blaðið

Ulloq

blaðið - 04.03.2006, Qupperneq 54

blaðið - 04.03.2006, Qupperneq 54
541 FÓLK LAUGARDAGUR 4. MARS 2006 blaðiö HVERNIG SEGIR MAÐUR SLAKA Á PÓLSKU? Þrátt fyrlr marga augljósa galla á þjóð- inni finnst Smáborgaranum afskaplega notalegt að vera (slendingur. Vissulega eigum við okkar slæmu hliðar eins og allir aðrir og við því er litið að gera. Við hugs- um stundum ekki lengra en okkar eigið nef og högum okkur í samræmi við það oft dálítið ruddalega. Innst inni erum við þó eins og unglingur sem stöðugt þráir viðurkenningu og athygli frá foreldrum sínum. Að mati Smáborgarans kristallast þetta atferli í þessari svokölluðu útrás ís- lenskra fyrirtækja og þránni um stöðugt meiri hagvöxt. Líkt og unglingur með splunkunýtt bílpróf í vasanum og Subaru bifreiðina hennar mömmu í láni þeys- umst við um hraðbrautir hins alþjóðlega markaðar. Skeytum lítið um aldagamlar reglur og finnst allir vegir vera okkur færir. Við hlæjum að Bensinum og finnst hann fara sér of hægt. Volvoinn er bara púkó og Chervolettinn eyðir alltof miklu. Við hugsum ekki mikið til þess hversu veikbyggður Subaruinn er og hversu lítið má út af bera til þess að hlutirnir endi illa. Kannski erum við of sjálfhverf og þurfum að setja okkur í meiri samræðu við hið alþjóðlega umhverfi. Núna setjum við hvert heimsmetið á fætur öðru í mengun og þykir lítið tiltökumál að leggja heilu landsvæðin í rúst til að koma fyrir nýjum virkjunum. Allt í þágu meiri hagvaxtar, meiri hraða. Um daginn var Smáborgarinn í heimsókn í einu af þessu nýju hverfum borgarinnar. Þar var mikil uppbygging í gangi eins og víða á landinu öllu. Við einn húsgrunninn var stór og mikill byggingakrani sem var að hífa upp stein- steypuklump. Við kranann stóð smiður sem kallaði stöðugt upp til kranastjórn- andans. „Slaka maður! Slaka!" Loks sneri hann sér að vinnufélögum sínum sem stóðu álengdar og spurði: „Hvernig segir maður slaka á pólsku?" ( þessari spurningu smiðsins er kannski vlsiraf því sem koma skal. Að fyrr eða síðar neyðumst við á einn eða annan hátt til meiri samræðna og samvinnu við hiðalþjóðlega umhverfi. I kjölfarið mynd- um við kannski uppgötva að við erum ekki ein úti að aka og læra að slaka örlítið á. Smáborgarinn er viss um að lífið yrði betraef það myndi gerast. HVAÐ FINNST ÞÉR? Hermann Gunnarsson, fjölmiðlamaður. Hvað eiga íslendingar að gera við Parken? „Við ættum að endurtaka þennan fræga landsleik með sömu leikmönnum og spiluðu árið 1967. Ég á von á því að okkur mundi farnast betur í þetta skiptið þar sem við höfum elst betur og ég held að það sé meiri snerpa í okkar mönnum. Við vorum með ágætislið á þessum tíma en þeir voru bara óhugnanlega góðir.“ Islenskir kaupsýslumenn reyndu I vikunni að festa kaup á Parken, þjóðarleikvangi Dana. Völlurinn stendur á rústum gamla Idrætsparken þar sem fslendingar töpuðu 14-2 gegn Dönum árið 1967. Hermann Gunnarsson skoraði annað af tveimur mörkum íslenska landsliðsins. Vill ekki valda vonbrigðum Söngkonunni Jessicu Simpson fannst mjög erfitt að slíta ömurlegu hjónabandi við fyrr- verandi eiginmann sinn, Nick Lachey, vegna þess að hún vildi ekki valda aðdáendum sínum vonbrigðum. Simpson var hrædd við að eyðileggja tilbúna ímynd þessa fullkomna hjónabands hennar og Lachey og að lok- um ákvað hún að það væri ekki hægt að halda áfram að leika þennan leik. „Ef maður er ekki hamingjusamur getur maður ekki gert annað fólk hamingjusamt," sagði Simpson í samtali við Hollywood pressuna. „Þegar maður slítur hjónabandi og það er ekkert sem togar i mann veit maður að maður er að gera rétt.