blaðið - 11.03.2006, Síða 40
40 I MEWWIWG
4
LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 blaöið
Myndavélin er vopn gegn
meinsemdum samfélagsins
Einn af áhrifamestu myndasmiðum eftirstríðsáranna, bandaríski
ljósmyndarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Gordon Parks lést á
þriðjudag, 93 ára að aldri. Hann varð fyrsti þeldökki ljósmyndarinn í
starfsliði tímaritsins Life og fyrsti þeldökki listamaðurinn sem fram-
leiddi og leikstýrði stórri Hollywood-kvikmynd en það var myndin The
Learning Tree árið 1969.
Parks starfaði fyrir Life í meira
en 20 ár og eignaðist á þeim tíma
stóran aðdáendahóp. Á sjöunda ára-
tugnum snéri hann sér í auknum
mæli að skrifum og gaf út endur-
minningabækur, skáldsögur, ljóð og
einn ballett.
Þúsundþjalasmiðurinn Gordon Parks lést
í hárri elli á þriðjudag.
Ólst upp í fátækt
Gordon Parks ólst upp í fátækt í
Kansas og Minnesota og fór að
mestu á mis við hefðbundna skóla-
göngu. Litlu mátti muna að hann
lenti á refilsstigum og í fátækt þegar
hann var unglingur en hæfileikar
hans á sviði tónlistar og ljósmynd-
unar urðu honum til hjálpar. I ljós-
myndum sínum tvinnaði Parks
saman áhuga sinn á raunsærri
heimildaljósmyndun og tjáningu
eigin tilfinninga. Hann var undir
miklum áhrifum af Farm Security
Administration-hópnum (FSA) en
í honum voru ljósmyndarar sem
mynduðu líf og aðstæður fátækra
bænda í Bandaríkjunum á fjórða
og fimmta áratugnum. Sjálfur gekk
Parks til liðs við FSA árið 1942 þegar
hann var þrítugur.
Parks sagði í viðtali við dagblaðið
The New York Times árið 1999 að
hann hefði uppgötvað áhrifamátt
ljósmyndunarinnar þegar hann
vann sem þjónn í farþegalest á
kreppuárunum. Dag einn tók hann
upp tímarit og við honum blasti
mynd FSA-ljósmyndara af farand-
verkamönnum. „Ég sá að mynda-
vélin gat verið vopn gegn fátækt,
gegn kynþáttahyggju, gegn alls
kyns samfélagsmeinsemdum. Á því
augnabliki vissi ég að ég yrði að eign-
ast myndavél," sagði hann.
Margar af fyrstu ljósmyndaröðum
Parks fyrir Life eins og sagan af ung-
lingagengi í Harlem sem birtist árið
1948 kom mörgum lesendum tíma-
ritsins í opna skjöldu og staðfestu
hugmyndir Parks um áhrifamátt
ljósmyndunarinnar.
Myndaði fátæklinga
og fræga fólkið
Parks vann fyrir Life á árunum 1948-
1972 en tímaritið var á þessum tíma
leiðandi í myndblaðamennsku í
heiminum. Meginviðfangsefni hans
á Life tengdust kynþáttahyggju, fá-
tækt og daglegu lífi þeldökkra Banda-
ríkjamanna en hann beindi einnig
linsunni að glanshlið samfélagsins
svo sem tískusýningum, fræga fólk-
inu og stjórnmálamönnum.
Afrek hans á bókmenntasviðinu
liggja einkum í flokki endurminn-
ingabóka þar sem hann rifjar upp
atvik úr æsku sinni og leitar dýpri
merkingar í þeim. Hæfileikar hans
til að segja líflegar sögur komu
berlega í ljós í The Learning Tree
sem hann skrifaði upphaflega sem
skáldsögu og breytti síðar í handrit.
Sagan fjallar um uppvaxtarár ungs
þeldökks manns sem á margt sam-
eiginlegt með höfundinum. Skáld-
sagan fékk góðar viðtökur þegar
hún var gefin út árið 1963 og þegar
hún var kvikmynduð sex árum siðar
lét hann sér ekki nægja að framleiða
og leikstýra myndinni heldur samdi
hann einnig tónlist fyrir hana.
Auk The Learning Tree leikstýrði
hann vinsælum hasarmyndum á
borð við Shaft og Shaft’s Big Score
sem voru fyrirrennarar svonefndra
blaxploitation-kvikmynda sem nutu
vinsælda á áttunda áratugnum.
Ljóðs manns œði
Fræðsludeild Þjóðleikhússins og
fjórir stuðningsmenn ljóðsins
hafa tekið höndum saman um að
halda nokkrar ljóðaskemmtanir á
þriðjudagskvöldum í Leikhúskjall-
aranum næstu vikurnar.
Nokkur umræða hefur farið
fram að undanförnu þar sem bók-
menntamenn og ljóðaunnendur
hafa harmað að ljóðið hafi orðið
hornreka í þeirri umfjöllun og at-
hygli sem bókmenntir fá á íslandi.
Til að freista þess að snúa þessari
þróun að einhverju leyti við mun
fræðsludeild Þjóðleikhússins, í sam-
vinnu við þau Eystein Þorvaldsson,
Ástráð Eysteinsson, Sigurbjörgu
Þrastardóttur og Hjalta Snæ Æg-
isson, standa fyrir þematengdum
ljóðaskemmtunum í Leikhús-
kjallaranum undir yfirskriftinni
Ljóðs manns æði. Umsjón hefur
Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri og
deildarstjóri fræðsludeildar.
Fyrsta ljóðaskemmtunin verður
i4.mars nk. en þá verður fjallað
um Útrás í ljóðum eða yrkingar
um útrásina, frá miðöldum til
okkar daga, auk þess sem komið
verður inn á íslenska landkönnun
og landnám erlendis. Hvernig er
ljóðagull sótt í greipar útlendinga?
28. mars er komið að Ljóðinu í lík-
amlegri nálægð - líkama, útliti,
nautnum og sársauka í ljóðum. 11.
apríl er yfirskriftin Mér brennur í
muna. Minningamyndir. Eru ljóð
minnisvélar? Hvað varðveitir ljóðið
og hvernig? Hvað kveikir minn-
ingar? Hver eru tengsl mælenda,
minninga og ákveðinna staða?
Sótt og dauði íslenskunnar er heiti
ljóðaskemmtunar 25. apríl, en þá
verður rætt um margboðað andlát
móðurmálsins. Verður ljóðlistin
lífgjafi þess? Hvernig tekur ljóðið á
tungumálinu?
Flytjendur verða leikarar, höf-
undar og fleiri. Leitast verður við að
skapa ljúfa stemningu og gestir geta
notið veitinga meðan á dagskránni
stendur. skemmtanirnar hefjast
kl. 21:00 í Leikhúskjallaranum en
húsið verður opnað kl. 20:30.
Gordon Parks beindi linsu sinni ekki aðeins að meinsemdum samfélagsins heldur mynd
aði hann einnig stjórnmálamenn, kvikmyndastjörnur og annað frægt fólk. Þessa mynd
tók hann af leikkonunni ingrid Bergman við Stromboli á ftalíu árið 1949.
Ein af frægustu ijósmyndum Gordon Parks American Gothic sem hann tók af fátækri
amerískri verkakonu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.
m u
cfc /5 m>
STÓRK0STIE6 MYND FVRIR
AILA FJOISKYIDUNA.
KOMIN ÚT Á DVD
í VERSLANIR 06 Á IEICUR.
SAM MYNDIR