blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 18
18 I VERÖLDIN
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaöiö
Þannig ier um heimsins dýrð
FERÐASAGA
BRYNDÍSAR
IX. KAFLI
Þessa ógleymanlegu daga í Prag vökn-
uðum við yfirleitt eldsnemma við
óminn frá kirkjuklukkunum, sem
kölluðu hina trúuðu til morgunbæna.
Kirkjurnar voru yfirfullar af fólki,
sem virtist hlusta í tilbeiðslu á orð
drottins. Kannski voru þetta þó allt
ferðamenn eins og við, því að mér virt-
ust Pragbúar vera meira með hugann
við að græða en að þjóna guði. Allir
voru að reyna að selja eitthvað, og
selja dýrt. Það var eins og þeir væru
að reyna að ná sér niðri á þessu for-
réttindaliði, sem þekkti ekki muninn
á evru og koronu. Og það var sannar-
lega gaman að kíkja í búðir, því að
Tékkar eru miklir handverksmenn
og listasmiðir. Þeir skera út tré, móta
leir, sauma, hekla og prjóna. Allt gert
í höndunum, sem er munaður nútil-
dags í alþjóðavæddri Evrópu, þar sem
allt er „made in Taiwan or China“. Sér-
staklega fannst mér gaman að skoða
gráglettnar strengjabrúðurnar, sem
virðast spretta beint út úr ævintýrum
og sögum forfeðranna og vakna til
lífsins í höndum farandlistamanna,
sem bjóða þær síðan til sölu. Tékkar
eru fremri öllum í leikbrúðugerð, og
ég sé mest eftir því núna, að ég lét það
ekki eftir mér að kaupa eina til minn-
ingar. Þó svo að hún hefði kostað
heilt bílverð.
Ketill við suðumark.
Ég get ekki kvatt Prag án þess að segja
ykkur frá heimsókn okkar í safnið
um sögu kommúnismans. Ólíkt því,
sem var víðast hvar í Austur-Evr-
ópu, var kommúnistaflokkurinn
í Tékkóslóvakíu mjög öflugur í lok
stríðsins, og sameiginlega fengu
sósíaldemókratar og kommúnistar
mikinn meirihluta í frjálsum kosn-
ingum við stríðslok. Ginnungargapið
milli ríkra og fátækra og aldalöng
sólund sjálfsupphafinnar yfirstéttar
í hallir og lúxuslíf á vafalaust stóran
hlut í að skýra það. Gjáin milli ríkra
og fátækra blasir nú við í hinu nýja
lýðveldi. Það eina sem er nýtt, er að
hluti af valdastétt kommúnismans
er nú orðinn hluti af hinni nýríku
valdastétt kapitalismans. Spillingin
grasserar, og lágstéttirnar lepja aftur
dauðann úr skel. Og maður spyr: er
þetta sögulegt hlutverk byltingar-
innar? Upp úr hinu óbærilega ástandi
sprettur forystulið, sem fær stuðning
að neðan til að ryðjast inn í hallir for-
réttindanna og deila ránsfengnum?
Hver var það sem sagði: sósíalismi er
eins og ketill yfir eldi við suðumark?
Lokinu er lyft, og þrýstingnum létt
af. Gufan streymir upp, en svo setur
maður lokið á aftur og lækkar í suð-
unni? - GottefþaðvarekkiClemenc-
eau, hinn franski.
Þessa ógleymanlegu daga í Prag vöknuðum við yfirleitt eldsnemma við óminn frá kirkjuklukkunum, sem kölluðu hina trúuðu til morg-
unbæna.
Skurðgoðadýrkun.
Hvað skyldu eiginlega margar sty ttur
hafa verið gerðar af Vladimir Ulianov
Lenin eftir byltinguna miklu 1918? Og
hvar skyldu allar þessar styttur vera
niðurkomnar núna, næstum heilli
öld seinna? (Ég man eftir einni stórri
sty ttu af Lenin við aðalgötuna í Kænu-
garði í Ukraínu. Hann situr hátt uppi
og styður hönd á hné sér, horfir með
velþóknun yfir bílamergðina og fólk
á hlaupum og fólk í innkaupum. Hún
Tanja, sem var leiðsögukona okkar
þessa fáu daga í Kiev, sagði að þessi
stytta hefði fengið að standa fyrir
Varðan
veitir þér frítt
gulldebetkort
Kynntu þér hvað við getum gert meira fyrir þig á landsbanki.is.
