því fitulaus. Auk þess að innihalda peptíð hefur hann verið bættur með kalki, kalíum og magníum en rannsóknir benda til að þessi steinefni geti einnig haft jákvæð áhrif á blóðþrýsting. ágreining og árekstra. Það kemur síður auga á það mikla og faglega starf sem unnið er innan veggja þingsins." Magnús Þór Hafsteinsson, þing- flokksformaður Frjálslynda flokks- ins, er sammála Ögmundi en segir hluta af hinni neikvæðu umfjöllun eiga sér rætur í því hvernig fyr- irkomulaginu sé háttað á Alþingi. „Það er lítið þing- ræði hér. Meiri- hlutinn er alveg einráður og allar tilllögur sem stjórnarand- staðan leggur fram eru svæfðar í nefndum. Það er alveg sama hversu góðar þær eru. Þetta leiðir síðan til þess að það verða uppákomur á þingfundum.“ Margrét Frímanns dóttir STANGAVEIÐIMEKHSr ATHUGIÐ Nýtt námskeið í fluguköstun hefst sunnudaginn 5. mars í TBR húsinu Gnoðavogi 1 klukkan 20:00. Kennt verður 5., 12., 19. og 26. mars. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm. Verð krónur 8.000 en krónur 7.000 til félagsmanna gegn framvfsun gilds félagsskírteinis. Upplýsingar veita Gísli í síma 894-2865 og Svavar í síma 896-7085 Að mati Arnbjargar Sveins- dóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, erþörf á að veita frekari upplýs- ingar um starfsemi Ál- þingis til almennings. „Á undanförnum árum er búið að opna aðgengi að Alþingi mjög < mikið en það er greinilega þörf á frekari kynn- < ingu. Það hefur > jafnvel verið rætt hvort opna eigi aðgengi að nefndarfundum því þessi mynd sem fjölmiðlar gefa af þingstörfum er að- eins brot af því sem hér fer fram.“ Undir þetta tekur Magnús Stef- ánsson, varaformaður þing- flokks Fram- sóknarflokksins, en hann segir framkomu þing- manna í þing- sal og eðli um- ræðunnar oft gefa neikvæða ímynd. Ögmundur Jón- Efla embætti forseta Alþingis Margrét Frí- mannsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir umfjöllun um störf alþingismanna oft vera á neikvæðum nótum og sjaldan sé það jákvæða dregið fram. „Upphlaup á þingi er oft fréttaefni en þegar um- ræðan er á málefnalega yfirveguðu plani, eins og hún er oftast, vekur það ekki eins mikla athygli. Þannig að fólk er almennt að fá ranga mynd af störfum þingmanna." Margrét vill gera meira úr emb- ætti forseta Alþingis og jafnvel ráða sérstakan upplýsingafulltrúa til þess að skapa jákvæðari ímynd. „Það er slæmt fyrir Alþingi og fólkið í landinu að við skulum ekki geta snúið þessu við. Ég hef trú á því að forseti þingsins muni leggja áherslu á að Alþingi öðlist verðugri sess í hugum fólks og þetta er eitt- hvað sem við þingflokksformenn og stjórnendur þingsins þurfum að ræða.“ KKR, SVFRog SVH *■

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.