blaðið

Ulloq

blaðið - 13.04.2006, Qupperneq 20

blaðið - 13.04.2006, Qupperneq 20
20 I DEIGLAN FIMMTUDAGUR 13. APRÍL w:irv:v Afkastamikið leikskáld Tvö ný verk eftir Þórunni Guðmundsdóttur frumsýnd með tíu daga millibili Áhugaleikfélagið Hugleikur hefur á undanförnum árum vakið verð- skuldaða athygli fyrir frumlegar og skemmtilegar leiksýningar. Ekki er nóg með að Hugleikarar beri hit- ann og þungann af uppfærslu verka sinna, sjái um leik, söng og önnur til- fallandi verkefni heldur semja þeir verkin sín sjálfir. I gær frumsýndi Hugleikur enn eitt verkið sem heitir Systur og er eftir Þórunni Guðmundsdóttur sem áður hefur samið fjölda verka fyrir hópinn. Þórunn segir að verkið fjalli um þrjár systur um fimmtugt sem koma saman eina kvöldstund til að vera við dánarbeð föður þeirra. ,Þær fara að rifja upp ýmislegt úr fortíðinni og ýmis átakamál koma upp á yfirborðið og ýmislegt úr for- tíðinni reynist ennþá óleyst,“ segir Þórunn og bætir við að öfugt við flest fyrri verk Hugleiks sé þetta ekki beint gamanleikrit. „Þó að það séu kannski einhverjar glettnar og kómískar aðstæður inn á milli þá er grunntónninn mjög alvarlegur," segir hún. Valdabarátta systkina Þegar Þórunn er spurð hvort að verkið skírskoti á einhvern hátt til samtímans segist hún eiga von á því að fólk kannist við ýmislegt í verk- inu. „Þetta er ekki nein þjóðfélags- ádeila eða neitt slíkt heldur er fyrst fagor ^ UPPÞVOTTAVÉL Verð kr. 59.900 Áður kr. 79.900 RONNING Borgartúni 24 / Reykiavfk / Sími: 562 401 1 • Óseyri 2 / Akureyri / Sími: 460 0800 Hatnargata 52 / Reykjanesbæ / Sími: 420 7200 Tvö ný verk eftir Þórunni Guðmundsdóttur, leikskáldið fjölhæfa og afkastamikla, verða frumsýnd i þessum mánuði. og fremst verið að skoða samskipti persóna og samskipti systkina. Þeir sem eiga systkini kannast við það að það er oft einhver valdabarátta í gangi og þó að væntumþykjan sé yfirleitt áberandi þá getur líka oft verið grunnt á því góða,“ segir hún. Alls hefur Hugleikur sett upp fimmtán verk, jafnt löng sem stutt, eftir Þórunni á aðeins sjö árum en fyrsta verk hennar „Dómur um dauðan hvern“ var sett upp af félaginu leikárið 1999-2000. Það er því ljóst að Þórunn hefur varið talsverðum tíma við skrifborðið á undanförnum árum. „Það fer nátt- úrlega heilmikill tími í þetta en mér finnst ég fá hann margfalt til baka í ánægju. Hugleikur hefur verið mjög duglegur við að setja upp verk eftir mig og það hvetur mig náttúrlega til frekari skrifa," segir hún. Blaðið/Frikki Gaman að sjá persón- urnar kvikna til iífs Þórunn hefur líka leikið í upp- færslum Hugleiks og því liggur beint við að spyrja hana hvort hún hafi leikið í sínum eigin leikritum. ,Ég hef einu sinni leikið í mínu eigin biaomnkki Leikritið Systur, sem frumsýnt var i Möguleikhúsinu við Hlemm í gær, fjallar um þrjár systur sem hittast við dánarbeð föður þeirra og gera upp ýmis mál úr fortíðinni. leikriti. Það var reyndar söngleikur sem heitir Kolrassa og af þvi að ég er söngkona þá lá það beint við en mér finnst skemmtilegast að sitja út í sal og sjá persónurnar kvikna til Hfs á sviðinu," segir Þórunn og bætir við KENNETH COLE new york Verð Verð kr. 14.500 kr. 10.500 Vfiró kr. 9.950 Verð Kr. 12.000 Verð kr. 13.900 UR&GULL Flröl • Mlöbaa Hafnarfjaröar • Slml: B66 4686 að það sé mjög góð tilfinning að sjá hugverk sitt taka á sig mynd. „Það sem mér finnst skemmtilegast er þegar leikararnir eða leikstjórinn hafa séð eitthvað í persónunum eða í verkinu sem ég hef ekki sjálf komið auga á þegar ég var að skrifa það. Það hefur aldrei komið mér illa á óvart heldur hefur alltaf verið mjög skemmtilegt að sjá einhverja nýja hlið á textanum eða persónunum," segir hún. Þórunn á von á því að meira eigi eftir að koma henni á óvart að þessu sinni en oft áður þar sem hún hafi haft mjög fá tækifæri til að fylgjast með æfingaferlinu. : Fleiri járn íeldinum Ástæðan fyrir því að Þórunn hefur lítið komið að æfingum á Systrum er sú að hún hefur verið að vinna að uppfærslu annars verks eftir sig, óp- eru í fullri lengd sem Tónlistarskól- inn i Reykjavík frumsýnir þann 22. apríl. Operan heitir Mærþöll og segir Þórunn að hún sé gamanópera með alvarlegu ívafi sem fjalli um herg- togadóttur sem grætur gulltárum. „Hún verður fyrir álögum sem leiða til þess að hún grætur gulli í stað þess að gráta tárum en hún verður einnig fyrir ýmsum öðrum álögum sem ekki eru eins jákvæð - en það er spurning hvort við leyfum áhorf- endum ekki bara að komast sjálfum að því hvað það er,“ segir Þórunn. Áðeins verða tvær sýningar á óp- erunni og verður sú seinni sunnu- daginn 23. apríl. Leikritið Systur er sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm og eru aðeins sex sýningar fyrirhug- aðar á því. Nánari upplýsinar má nálgast á heimasíðu Hugleiks www. hugleikur.is.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.