blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 28
28 I MATUR LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaAÍÖ ÖNDVEGISELDHÚS RAGGA ÓMARS, MATREIÐSLUMEISTARA Hvítlaukur i matargerð Hér kemur smá glaðningur fy rir hvít- lauksaðdáendur sem geta ekki verið án hvítlauks í matnum því að ég ætla að fara aðeins yfir hvernig er hægt að nota hvítlauk á mjög sérstakan hátt. Það er að baka hvítlaukinn heilann inni í ofni í 30 mín á i8o°c eða þar til hann verður alveg mjúkur inni i miðju. Síðan er hvítlauksmaukið kreist úr honum og notað í alls kyns rétti. Þannig verður hvítlaukurinn töluvert öðruvisi á bragðið, það er að segja hann mildast og verður aðeins sætari. Síðan er hægt að nota þetta eins og hvítlauksstauk inni í kæli og kreist smá hvítlauk í hvert sinn sem manni langar að bragðbæta eitthvað „sniðugt"! Þetta er algjör snilld á hvítlauks- brauðið, þá er maukið hrært út í smjör eða olíu og smurt á og bakað. Þetta er skemmtilegur bragðgjafi í alla pastarétti og einnig meiriháttar gott með lambi. Þegar við byrjum á því að fara yfir grillmatinn í þessum pistlum þá fjalla ég um hvítlauks- krem með nokkrum uppskriftum því þetta er gott með öllum grillmat eins og fiski, grænmeti, kjöti eða bara hverju sem er. Hérna fylgir með uppskrift af léttum og bráðhollum pastarétti með steiktum hlýra og hvítlauks-grænmetissósu Fyrír fjóra Hvítlauksgrænmetissósan: 1 stk laukur(fínt saxaður 2 stk tómatar (skorin ígrófa bita) 4 msk grillaður eggaldin (hcegt að fá mjöggóða í krukku) 1 msk hvítlauksmauk (úr bökuðum hvítlauk) 1 msk söxuð steinselja safi úr hálfri sítrónu 4 msk ólífuolía Aðferð Steikið laukinn í 1/3 af olíunni, bætið tómötunum, eggaldinum og hvítlauksmaukinu út á pönnuna og blandið létt saman í 1-2 mín. Þá er restinni bætt út á og blandað vel saman. Smakkið til með salti og ný- muldnum svörtum pipar. Hlýrinn 800 g hlýri (roðflettur og beinhreinsaður) salt og pipar ólífuolia Skerið hlýrann í mátulega bita og steikið á rjúkandi heitri pönnu í ólífuolíunni á öllum hliðum þar til að fiskurinn er tilbúinn. Kryddið með salti og pipar. Borið fram með uppáhaldspasta og salati. Kveðja, Raggi Ef lesendur hafa einhverjar spurningar eða óskir um uppskriftir endilega hafið sam- band við raggio@simnet.is BlaHiS/StemorHugi Konur athugið! Bylting í öryggismálum! IJkt og með menn pd eru rútur einfalda ekki allar jafn öruggar. Bjóðum ápriðja tugafnýjum oggóðum bílum með priggja punkta öryggisbeltum í öllum sœtum. Hafðu sam- band og sérpantaðu einn slíkan fyrir pá sem pér pykir vænt um. Gudmundur www.gtyrfingsson.is - S. 568 1410 / 482 1210 - Grænir oggóðir ;) BÖRN& UPPELDI Miðvikudaginn 10. mai blaöió Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Magnús G Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.