blaðið - 04.03.2006, Page 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 blaAÍð
Khaled Mashaal fer fyrir viðræðunefnd
Hamas sem sækir Rússa heim.
Viðræður Rússa
og Hamas valda
vonbrigðum
Þær vonir sem voru bundnar við
viðræður Rússa við sendinefnd
Hamas-samtakanna, sem hófust í
gær, virðast brostnar. Við komuna til
Moskvu lýsti Khaled Mashaal, einn
helsti hugmyndafræðingur sam-
takanna, því yfir að Hamas myndi
aldrei viðurkenna tilverurétt ísra-
elsríkis. Ummælin draga úr þeim
vonum að stjórnarseta Hamas, sem
eru talin til hryðjuverkasamtaka
í flestum Vestrænum ríkjum, í Pal-
estínu muni milda afstöðu samtak-
anna til ísraels og umbreyta þeim
í hreinræktaðan stjórnmálaflokk.
Þrátt fyrir þessi ummæh lýsti
Sergej Lavrov, utanríkisráðherra
Rússlands því yfir í gær að ekki
væri öll von úti enn. Hann sagði að
Hamas mætti ekki við einangrun á
alþjóðavettvangi en til þess að kom-
ast hjá henni þyrftu samtökin að
láta af harðlínustefnu. Lavrov bætti
því við að ekki væri unnt að búast
við slíkri breytingu á einni nóttu.
Spenna í alþjóðamálum
veldur hækkunum á olíuverði
Ótti um minnaframboð vegna hryðjuverka og kjarnorkuáœtlunar írana veldur óróa á mörkuðum
Olíuverð hélt áfram að hækka á
heimsmörkuðum í gær, föstudag,
fjórða daginn í röð. Verð á olíufati
nálgast óðum 64 Bandaríkjadali.
Hækkanir síðustu daga má rekja
til spennu í stórum olíuframleiðslu-
ríkjum á borð við Sádi-Arabíu, Níg-
eríu og Irak. Einnig er óttast að deil-
urnar um kjarnorkuáætlun írana
geti leitt til viðskiptabanns sem
myndi torvelda mjög útflutning
þeirra á olíu.
Tilraun hryðjuverkamanna til að
sprengja upp stærstu olíuhreinsun-
arstöð heims í Sádí-Arabíu í síðasta
mánuði hefur vakið upp vangaveltur
um að hryðjuverkamenn geri fleiri
atlögur að oliuframleiðslu stærsta
olíuútflytjanda heims. Átök á milli
uppreisnarmanna og stjórnarhers-
ins við árósa Níger-fljóts í Nigeríu,
þar sem stærstu olfulindir landsins
eru, hafa aukið á óvissu um fram-
boð á heimsmarkaði næstu mánuði.
Það eykur enn á óvissuna að óljósar
fréttir bárust í gær þess efnis að al-
Qaeda hryðjuverkasamtökin undir-
búi nú röð stórra árása í írak með
það að markmiði að auka á ólguna í
landinu. Þar berjast nú trúarhópar
sjíta og súnníta af vaxandi hörku.
Auk þess hafa deilurnar um
kjarnorkuáætlun írana haft áhrif
á þróun olíuverðs. Málefni Irans
verða tekin fyrir á fundi Alþjóða-
kjarnorkumálastofnunarinnar á
mánudag. Fundir ráðamanna í Te-
heran með fulltrúum Rússa annars
vegar og Breta, Frakka og Þjóðverja
hins vegar hafa ekki skilað tilætl-
uðum árangri og eykur það líkur á
að niðurstaða fundarins verði sú að
vísa deilunni til öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna. Þar gæti myndast
samstaða um að beita lran efnahags-
þvingunum. íran er annar stærsti
olíuútflytjandi OPEC-samtakanna
og myndi viðskiptabann því verða
til þess að draga enn frekar úr fram-
boði á olíu á heimsmarkaði.
Áframhaldandi órói á mörkuðum
Þrátt fyrir ótryggt ástand í alþjóða-
málum eru sérfræðingar þeirrar
skoðunar að heimsmarkaðsverð
muni sveiflast til á næstunni i stað
þess að halda áfram að hækka eða
lækka. Nýjar tölur frá orkumála-
ráðuneyti Bandaríkjanna sýna að
olíubirgðir í Bandaríkjunum eru
nú meiri en á meðalári. Auk þess
gengur vel að endurreisa oliuiðnað
Bandarikjamanna við Mexíkóflóa,
en hann varð illa úti þegar fellibylur-
inn Katrín gekk yfir í ágúst í fyrra.
Leiðtogar OPEC-ríkjanna
munu funda í næstu viku og taka
ákvörðun um hvort olíuframleiðsla
þeirra verði aukin eða minnkuð
til þess að hafa áhrif á verðþróun
næstu missera.
Ástandið í Miðausturiöndum hefur gert
það að verkum að olíuverð hefur verið
hátt síðustu ár.
Breytingar á leiðinni!
Á morgun, sunnudaginn 5. mars, taka gildi
breytingará leiðakerfi Strætó.
Með þessum breytingum er verið að koma
til móts við þarfir viðskiptavina okkar og
ábendingar þeirra.
Nýja leiðabók er að finna á sölustöðum
strætó og einnig er allar upplýsingar að fá á
www.straeto.is.
Alla leið með Strætó.
24
31
11
18
25
Ástæða til að fagna:
Meðal breytinga á leiðakerfinu eru
nýjar leiðir bæði í Kópavogi og Reykjavík.