blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 14
blaðiö Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. TÁLBEITUR Afimmtudag ræddu menn á Alþingi hvort réttmætt megi teljast að nota tálbeitur til að lokka mögulega barnaníðinga fram úr skúmaskotum hins íslenska veruleika. Hjarðhugsun sveif að vísu ekki að þessu sinni yfir vötnunum, sem er ánægjulegt, en almennt virtist þingheimur þeirrar hyggju, að réttlætanlegt væri að beita þessari aðferð til að hafa hendur í hári þeirra, sem hneigðir eru til þess að mis- nota börn. Óþarfi er að ræða slíka glæpi sérstaklega; sjálfsagt er að níðingar séu jafnan dæmdir til mun þyngri refsingar en nú tíðkast. Á hinn bóginn er ekki úr vegi að menn velti fyrir sér sjálfu eðli tálbeitunnar. Tálbeita er nýtt í því skyni að hanna rás atburða. Viðkomandi, ætlaður „glæpamaður“, er blekktur til að gera sig líklegan til að fremja ákveðinn verknað, sem engan veginn er öruggt að sá hinn sami hefði framið hefði tálbeitu ekki verið beitt. Með öðrum orðum er verið að búa til aðstæður eða forsendur, sem leitt gætu til afbrots. Með enn öðrum orðum er til- gangurinn með frumkvæði tálbeitunnar sá að leiða fram hneigð tiltek- ins einstaklings, sem hugsanlega gæti framkallað glæpaverk af hálfu viðkomandi. Ef réttmætt er að beita tálbeitum til að lokka fram mögulega barna- níðinga, því það hljóta þeir að teljast áður en glæpurinn er raunverulega framinn, vaknar sú spurning hvort beita megi sömu aðferð til að afhjúpa annars konar hneigðir og afbrotavilja. Kæmi t.a.m. til álita að nota tál- beitu til að lokka fram fólk, sem tilbúið er að taka að sér að flytja eiturlyf til landsins? Ríkir ekki þjóðarsátt um að þau séu alvarlegasta ógnin við æsku og framtíð þessa lands? Væri ekki æskilegt að fá greint fólk, sem tilbúið er til þessa, áður en það nær að skaða samfélagið? Kemur til greina að nota tálbeitur til að greina ofbeldismenn? Er hugs- anlega unnt að nota tálbeitur og auglýsingar á Netinu til að lokka fram svonefnda „handrukkara“ eða vopnasmyglara? Kemur til álita að nota tálbeitur til að afhjúpa landráðamenn og þá, sem hugsað gætu sér að fara með ofbeldi gegn æðstu stjórn ríkisins? Tálbeitu-hugsunin á sér enga rökrétta endastöð. Hönnun atburðarásar með því að nota tálbeitu felur í sér blekkingu, lygi, sem nýtur ríkisverndar. Hneigðir mannanna eru að sönnu margar fallnar til að auka til muna óhamingjuna í heiminum. En tiltekin hneigð er ekki það sama og tiltekinn verknaður, ekki frekar en stjórnlaus græðgi getur talist rán. Nærtækara sýnist að síórherða viðurlög við kynferðisbrotum. Um leið mætti hæstvirtur dómsmálaráðherra beita sér fyrir því að hið sama verði gert varðandi allar tegundir ofbeldisverka. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á f réttadeild: 510.3701. Simbréfá auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. 14 LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 blaðið .aswsMSí28®? Hnípnir þingmenn í vanda Samkvæmt nýrri Gallup könnun beraeinungis 43 prósentlandsmanna traust til Alþingis. Þingflokksfor- menn stjórnmálaflokkanna botna ekkert í þessu og kenna fjölmiðlum um. Einhver myndi halda því fram að þetta séu dæmigerð viðbrögð fólks sem neitar að horfa í eigin barm og stunda sjálfsgagnrýni heldur kjósi að varpa ábyrgðinni á aðra - sem sagt fjölmiðla. Ég held að ef menn ígrundi málið betur megi rökstyðja að það er töluvert til í ásök- unum þingflokksformannanna. Að hluta til bera fjölmiðlar sök. Þeir geta ekki alveg vikið sér undan ábyrgð í þessu máli. Ábyrgð Qölmiðla Það eru fjölmiðlar sem hafa veitt stjórnmálamönnum svo til tak- markalausan aðgang að dagblöðum, sjónvarpi og útvarpi. Fáar stéttir hafa fengið að grassera jafn óáréttar í fjölmiðlum og einmitt stjórnmála- menn. Á hverju einasta kvöldi mætir einhver þeirra i fréttir, Kastljós eða Island í dag og fær að lýsa skoðunum sínum á tilteknum málum eða svara fyrir gagnrýni. Stjórnmálmenn eru líka daglegir gestir í morgun- þáttum og síðdegisþáttum og fá að leggja heilu síðurnar í dagblöðum undir málflutning sinn. Og svo er náttúrlega sjónvarpað frá vinnustað þingmanna, þannig að þjóðinni á að vera fullkomlega ljóst hvað stjórnmálamennirnir eru að gera. Þess utan taka þingmenn að