Landsbankinn
Njóttu þess aö vera í Vörðunni
Einstöklist • Gjafabréf
náð og miskunn, en væri undir lög-
regluvernd dag og nótt. Menn hefðu
reynt í skjóli nætur að sprengja hana
í loft upp hvað eftir annað).
En við fórum sem sé á safnið um
sögu kommúnismans í Tékkóslóv-
akíu og vorum þar lengi dags. Það
var ekki auðfundið, þótt það væri
miðsvæðis við hliðargötu út frá aðal-
götunni í skugga af risastóru McDon-
aldsskilti. Það læddist að manni orð-
laus grunsemd: Er verið að fara úr
öskunni í eldinn?
Þarna blasti við skurðgoðadýrkun
kommúnismans í styttum af spá-
mönnum og dýrðlingum, Vladimir
Ilich Ulianov, kallaður Lenin, með
uppbrett nefið en eldmóðurinn
slokknaður í augunum. Þeir sögðu
hana hafa snúist til kommúnisma, af
því að eldri bróðir hans, Alexander,
var tekinn af lífi fýrir morðtilraun
við keisarann. Þarna var líka sty tta af
Stalín, en af einhverjum ástæðum lá
hún afvelta. Var það vegna viðgerða
eða til að undirstrika fallvaltleika
valdsins? Söguskýringin þarna sagði,
að Stalín hefði verið tækifærissinni,
sem gekk til liðs við byltinguna, af
því að hann eygði þar framavon. Þeir
slepptu alveg að segja frá því, hvað
mamma hans sagði, þegar hún var
spurð, hvort hún væri ekki stolt af syn-
inum. “Jú, jú, en ég var samt að gera
mér vonir um, að hann gæti orðið
biskup.” Því er nefnilega lítt haldið
á loft, að Stalin var guðfræðingur
að mennt. Og hvað sögðu þeir um
Marx? Að hann hefði verið glaum-
gosi á yngri árum og þess vegna
orðið staurblankur, en skrifað Das
Kapital til að ná sér niðri á auðvald-
inu. Söguskýringar af þessu tagi eru
að vísu varla pappírsins virði. Samt
er víst, að Marx hefði orðið milljóna-
mæringur af höfundarlaunum verka
sinna, hefði hann lifað til að njóta út-
breiðslu þeirra. Eru þetta ekki dæmi-
gerð örlög sígildra rithöfunda?
Martröð Kafka.
Þrátt fyrir yfirlætislegar söguskýr-
ingar af þessu tagi sagði safnið þó
athyglisverða sögu, þegar betur
var að gáð. Það lýsti því í mörgum
smáum myndum, hvernig pólitískt
kerfi, sem upphaflega skírskotaði
til drauma hinna bestu manna um
jafnrétti og frelsi, snerist upp í ógn-
arstjórn lögregluríkis. Hvernig mar-
tröðin í verkum Kafka frá fýrri hluta
20. aldar breyttist smám saman í
miskunnarlausan veruleika fólks í
hversdagslegu lífi. Við sáum inn í
eldhús húsmóðurinnar, sem reyndi
að búa til mat handa fjölskyldunni
úr engu; við sáum myndir af enda-
lausum biðröðum fyrir framan
tómar hillur skortsins. Það var sýnt
inn í skólastofuna, þar sem blessuð
börnin voru heilaþvegin í þessari
skurðgoðadýrkun fólskunnar. Okkur
var sýnt inn í skrifstofuveldi leyni-
lögreglunnar, sem fylgdist árvökul
með orðum og gerðum borgaranna,
stefndi þeim til yfirheyrslu og þröngv-
aði eða lokkaði til uppljóstrana um
náungann. Framan af var þetta brú-
talt ofbeldi: Pyntingar og aftökur án
dóms og laga. En smám saman var
eins og kerfið veslaðist upp, dráps-
fýsnin dofnaði og ógnarstjórnin sner-
ist um að viðhalda sjálfri sér. Átti
þá að lokum helst von á að deyja úr
einum saman leiðindum.
Þegar Góði dátinn Sveik er aftur
farinn að gera grín að yfirvaldinu,
eru dagar þess senn taldir. Og tími
hins fangelsaða að verða forseti í
nafni Flauelsbyltingarinnar var runn-
inn upp.
Bryndís Schram
disschram@yahoo.com
Verið velkomin! ABBA
Goll0rí Ooið virka
2-6
Opið virka daga kl. 13-18,
Laugardaga kl. 13 -16
Hvað skyldu eiginlega margar styttur hafa verið gerðar af Vladimir Ulianov Lenin eftir
byltinguna mikiu 1918?