blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 38
38 I MENNING LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaðiö Maðurinn í náttúrunni - náttúran í manninum Sýning á verkum Guðmundar Ein- arssonar frá Miðdal (1895-1963) verður opnuð í Gerðarsafni og Nátt- úrufræðastofnun Kópavogs í dag kl. 15 og stendur til 2. júlí. Sýningin er liður í Kópavogsdögum sem hófust fyrr í vikunni. Listasafn Kópavogs - Gerðar- , safn - og Náttúrufræðistofa Kópa- vogs efna til sýningar á verkum listamannsins í anddyri og sölum beggja stofnananna. Þar er að finna úrval olíumynda, vatnslitamynda og skúlptúra í eigu einkaaðila, stofn- anna og safna. Einnig eru sýndar þar allmargar og afar sjaldséðar grafíkmyndir ásamt fjölmörgum leirmunum sem búnir voru til í List- vinahúsinu frá um það bil 1930 til 1956 en Guðmundur var brautryðj- andi á íslandi í þessum listgreinum. íslensk náttúra og mannlíf, Samar í Finnlandi, Grænland, Alpar og evr- ópskar borgir - allt þetta og meira til eru myndefni Guðmundar frá Mið- dal sem var einn af kunnari mynd- listarmönnum landsins á sinni tíð. Á morgun kl. 13-15 verður haldið málþing um Guðmund og list hans í Salnum í Kópavogi. Þar verða tónlist- aratriði, framsaga og umræður, auk þess sem sýnd er heimildarmyndin Maður eigi einhamur sem fjallar um æviferil listamannsins. Fjölbreytt menningar- dagskrá í Kópavogi Margt fleira verður í boði á Kópa- vogsdögum um helgina. Boðið verður upp á franska píanótónlist fyrir tvo í Salnum í dag kl. 13. Nína Margrét Grímsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir leika píanótónlist fyrir tvo flygla eftir tónskáldin Fauré, Debussy og Milhaud. Tónleikarnir eru liður í tónleika- röð kennara Tónlistarskóla Kópa- vogs - TKTK. I kvöld kl. 20 verður síðan efnt til sellótónleika í Salnum. Guðný Jónasdóttir sellóleikari kemur fram á tónleikunum sem eru þeir síðustu í röð útskriftartónleika Aloe.verslunin.net sími:8696448 Sjálfstæður dreifingaraðili á Forever Living Products .VÖRU KAFFIVÉL Hamraborg 1,200 Kópavogi s:554 6054 Aloe Vera heilsudrykkur Góður vió ristil, maga og húðvandamálum, styrkir ónæmiskerfiö og er bólgueyðandi. Þú getur hiklaust prófað vörurnar frá okkur, það er 60 daga skilyrðislaus skilafrestur. BIM/Frikki I dag verður opnuð sýning á verkum Guðmundar frá Miðdal í Gerðarsafni og Náttúru- fræðstofu Kópavogs. Verkin eru af ýmsum toga enda kom Guðmundur víða við á ferli sínum. Listaháskóla íslands í vor. Á efnis- skrá á tónleikum Guðnýjar verða leikin verk eftir Bach, Dvorák, De- bussy og Paul Hindemith. Píanóleik- arinn Richard Simm er meðleikari á tónleikunum. Þá munu fimmtán listamenn sem búa í bænum opna dyr sínar almenn- ingi í dag og á morgun milli kl. 14 og 17. Á vef Kópavogsbæjar kopavogur. is er hægt að sjá hverjir listamenn- irnir eru og hvar þeir eru til húsa. Kvika úr búri Sýning á verkum Arnar Þorsteins- sonar myndhöggvara verður opnuð í öllum sölum Hafnarborgar, menn- ingar- og listastofnunar Hafnar- fjarðar, í dag kl. 15. Örn sýnir nú bæði ný og nokkur eldri verk steypt í ál, brons og járn. Sum verkanna urðu til í Noregi og voru upphaflega mótuð í tré, önnur urðu til á Grænlandi og á Islandi og voru meðal annars höggvin í stein. Einnig verða á sýningunni nokkur eldri málverk og teikn- ingar sem afar forvitnilegt er að skoða með hliðsjón af nýrri verkum listamannsins. Jón Proppé skrifar í sýningar- skrá. Þar segir meðal annars: „Starf Arnar Þorsteinssonar er orðið mikið. Sýnngarferill hans spannar þrjá og hálfan áratug og semhengi verka hans nær órofið, svipir þeirra sterkir og öll úr- vinnsla í senn þróttmikil og fáguð. Á þessari sýninguíHafnar- borg teflir hann fram nýjum verkum þótt nokkur eldri fái að fljóta með. Frummyndir flestra hefur hann höggvið í stein þótt hann síðan vinni þær áfram í málma og í hugmyndavinnu sinni beitir hann líka teikningu og auð- mótanlegu vaxi.“ Sýningin „Kvika úr búri - högg- myndir“ er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og á fimmtudögum er opið frá kl. 11 til 21. Sýningunni lýkur mánudaginn 29. maí. Tónleikar i Hafnarborg Hlíf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Valsson fiðluleikarar leika 44 dúó eftir Béla Bartók á fiðlur franska fiðlusmiðsins Christophe Landon á tónleikum í Hafnarborg á morgun, sunnudag, kl. 20. Kominn er út geisladiskur með leik Hlífar og Hjör- leifs á dúóunum sem hefur þegar hlotið afar góða dóma tónlistargagn- rýnenda hérlendis og erlendis. Hlíf Sigurjónsdóttir stundaði framhaldsnám við Háskólana í Indi- ana og Toronto og við Listaskólann í Banff og siðar sótti hún tima hjá Gerald Beal í New York. Á náms- árum sínum kynntist hún og vann með mörgum merkustu tónlistar- mönnum síðustu aldar, þar á meðal William Primrose, Zoltan Szekely, Gyorgy Sebok, Rucciero Ricci og Igor Oistrach. Hún hefur haldið fjölda einleikstónleika og leikið með sinfóníuhljómsveitum, kamm- ersveitum og minni hópum. Hjörleifur Valsson lauk einleik- araprófi frá tónlistarháskólanum í Ósló árið 1993 og hlaut þá styrk frá tékkneska ríkinu til náms við Prag konservatoríið. Þar nam hann fiðlu- leik og kammertónlist í þrjú ár, auk þess að leika með ýmsum kammer- hópum og hljómsveitum þar í borg. Varðan veitir þér realulea tilboð Kynntu þér hvað við getum gert meira fyrir þig á landsbanki.is. ___Landsbankinn Njóttu þess aö vera í Vöröunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.