blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 38
38 I MENNING
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaðiö
Maðurinn í náttúrunni - náttúran í manninum
Sýning á verkum Guðmundar Ein-
arssonar frá Miðdal (1895-1963)
verður opnuð í Gerðarsafni og Nátt-
úrufræðastofnun Kópavogs í dag kl.
15 og stendur til 2. júlí. Sýningin er
liður í Kópavogsdögum sem hófust
fyrr í vikunni.
Listasafn Kópavogs - Gerðar-
, safn - og Náttúrufræðistofa Kópa-
vogs efna til sýningar á verkum
listamannsins í anddyri og sölum
beggja stofnananna. Þar er að finna
úrval olíumynda, vatnslitamynda
og skúlptúra í eigu einkaaðila, stofn-
anna og safna. Einnig eru sýndar
þar allmargar og afar sjaldséðar
grafíkmyndir ásamt fjölmörgum
leirmunum sem búnir voru til í List-
vinahúsinu frá um það bil 1930 til
1956 en Guðmundur var brautryðj-
andi á íslandi í þessum listgreinum.
íslensk náttúra og mannlíf, Samar
í Finnlandi, Grænland, Alpar og evr-
ópskar borgir - allt þetta og meira til
eru myndefni Guðmundar frá Mið-
dal sem var einn af kunnari mynd-
listarmönnum landsins á sinni tíð.
Á morgun kl. 13-15 verður haldið
málþing um Guðmund og list hans í
Salnum í Kópavogi. Þar verða tónlist-
aratriði, framsaga og umræður, auk
þess sem sýnd er heimildarmyndin
Maður eigi einhamur sem fjallar
um æviferil listamannsins.
Fjölbreytt menningar-
dagskrá í Kópavogi
Margt fleira verður í boði á Kópa-
vogsdögum um helgina. Boðið
verður upp á franska píanótónlist
fyrir tvo í Salnum í dag kl. 13. Nína
Margrét Grímsdóttir og Sólveig
Anna Jónsdóttir leika píanótónlist
fyrir tvo flygla eftir tónskáldin
Fauré, Debussy og Milhaud.
Tónleikarnir eru liður í tónleika-
röð kennara Tónlistarskóla Kópa-
vogs - TKTK. I kvöld kl. 20 verður
síðan efnt til sellótónleika í Salnum.
Guðný Jónasdóttir sellóleikari
kemur fram á tónleikunum sem eru
þeir síðustu í röð útskriftartónleika
Aloe.verslunin.net
sími:8696448
Sjálfstæður dreifingaraðili
á Forever Living Products
.VÖRU KAFFIVÉL
Hamraborg 1,200 Kópavogi
s:554 6054
Aloe Vera heilsudrykkur
Góður vió ristil, maga og húðvandamálum,
styrkir ónæmiskerfiö og er bólgueyðandi.
Þú getur hiklaust prófað vörurnar frá okkur,
það er 60 daga skilyrðislaus skilafrestur.
BIM/Frikki
I dag verður opnuð sýning á verkum Guðmundar frá Miðdal í Gerðarsafni og Náttúru-
fræðstofu Kópavogs. Verkin eru af ýmsum toga enda kom Guðmundur víða við á ferli
sínum.
Listaháskóla íslands í vor. Á efnis-
skrá á tónleikum Guðnýjar verða
leikin verk eftir Bach, Dvorák, De-
bussy og Paul Hindemith. Píanóleik-
arinn Richard Simm er meðleikari á
tónleikunum.
Þá munu fimmtán listamenn sem
búa í bænum opna dyr sínar almenn-
ingi í dag og á morgun milli kl. 14 og
17. Á vef Kópavogsbæjar kopavogur.
is er hægt að sjá hverjir listamenn-
irnir eru og hvar þeir eru til húsa.
Kvika úr búri
Sýning á verkum Arnar Þorsteins-
sonar myndhöggvara verður opnuð
í öllum sölum Hafnarborgar, menn-
ingar- og listastofnunar Hafnar-
fjarðar, í dag kl. 15.
Örn sýnir nú bæði ný og nokkur
eldri verk steypt í ál, brons og járn.
Sum verkanna urðu til í Noregi og
voru upphaflega mótuð í tré, önnur
urðu til á Grænlandi og á Islandi og
voru meðal annars höggvin í stein.
Einnig verða á sýningunni
nokkur eldri málverk og teikn-
ingar sem afar forvitnilegt er að
skoða með hliðsjón af nýrri verkum
listamannsins.
Jón Proppé skrifar í sýningar-
skrá. Þar segir meðal annars: „Starf
Arnar Þorsteinssonar er orðið
mikið. Sýnngarferill hans spannar
þrjá og hálfan áratug og semhengi
verka hans nær órofið, svipir þeirra
sterkir og öll úr-
vinnsla í senn
þróttmikil og
fáguð. Á þessari
sýninguíHafnar-
borg teflir hann
fram nýjum
verkum þótt
nokkur eldri fái
að fljóta með.
Frummyndir
flestra hefur hann höggvið í stein
þótt hann síðan vinni þær áfram í
málma og í hugmyndavinnu sinni
beitir hann líka teikningu og auð-
mótanlegu vaxi.“
Sýningin „Kvika úr búri - högg-
myndir“ er opin alla daga nema
þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og á
fimmtudögum er opið frá kl. 11 til
21. Sýningunni lýkur mánudaginn
29. maí.
Tónleikar i Hafnarborg
Hlíf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur
Valsson fiðluleikarar leika 44 dúó
eftir Béla Bartók á fiðlur franska
fiðlusmiðsins Christophe Landon á
tónleikum í Hafnarborg á morgun,
sunnudag, kl. 20. Kominn er út
geisladiskur með leik Hlífar og Hjör-
leifs á dúóunum sem hefur þegar
hlotið afar góða dóma tónlistargagn-
rýnenda hérlendis og erlendis.
Hlíf Sigurjónsdóttir stundaði
framhaldsnám við Háskólana í Indi-
ana og Toronto og við Listaskólann
í Banff og siðar sótti hún tima hjá
Gerald Beal í New York. Á náms-
árum sínum kynntist hún og vann
með mörgum merkustu tónlistar-
mönnum síðustu aldar, þar á meðal
William Primrose, Zoltan Szekely,
Gyorgy Sebok, Rucciero Ricci og
Igor Oistrach. Hún hefur haldið
fjölda einleikstónleika og leikið
með sinfóníuhljómsveitum, kamm-
ersveitum og minni hópum.
Hjörleifur Valsson lauk einleik-
araprófi frá tónlistarháskólanum í
Ósló árið 1993 og hlaut þá styrk frá
tékkneska ríkinu til náms við Prag
konservatoríið. Þar nam hann fiðlu-
leik og kammertónlist í þrjú ár, auk
þess að leika með ýmsum kammer-
hópum og hljómsveitum þar í borg.
Varðan
veitir þér
realulea
tilboð
Kynntu þér hvað við getum gert meira fyrir þig á landsbanki.is.
___Landsbankinn
Njóttu þess aö vera í Vöröunni