blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 15

blaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 15
blaóið FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 ÝMISLEGT I 15 Tónleikar Skagfirsku söngsveitarinnar Skagfirska söngsveitin í Reykjavík heldur 36. vortónleika sína í Lang- holtskirkju sumardaginn fyrsta, 20. apríl, og laugardaginn 22. apríl, báða dagana kl. 17:00. Stjórnandi er Björgvin Þ. Valdimarsson. Einsöng syngja Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór, og Baldvin Júlí- usson, bassi. Flutt verða létt lög úr ýmsum áttum, íslensk og erlend. Má þar nefna írska sönglagasyrpu í úsetn- ingu Björgvins Þ. Valdimarssonar, Þín hvíta mynd eftir Sigfús Hall- dórsson, Björt nótt eftir Jón Björns- son og hið skemmtilega lag Ifl were a rich man úr Fiðlaranum á þakinu. Einnig verður flutt hið stórglæsilega lag Stormar eftir Sigvalda Kalda- lóns í nýrri útsetningu kórstjórans. Undirleik á píanó annast Dagný Björgvinsdóttir Aðgangseyrir kr. 1800. Skagfirska söngsveitin í Reykjavík heldur tvenna tónleika í Langhoitskirkju þann 20. og 22. apríl. Þrönggangalyftarar Raftryllur Brettahillur Rafmagns lyftarar Wave 50 handlangarinn cmm cmm cmnrs cmm EZ3 MECALUX Læstir skápar fyrir fatnaö og persónulega muni Hurðir, veöurhlífar og vörubryggur Hillukerfi og skápar fyrir smávörulagerinn Logimat lagerturnar Hjólatrillur henta vel í útkeyrslubílinn Staflarar cmirns E2 MECALUX E3 MECALUX Aratuga reynsla og þekking við skipulagningu vöruhúsa LOGIMAT www.stra umur. is Höfðabakki 9 • Simi 544 5330 • Fax 544 5355 straumur@straumur.is m sgS&sF' « Smásagna- samkeppni Mannlífs Tímaritið Mannlíf, í samvinnu við Hið íslenska glæpafélag, beinir sjónum sínum að saka- málum í smásagnasamkeppni ársins 2006. í fyrra gaf Mannlíf út fylgi- rit með sex hrollvekjum sem valdar höfðu verið bestu inn- sendu sögurnar. Gríðarleg þátt- taka var í keppninni og bárust yfir 70 sögur. í ár er komið að flokki saka- málasagna. Dómnefnd Mann- lífs og Hins íslenska glæpa- félags mun velja þrjár bestu sögurnar og verða þær verð- launaðar og birtar við hlið saka- málasagna frá nokkrum af be- stu höfundum landsins í þeim geira i fylgiriti Mannlífs, Nýjar íslenskar sakamálasögur, í júlí næstkomandi. Verðlaun fyrir bestu söguna eru 50 þúsund krónur. Fyrir næstbestu söguna eru veittar 30 þúsund krónur og þá þriðju bestu 20 þúsund. Önnur verð- laun verða kynnt síðar. Hámarkslengd innsendra sa- gna er 2500 orð og rennur skila- frestur út 20. mai næstkomandi. Sögurnar skal senda á netfangið mannlif@frodi.is. Tónleikar í Langholts- kirkju Graduale Nobili heldur tón leika i Langholtskirkju sumar- daginn fyrsta, 20. apríl, kl. 20. Á efnisskránni eru Maríuverk, bæði íslensk og erlend. Meðal verka má nefna Ave Maria eftir Alice Tegnér og Gustav Holst, þrír lofsöngvar til Maríu eftir Javier Busto, Salve Reg- ina, Alma Redemptoris Mater og Magnificat, Salutatio Mar- iae eftir Jón Nordal, Maríuljóð eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Maríukvæði og Haustvisur til Maríu eftir Atla Heimi Sveinsson og Ég vil lofa eina þá eftir Báru Grímsdóttur. Graduale Nobili var stofnaður haustið 2000 og er skipaður ungum stúlkum, völdum úr hópi þeirra sem sungið hafa með Gradualekór Langholts- kirkju. Kórinn hefur hlotið há- stemmt lof gagnrýnenda, unnið til verðlauna í alþjóðlegum kóra keppnum og verið tilnefndur til Islensku tónlistarverðlaunanna og Menningaverðlauna DV. Stjórnandi kórsins hefur frá upphafi verið Jón Stefánsson. ## Allt fyrir

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.