sér alls kyns verkefni kauplaust. Eina krafa þeirra er sú að fá að launum fjölmiðlaathygli. Þannig fluttu Al- þingiskonur Pikusögur í Borgarleik- húsinu með tilheyrandi stunum og Kolbrún Bergþórsdóttir fjölmiðlar skýrðu frá með háværum lúðrablæstri. Ekki varð annað séð en konunum likaði athyglin alveg ljómandi vel. Vafalítið munu karl- kynsþingmenn taka sig til og flytja sambærilega dagskrá á fyrirhugaðri jafnréttismálaþingi Árna Magnús- sonar og fá veglega fjölmiðlaum- fjöllun í stað launaávísunar. Vinsældaveiðar Öll þessi vinna, samanlögð, virðist samt ekki nægja til að þjóðin hafi trú á þingmönnum sínum. Við hljótum að spyrja: Hvað er að þegar ein starfsstétt sem fær allan tíma í heimi til að kynna sig skorar ekki hærra en alþingismenn gera? Lík- legasta svarið er að almenningi líki ekki það sem hann sér. Hinir dæmi- gerðu alþingismenn stunda hags- munagæslu fyrir sjálfan sig, fylgja þeirri Hnu sem þægilegust er hverju sinni og hafa ekki afdráttarlausar skoðanir í öðrum málum en þeim sem líkleg eru til vinsælda. Þetta er fólk sem þráir athygli en fær enga athygli út á eigin verðleika og rýkur þess vegna upp í pontu til að fá utan- dagskrárumræðu um mál sem það hefur ekki kynnt sér. Þýtur svo upp í sjónvarpssal í beina útsendingu af því það vill sífellt minna á sig. Ekk- ert óttast það meir en að gleymast. Fjölmiðlar breiða út faðminn og leyfa stjómmálamönnunum að sprikla. Nú. þegar stjórnmálamenn eru í fýlu vegna þess að einungis 43 prósent þjóðarinnar treysta þeim bregðast þeir við með þvi að skeyta skapi sínu á fjölmiðlum. Hér á við hið fornkveðna: Sjaldan launar kálfur ofeldið. Fjölmiðlar ættu að staldra við og setja einhverjar hömlur á umfjöllun um stjórnmálamenn. Þeir hafa gengið allt of langt i dekri við stétt sem finnst greinilega aldrei nógu vel við sig gert. Ekki er sennilegt að stjórnmálamenn muni lita í eigin barm vegna takmarkaðra vinsælda hjá almenningi. Líklegra er að þeir heimti að fjölmiðlar bjargi þeim úr skítnum. Höfundur er blaðamaður Klippt & skoríð Agúst Ólafur Agústsson, þingmaður Samfylkingar, fjallar í netpistli um nýjasta uppnámið í heilbrigðiskerfi landsmanna, deilur Tryggingarstofnunar og Ijósmæðra. Ágúst segir frá þeirri kostnaðargrein ingu sem nú liggur fyrir á þeirri þjónustu sem Ijósmæður veita og bera hana saman við fyrra launatilboð Ijósmæðra - en þær hafa nú ákveðið að sætta sig við ekkert minna en sem nemur kostnaðargreiningunni. Ágúst segir „Fyrra launatilboö Ijósmæðra hefði kostað ríkið um 2 milljónir króna á ári til viðbótar. Tryggingastofnun hafnaði því tilboði. Sé farið eftir kostnaðargreiningu þjónustunnar mun nýr samningur hafa í för með sér 15 milljón króna við- bótarkostnað á ári eða rúma milljón á mánuði." Þeir kunna aldeilis að spara í heilbrigðiskerfinu! Siv Friðleifsdóttir, framsóknarkona, birtir athyglisverðan pistil á vefsíðu sinni og segir frá þeirri reynslu að leika í stórvirkinu Píkusögum: „Líklega skemmtu allir, bæði við og áhorfendur, sér mest í stunukaflanum svo- kallaða.f honum tók Guðrún Ögmundsdóttir snípstununa, _• . fjallatoppastununaogóhömdu- ' hörkulegu-tvíkynhneigðu- stununa og Katrín Júlíusdóttir glæsistununa, hundastununa og kvöldu afskiptaleysisstununa. Drífa Hjartardóttir tók t.d. trúræknisstununa, hálftrúræknisstununa og óperusöngkonustun- una.Ég tók áður-stununa, næstum-stununa, ak- úrat-þarna-stununa og vélbyssustununa.Síðan tókum við, konurnar á Alþingi, þrjár óvæntar rað- klipptogskorid@vbl.is fullnægingarstunursalnum til skemmtunar." pörður Árnason, Samfylkingar- þingmaður, telur byggðaklúður I lláratugi vera einu röksemdina fyrir álveri á Húsavík. Hann telur reyndar að Húsavík sé skárri kostur en aðrir sem nefndir voru á Norð- urlandi. Á netslðu sinni veltir Mörður m.a. fyrir sér hlutskipti Þingeyinga fyrr og nú: „Gömlum kaupamanni úr Kinninni finnst einhvernveginn ekki alveg viðkunnanlegt að horfa á Þing- eyinga safnast saman á hinum fornfræga Bauki og biða eftir fréttum af ákvörðunum stór- menna í New York um framkvæmdir í héraðinu. Einusinni tóku Þingeyingar sjálfir ákvarðanir um sín mál í atvinnu og verslun. Eða þá Jónas frá Hriflu, sem kom út á eitt. En það var nú þá."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.