blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 16
16 I DEIGLAN LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaðið Varöan veitir þér betri kjör viö bíla- fjármögnun Kynntu þér hvaö við getum gert meira fyrir þig á landsbanki.is. Landsbankinn Njóttu þess aö vera í Vöröunni Austurver Opið alla daga ársinstil kl. 24 Mán.-fös. kl. 8-24 Helgar og alm. frídaga 10-24 JL-húsið Mán.-fös. kl. 9-21 Helgar 10-21 Kringlan 1. hæð Mán.-mið. kl. 10-18:30, fim. 10-21, fös. 10-19, lau. 10-18, sun. 13-17 tÉ Opið lengur Starfsmannastjórnun Fjölskylduíjör í Heiðmörk Á laugardögum í maí býður Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur upp á fjöl- breytta fræðsludagskrá í Heiðmörk. Fræðslan verður miðuð að börnum og fjölskyldufólki og er öllum opin og ókeypis. Fyrsta gangan verður í dag um lífriki Elliðavatns þar sem Jón Kristjánsson fiskifræðingur mun leiða gesti í allan sannleikann um undur þessa merka vatns við borg- armörkin. Veiðin er hafin í Elliða- vatni og því er hægt að taka með sér veiðistöngina. Allar göngurnar eru léttar og á færi barna sem fullorðinna. Göng- urnar hefjast allar við Elliðavatns- bæinn kl n alla laugardaga í maí. Nánari upplýsingar á www.heid- mork.is Rússneskt diskó 6. maí á Café Cultura Rússneskt maí-diskó verður haldið laugardagskvöldið 6. maí á Café Cultura frá kl. 23 til 4. Rússnesk diskókvöld hafa fest sig í sessi á Café Cultura og er kvöldið tileinkað ástinni og verkalýðnum. DJ Sergey mun spila nútíma rússneska popp- tónlist og nýjar útgáfur af sovéskri tónlist fram eftir nóttu. Allt í nafni ástarinnar og réttlætisins. Allir velkomnir. Hvernig velur þú hæfasta fólkið Jón Kr. Gíslason og þjálfun sem nýtist vel? Hagvangur býður þér á morgunverðarfund á Nordica hotel, fimmtudaginn 11. maí, kl. 8-10. Fjallað verður um mats- og þróunarstöðvar (e. assessment center, development center) sem bjóða upp á gagnlegustu aðferðina til að greina hæfni einstaklinga við ráðningar og stöðuhækkanir, sem og þjálfunarþörf og skipulagningu starfsferils. Rætt verður um hvað felst í aðferðinni og hvemig skipulag og uppbygging þarf að vera. Kynnt verða helstu verkfæri sem notuð eru, svo sem persónumat, greindarpróf og sértæk verkefni. Einnig verður rætt um matsstöðvar í íslensku atvinnulífi með tilliti til hagnýtingar og kostnaðar. Fyrirlesarar: Albert Amarson, M.Sc. í vinnusálfræði, ráðgjafi hjá Hagvangi Baldur G. Jónsson, M.Sc. í vinnusálfræði og MBA, verkefnastjóri ráðgjafasviðs Hagvangs Jón Kr. Gíslason, starfsmannastjóri Össurar fjallar um nýtingu mats- og þróunarstöðva hjá Össuri. Mats- og þróunarstöðvar auðvelda fyrirtækjum að: • Ráða hæfustu starfsmennina og þróa starfsferil þeirra • Skipuleggja arftakakerfi • Þjálfa starfsmenn til stjórnunarstarfa • Skipuleggja þjálfun út frá hagsmunum fyrirtækisins Fundurinn hefst með morgunverði kl. 8.00 og honum lýkur kl. 10.00. Vinsamlegast staðfestu komu þína með því að senda tölvupóst á netfangið berglind@hagvangur.is fyrir 10. maí. Nánari upplýsingar á hagvangur.is ■ HAGVANGUR - viö ráöum Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík Simi 520 4700 • www.hagvangur.is Aðalheiður Guðm.undsdóttir stundakennari við Háskóla fslands og Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur eru meðal fyrirlesara á málþingi um íslensk ævintýri sem fram fer í Þjóðminjasafninu í dag. Ævintýralegt málþing Málþing um íslensk ævintýri á vegum Félags þjóðfræðinga á ís- landi í samvinnu við Þjóðminja- safn íslands og Stofnun Árna Magnússonar á íslandi verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminja- safnsins í dag kl. 13-16:45. Á málþinginu munu stíga á svið fræðimenn í þeim tilgangi að gefa áheyrendum innsýn í hin fjöl- brey tilegustu rannsóknarefni sem tengjast íslenskum ævintýrum. Málþingið