blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 4
4 I FRÉTTIR LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaftió blaðið—• Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: S1Q3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Spennandi að efla lífið í Viðey Svandís Svavarsdóttir, leiðtogi VG í Reykjavík, segist vera frekar jákvæð gagnvart þeim hugmyndum að flytja Árbæjarsafn út í Viðey. „Allar hugmyndir sem að lúta að því að færa eyjuna nær borginni eru mjög jákvæðar." Svandís segir hins vegar að mjög vel þurfi að huga að því hvað kemur i staðinn fyrir Árbæjarsafnið ef af þessari hugmynd verður. „Þetta svæði er auðvitað hluti af Elliðaárdalnum sem er mikilvægt útivistarsvæði fyrir borgarbúa ekki síður en Heiðmörkin og önnur slík svæði.“ Að sögn Svandísar hefur þeirri hugmynd verið velt upp innan VG, að yfir sumartímann verði skipulagðar bátsferðir um sundin. ,Bátarnir myndu þá stoppa í Graf- arvogi, Sundahöfn, Reykjavíkur- höfn, Viðey og hugsanlega á fleiri stöðum. Þannig yrðu þessar ferðir hluti af strætisvagnakerfi borgar- innar og myndu þær auka lífið á sundunum. Allar hugmyndir um að efla starfsemina í Viðey hljóma því spennandi án þess að ég hafi myndað mér endanlega skoðun á því hvort að þessi tiltekna leið sé nákvæmlega sú sem best sé að fara.“ Útlendingar hræddir við verkalýðshreyfinguna Stéttarfélög hafa ekki yfirsýn yfir kjör erlendra verkamanna eftir að ný lög tóku gildi. Þau eiga þó að tryggja að réttur þeirra sé ekki brotinn. h m m m m _B _ _ _ DlOOIO/jlcinOí I Perlan tekur a sig vestfirskan blæ Þeir sem leggja leið sína I Perluna í dag og á morgum geta búist við því að rekast á galdramenn, víkinga, vísindamenn og ferða- frömuði á vappi. Þar stendur nefnilega yfir sýningin Perlan Vestfirðir en markmið sýningarinnar er að kynna allt það besta sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða. Verkalýðsfélög standa þegar frammi fyrir þeim vanda að vita ekki á hvaða kjörum erlendir starfsmenn á félagssvæði þeirra vinna, og full- trúar stéttarfélaganna gagnrýna nýtt fyrirkomulag á eftirliti með að erlendir starfsmenn njóti réttra kjara hér á landi. Samkvæmt ný samþykktum lögum um frjálsa för launafólks geta íbúar þeirra þjóða sem fyrir fáum árum gengu í Evrópusam- bandið, svo sem Póllands og Litháen, komið hingað til lands án þess að fá útgefin sérstök atvinnuleyfi eins og áður tíðkaðist. Fyrirtæki sem ráða einstaklinga frá þessum löndum þurfa þó að skila ráðningarsamn- ingum til Vinnumálastofnunar sem metur hvort laun viðkomandi starfs- manns séu í samræmi við gildandi kjarasamninga. Eins og sagt var frá í Blaðinu í gær hefur Sigurður Bessason, formaður Eflingar, miklar efasamdir um ágæti þessa fyrirkomulags. Telja sig ekki tilbúna Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tekur undir þessar áhyggjur. „Þeir hafa ekki þá sérþekkingu Vilhjálmur Birgisson sem til þarf. Til að mynda eru fjöl- margir sérkjarasamningar í gildi á mínu félagssvæði sem stéttarfélagið hefur gert við einstök fyrirtæki. Vinnumálastofun hefur ekki beðið um þessa samninga og hefur engar upplýsingar um þá. Starfsmenn stofnunarinnar geta því ekki metið hvort ráðningasamningar erlendra starfsmanna uppfylla lágmarks- skilyrði þeirra. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef þá munu aðeins þrír starfsmenn hjá Vinnu- málastofnun sinna þessu verkefni. Ég skynja að þessir starfsmenn telja sig ekki i stakk búna til þess,“ segir Vilhjálmur. önnur lögmál sem gilda erlendis Og þetta er farið að skapa vandamál nú þegar. „1 vikunni komu til að mynd átta Litháar til starfa hjá fyrirtæki hér á staðnum. Ég frétti af þessum verka- mönnum fyrir tilviljun. Núna hef ég enga vitneskju um á hvaða kjörum þessir menn eru, enda ber fyrirtæk- inu engin skylda að láta mér þær upplýsingar í té. Áður hafði ég mun betri yfirsýn yfir þessi mál. Það eru ekki til kjarasamningar á tungmáli þessara manna þannig að þeir hafa ekki hugmynd um rétt sinn. Og þó að þeir hefðu einhverja hugmynd þá bætir á vandann að þeir eru oftar en ekki hreinlega hræddir við afskipti verkalýðshreyf- ingarinnar og leita ekki til hennar. I þeirra heimalandi gilda allt önnur lögmál, og til dæmis hafa þeir þá reynslu að ef leitað er til stéttarfé- laga er mönnum einfaldlega sagt upp störfum," segir Vilhjálmur. Ekki við stýrið? Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, segist ekld hafa verið við stýrið þegar skemmtibáturinn Harpa strandaði á Viðeyjarsundi í september sl. með þeim afleiðingum að tveir létust. Lögregla fékk misvísandi upplýs- ingar frá Neyðarlínunni í byrjun. Jónas var eigandi bátsins og er hann ákærður fyrir manndráp og líleamstjón af gáleysi og fyrir brot á siglingalögum. Einnig er hann ákærður fyrir að hafa vanrækt skyldur sínar sem skipstjóri bátsins og fyrir að gera ekki viðeigandi ráðstafanir til neyðarbjörgunar. Réttarhöld í málinu hófust í gær. Eiginkona Jónasar sagðist við vitnaleiðslur ekld geta staðfest að Jónas hefði verið við stýrið þegar slysið varð. Skömmu effir slysið hélt hún hins vegar öðru fram. Jónas heldur því fram að annar þeirra sem lést í slysinu hafi verið við stjórnvölinn. í gær kom einnig fram að Neyðarlínunni hafi strax verið tjáð að maður hefði látist f slysinu en þær upplýsingar skiluðu sér ekki til lögreglu. í heila klukku- stund taldi lögreglan því að ekki væri um neyðarástand að ræða. Tap RÚV fjórfaldast Ríkisútvarpið var á síðasta ári rekið með alls rúmlega 196 millj- óna króna tapi, en árið áður hafði tapið numið tæpum 50 millj- ónum króna. Þetta kemur fram 1 uppgjöri stofnunarinnar sem sent var Kauphöll Islands f gær. Tekjur RÚV í fyrra námu rúmum 3,5 milljörðum króna en árið áður námu þessar tekjur rúmum 3,4 milljörðum. 1 upphafi ársins var eigið fé rúmar 10 mflljónir króna en var neikvætt um rúmar 186 milljónir í lok ársins. „Þó svo að nokkur hækkun hafi orðið á auglýsinga- og kostunar- tekjum varð tekjuhækkun ársins minni en almenn kostnaðarþróun þar sem ekki fékkst hækkun á afnotagjaldi á árinu. Þá varð rekst- urinn þungur á árinu m.a. vegna liða sem ekki voru áætlaðir og varúðarafskrifta þeim tengdum. Á undanfórnum árum hefur Ríkis- útvarpið tekist á við stöðugan rekstr- arvanda sem má rekja til minnkandi rauntekna og skuldbindinga vegna greiðslna af lífeyrisláni. Þessi rekstr arvandi hefur ma. leitt til þess að fjár- festingar hafa orðið minni en skyldi. Fjárfestingar ársins voru 138,2 m.kr,“ segir meðal annars f uppgjörinu. Gæða sængur og heilsukoddar. Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavíle Mórkin 4, s: 533 3500 0 HeiðskírlC- LéttskýjaðÍA Skýjað....Alskyjað J-r-— Rigning, lítilsháttai r^gVHIqnlng^Súld Sn|ókomaÍ2C'., Slyddai£i, Snjóél ÉE?» Skúr iiii/jjlr Algarve 23 Amsterdam 20 Barcelona 20 Berlin 20 Chicago 07 Dublin 11 Frankfurt 22 Glasgow 16 Hamborg 20 Helsinki 17 Kaupmannahöfn 15 London 18 Madrid 18 Mallorka 19 Montreal 08 New York 15 Orlando 20 Osló 18 París 17 Stokkhólmur 16 Vín 17 Þórshöfn 08 Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands Á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.