blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 48

blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 48
48 I ÍPRÓTTIR LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaöið Draumurinn að komast í fremstu röð Daði Örn Heimisson, leikmaður íslenska landsliðsins ognýkrýndur Danmerkurmeistari í íshokkí, rœðir við Björn Braga Arnarsson um dvölina í Danmörku, vöxt íshokkís á íslandi ogframtíðarmöguleika sína í íþróttinni. Íshokkí hefur verið í miklum vexti á íslandi undanfarin ár. Eftir að skautahallir voru byggðar á Fróni hafa gríðarlegar framfarir orðið á islensku íshokkíi. Sífellt fleiri leggja stund á íþróttina og ný kynslóð ís- hokkíleikmanna er tekin við. Með sigri íslenska landsliðsins í 3. deild heimsmeistaramótsins, sem fram fór hér á landi á dögunum, voru upp- hafsorðin rituð í nýjan og spennandi kafla í íslensku íshokkíi. Daði Örn Heimisson er 22 ára og einn af lykilmönnum landsliðsins. Daði leikur með Herning IK sem er eitt elsta og jafnframt serkasta ís- hokkílið Danmerkur og á lið í bæði úrvalsdeild og 1. deild. Daði lék með því síðarnefnda í vetur og varð Dan- merkurmeistari. Hann segist hæst- ánægður með árangurinn en segir að takmarkið sé sett ennþá hærra. „Þetta opnar fyrst og fremst mjög margar dyr fyrir mér. Að hafa verið hjá Herning og unnið þessa deild á eftir að hjálpa mér mikið við að fá fullan samning,“ segir Daði. „Ég telst í raun ekki sem atvinnumaður núna en liðið sér þó um öll útgjöld Nú ætlum við að stækka allt að B IRiki afsláttur breytinga á versluninni verð; allar vörur selda með miklum afslætti næstu daga Kr. 99.500.- fyrir búnaði og öðru slíku. Þess vegna má frekar líta á þetta sem stökkpall fyrir mig til þess að kom- ast í eitthvað betra, hvort sem það verður að spila með úrvalsdeildar- liði Herning eða einhverju öðru liði í úrvalsdeildinni," segir Daði. Mikil samkeppni Daði hélt í víking til Danmerkur haustið 2004 og lék fyrsta veturinn með liði Árhus ásamt félaga sinum úr íslenska landsliðinu, Jóni Gísla- syni. „Við vorum þar í eitt ár og kynntumst þjálfara sem fór svo til Herning. Hann bauð mér að koma með sér og ég sló til,“ segir Daði. Hann segir það hafa verið mikið skref upp á við og þrátt fyrir að hann hafi enn ekki leikið með úrvalsdeil- arliðinu hefur hann æft mikið með því í vetur. Daði segir íshokkí vera í hópi vin- sælustu íþrótta Danmerkur og að fjölmargir efnilegir leikmenn séu að reyna að koma ár sinni fyrir borð á meðal þeirra bestu. Samkeppnin er því geysilega hörð, ekki síst hjá Hern- ing. „Það eru t.a.m. fjórir danskir landsliðsmenn að spila með úr- valsdeildarliði Herning. Danska landsliðið er í 16. sæti heimslistans og leikur í aðaldeildinni á heims- meistaramótinu, þannig að hér eru frábærir leikmenn,“ segir Daði og bætir við að markmið sitt sé að sjálf- sögðu að komast í fremstu röð og gera íshokkíið að atvinnu. „Það væri algjör draumur að Refefeian Sldpholt 36 Sírni 6881966 www.rtkkjan.is Olvymam «kkí 1 Mt okkmr *A tööa Mfl Aóþtðera Uísctcöl aö fá eööaa arefD. VISALán -MAGtTAOA« AFIORGAUtH 99..................... Það er orðið hægt að velja í liðið. Það eru ekki lengur bara einhverjir 20 valdirí landsliðið af því að þeir eru einu 20 mennirnir sem kunna íshokkí á íslandi," komast í fulla atvinnumennsku í Danmörku. Svo er Svíþjóð auðvitað hérna við hliðina á og þar er deildin ennþá betri. En í Danmörku er líka spilað mjög gott hokkí og hér eru margir útlendingar sem hafa verið að spila í úrvalsdeildinni í Svíþjóð og Finnlandi. Gæðin á dönsku ís- hokkíi eru stöðugt að verða betri,“ segir Daði. Þó íshokkíið eigi hug hans allan hefur Daði einnig nýtt dvölina í Danaveldi til þess að læra til smiðs. Ungur í landsliðinu Daði hóf að æfa íshokkí átta ára gamall en ásamt því stundaði hann knattspyrnu á uppvaxtarárunum. Á endanum þurfti hann þó að velja á milli. „Ég var í fótboltanum lengi vel, en var svo valinn í U-20 ára íshokkílandsliðið mjög ungur, að- eins 14 ára. Það var fyrsta árið sem útlendingur þjálfaði liðið og hann hefur greinilega séð eitthvað í mér. Blaöiö/Frikki Daði Örn Heimisson, vopnaður hokkíkylfu og guilverðlaununum fyrir HM sem hann hlaut fyrir sigur 13. deild heimsmeistaramótsins. bjorn@bladid.net inn á HM voru t.a.m. í kringum tvö þúsund manns í höllinni og alveg brjáluð stemmning. Þetta er nátt- úrulega allt annað en var áður en hallirnar komu,“ segir Daði. Landsliðið aldrei sterkara Með sigrinum á heimsmeistaramót- inu tryggði íslenska landsliðið sér sæti í 2. deild og segir Daði að liðið hafi sýnt það og sannað að þar eigi það heima. Liðið sigraði alla leiki sína á mótinu og rúsínan í pylsu- endanum var 9-0 burst á Tyrkjum, sem fyrifram voru taldir sterkasti andstæðingurinn. „Þetta átti að vera erfiðasti leikurinn en þeir áttu aldrei möguleika á móti okkur og við yfirspiluðum þá frá fyrstu mín- útu. Þarna small liðið vel saman og allt gekk upp,“ segir Daði. Hann segir að framtíðin sé björt i íshokkíinu á íslandi. „Við eigum marga góða íshokkíleikmenn í dag og landsliðið hefur aldrei verið sterkara. Það voru t.d. margir mjög góðir leikmenn sem komust ekki á heimsmeistaramótið en hafa svo sannarlega getu til að spila á svona mótum. Þetta er því orðið þannig að það er hægt að velja í liðið. Það eru ekki lengur bara einhverjir 20 valdir í landsliðið af því að þeir eru einu 20 mennirnir sem kunna íshokkí á íslandi,“ segir Daði og hlær. Alveg frá því að ég byrjaði að spila með landsliðinu hefur hokkíið verið númer eitt og smám saman datt fótboltinn út. Það var náttúrulega mikil hvatning að fara í landsliðið svona ungur,“ segir Daði. Hann segir ánægjulegt hversu mikið íshokkí hefur vaxið á Islandi á þeim árum sem hann hefur stundað íþróttina. „Hokkíið er að stækka frá ári til árs. Það eru fleiri að mæta í hallirnar þegar það er verið að spila og ljóst að gott starf hefur verið unnið hvað varðar kynningu á íþrótt- inni. Þegar við spiluðum úrslitaleik- DAVIDOFF GRfTIE... Th€ ntw fragranccs for hfcn for hcr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.