er tileinkað minningu Hallfreðar Arnar Eiríkssonar, fyrrum sérfræðings á Árnastofnun, sem m.a. safnaði ævintýrum og rannsakaði. { tengslum við mál- þingið verður sett upp örsýning á munum sem tengjast ævinýrum á einhvern hátt, skráningu þeirra, útgáfu og rannsóknum. Sýningin verður í fyrirlestrarsalnum, og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að skoða gripina, en einnig gefst kostur á að virða þá fyrir sér í kaffihléi. Aðalheiður Guðmundsdóttir stundakennari við Háskóla ís- lands er á meðal þeirra sem verða með erindi á ráðstefnunni. Hún segir kveikjuna að málþinginu hafa verið þá að sýna ævintýra- rannsóknir út frá sem flestum hliðum. „Við viljum reyna að sýna fólki hvað þeir sem eru að rann- saka ævintýri eru að fást við þau út frá ólíkum sjónarhornum. Þess vegna er hver fyrirlestur með sínu sniði," segir Aðalheiður og bendir á að fyrirlesarar komi úr ólíkum greinum. „Þarnaerþjóðfræðingur, uppeldisfræðingur, frönskufræð- ingur, íslenskufræðingar og bók- menntafræðingur. Þetta er mjög fjölbreytt miðað við að þetta eru aðeins sex fyrirlestrar," segir hún. Rannsóknir sífellt fagmannlegri Segja má að málþingið sé til marks um þá grósku sem átt hefur sér stað í rannsóknum á þessu sviði á undanförnum árum og að stöð- ugt sé hægt að velta upp nýjum flötum á gömlum og þekktum ævintýrum. „Bæði erlendis og hjá okkur verða rannsóknir á ævin- týrum sífellt fagmannlegri. Fólk er að líta á félagslegt hlutverk þeirra, leita að sálfræðilegri merk- ingu og athuga hvaða erindi æv- intýrin eiga til nútímabarna. Það eru ýmsar krefjandi spurningar sem velt er upp. Fólk er farið að nálgast ævintýrin á sambærilegan hátt og gert er erlendis,“ segir Aðal- heiður en slær þó þann varnagla að ævintýrarannsóknir séu mjög mislangt komnar eftir löndum. Sjálf hefur Aðalheiður kennt nám- skeið um ævintýri við Háskóla Is- lands og segir nemendur sýna efn- inu mikinn áhuga. „ Þegar maður fær 35 manns á einu bretti á nám- skeið sem fjallar um ævintýri þá vekur það fólk náttúrlega til vit- undar um hvað er hægt að gera og hvaða möguleikar eru í boði og ég veit að ég smitaði nokkra mjög rækilega í þessu námskeiði,“ segir Aðalheiður og bætir við að það hafi verið eins og nýr heimur hafi opnast fyrir fólki. Meðal þess sem Aðalheiður og nemendur hennar hafa unnið að er ítarleg skrá yfir öll íslensk æv- intýri sem hafa verið prentuð og efnisútdrátt úr þeim. Hún verður kynnt á málþinginu á morgun. Safnaði ævintýrum Málþingið er tileinkað minningu Hallfreðar Arnar Eirkíkssonar sem starfaði lengi við Árna- stofnun. „Hann var mjög ötull við að fara um landið og safna efni og allt hans safn er varðveitt á segul- bandssafni og þar af eru um það bil 300 upptökur af ævintýrum sem eru bara til á spólum," segir Aðalheiður og bætir við að þetta efni hefði örugglega glatast ef hann hefði ekki unnið þetta starf. „Það er aðeins búið að prenta ör- fáar af sögunum hans og þarna er því mikill efniviður,“ segir Að- alheiður og bendir á að Rósa Þor- steinsdóttir þjóðfræðingur hafi unnið að skráningu safnsins og nú sé hægt að nálgast yfirlit yfir safnið á Internetinu og leita í því eftir ýmsum leiðum. Samhliða málþinginu verður sett upp sýning í Þjóðminjasafn- inu á ýmsum munum sem tengj- ast ævintýrum. Sýningin stendur aðeins þennan eina dag og verða menn því að mæta á morgun vilji þeir ekki missa af henni. „Þarna verða aðallega munir frá Hallfreði eins og upptökutæki, spólur og bækur sem hann hefur skrifað. Einnig verða þarna munir sem við fundum í Þjóðminjasafninu og tengjast ævintýrum eins og mynd- skreyttar ævintýrabækur, leik- brúður, púsluspil, glansmyndir og annað slíkt,“ segir Aðalheiður að lokum. Aðgangur að málþinginu er ókeypis og eru allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.