“ Anna Nicole hrœdd Gullgrafarinn Anna Nicole Smith ákvað að mæta ekki á frumsýningu mynd- arinnar Illegal Aliens, sem hún leikur í og fjármagnar, vegna þess að hún var hrædd um öryggi sitt. Smith mætti í hæstarétt í síðustu viku og fannst blaðamenn og ljósmyndar- ar á svæðinu svo ógnandi að hún þorði ekki að mæta á frumsýninguna. „Hún var niðurbrotin eftir að hafa mætt í hæstarétt, fjölmiðlarnir voru svo ógnandi,“ sagði leikstjóri Illegal Aliens, David Giancola. Umræða um geðheilsu leikkonunnar hefur einnig skotið upp kollinum aft- ur eftir að hún mætti í sjónvarpsviðtal aðeins á nærfötunum og svaraði spurn- ingunum með óskiljanlegu bulli. Alba reið út í Playhoy Leikkonan snoppufríða Jessica Alba hótar að lögsækja tímaritið Playboy fyrir að birta mynd af henni á forsíðu sem lét lesendur halda að hún sæti nakin fyrir í blaðinu. Alba skrifaði Hugh Hefner og félögum hjá Playboy bréf þar sem hún kvartaði yfir að blaðið hefði látið líta út fyrir að hún væri nakin, eða næstum því nakin í blaðinu. Lög- fræðingur Alba, Brian Wolf, krefst þess að dreifingu tímaritsins verði hætt og að Playboy greiði henni væna summu í skaðabætur fyrir að nota mynd af henni í leyf- isleysi. Wolf sagði ennfremur að Playboy hafi boðið Alba greiðslu fyrir að nota mynd af henni á forsíðu en leikkonan neitaði því og gaf þannig ekki leyfi fyrir birtingunni. SÉRBLAÐ FORMÖLA 1 Mánudaginn 6.mars —-----------=blaðið —._________________ Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbtúr: Ragnarsdóttir ■ Sirni 510 3722 • Gsrn 848 0231 • kolla@bladid.net Ellerr Agúst Pálsson • Simi 510 3746 • Gsru 869 9903 • olli@bladid.net bjarni Dar.ielsson • 3Imi 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjarnKfibladid.net eftir Jim Unger 5-16 © Jlm Unger/dlst. by Unlted Medla. 2001 Þú borðar of mikið af guirótum. HEYRST HEFUR... Enn á ný hefur steinn verið lagður í götu þýsku bygg- ingavöru- keðjunnar Bauhaus sem ákaft hefur reynt á síðustu árum að fá lóð á höfuð- borgarsvæð- inu undir stórverslun. Fyrirtækið reyndi á sinum tíma að fá lóðir í Garða- bæ og Kópavogi en hlaut ekki náð fyrir augum bæjarstjór- anna þar, þeirra Ásdísar Höllu B r a g a - dóttur, nú forstjóra BYKO, og Gunnars I. Birgisson- ar. Þá sneru Bauhaus- menn sér til Reykjavíkur og föluðust eft- ir lóð i landi Úlfarsfells. Þeirri beiðni var vel tekið en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í höfuð- borginni þráuðust enn við með ýmsum athugasemdum. Nú hefur málinu eina ferðina enn verið sleg- ið á frest því þriðji bæjarstjóri Sjálfstæðis- flokksins, Ragnheið- ur Rík- harðsdótt- ir í Mosfellsbæ, segir að fái þýska fyrirtækið lóð í landi Úlfarsfells sé það brot á sam- komulagi um svokallaða þró- unaráætlun um uppbyggingu bæjarkjarna á mörkum Reykja- víkur og Mosfellsbæjar. Margir eru afar undrandi á því hvernig Sjálfstæðis- flokkurinn hefur myndað breið- fylkingu bæjarstjóra gegn þýska fyrirtækinu og á það ekki síst við um marga sjálfstæðis- menn sem töldu að flokkurinn berðist fyr- ir aukinni samkeppni, íslensk- um neytendum til hagsbóta. í gær veltu menn því fyrir sér til hvaða ráða sjálfstæðismenn myndu næst gripa til að hefta samkeppni á byggingavöru- markaði á höfuðborgarsvæð- inu. Einna helst þykir koma til greina að Kristján Þór Júlí- usson, bæjarstjóri á Akureyri, hefji afskipti af málinu undir grunnfána byggðastefnu og jafnstöðu dreifbýlisbúa. Annars er því haldið fram að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingar- innar, hafi út af fyrir sig ekkert á móti þeirri töf sem orð- ið hefur á Bauhaus- m á 1 i n u . Dagur og félagar hafi nú þegar ákveðið að fá þýska fyrirtækinu lóðina. Töfina telji þeir hins vegar ágæta því með hverjum degi færast borgar- stjórnarkosningarnar nær og þess meiri verði áhrifin þegar ráðist verður gegn haftastefnu íhaldsins á höfuðborgarsvæð- inu.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.