blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 34

blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 34
34 I TÓMSTUNDIR LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaðÍA ENDA S A M R Á Ð !!!!!! /-Á Efþú hefur vit í kollinum þá er tvennt sem blífur, aö hætta að nota bflinn og að eiga góðan hjálm.. imvoncaasE alvöru fjallahjól Switchback SX 34.900 Stell: 6061 Ál Framdempari Spinner Grind 2,70 slaglengd stillanlegur Gírar SRAM ESP 3.0 21 gíra Rockadile Al 2006 28.900 Stell: 6061 Framdempari SpinnerGrind 2.70mm Slaglengd stillanlegur Gírar SRAM ESP 3.0 21 glra tssmasssg Wing Comp 2006 sumartilboð 39.90 (áður 49.900) Stell: 6061 Ál/Cro-mo Framdempari RST Gila T6,100mm Afturdempari KS-290 coil over shock Glrar Shimano Altus 24 glra Hjólað í vinnuna - allan ársins hring BIM/SteinarHugl Morten Lange formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir aðstæður hjólreiðamanna hafa batnað á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum en alltaf megi þó gera betur. Þó að flestir dusti rykið af reiðhjólum sinum þegar tekur að vora og koma þeim fyrir inni í geymslu um leið og fyrstu laufin falla eru margir sem hjóla allan ársins hring. Morten Lange formaður Landssamtaka hjól- reiðamanna fyllir þennan flokk en hann fer hjólandi nær allra sinna ferða hvort sem er að vetri til eða sumri. „Það er ekki svo löng leið fyrir mig í vinnuna þannig að þetta er kannski auðveldara fyrir mig en marga aðra. Það eru dæmi um fólk sem þarf að fara miklu lengri leiðir. Ég veit til dæmis um einn sem þarf að hjóla milli Keldnaholts og miðbæj- arins og gerir það allan ársins hring,“ segir Morten. Sinnir innkaupum hjóiandi Morten segist meðal annars sinna inn- kaupum á hjólinu og er hjólið útbúið sérstökum töskum til þess. „Það eru takmörk fyrir því hvað maður kemur miklu fyrir en það væri hægt að vera með kerru ef maður vildi vera með meira. Einnig er hægt að vera með sæti eða kerru fyrir litla krakka, til dæmis til að fara með þá á leikskóla,“ segir Morten. Morten segir nauðsynlegt að vera vel útbúinn ef maður ætlar að nota reiðhjólið til daglegra samgangna. Bæði þurfi hjólreiðamaðurinn sjálfur að vera vel klæddur miðað við að- stæður en ekki er síður mikilvægt að hjólið sé vel búið. „ Ljós eru nauðsyn- leg að vetri til og það er mikill kostur að hafa nagladekk þegar það er hálka. Á stígum er oft þunnur ís sem maður sér varla og stundum liggur bleyta á isnum. Þá finnur maður mikinn mun eftir því hvort maður er á nagla- dekkjum eða ekki,“ segir Morten. Aðstæður hafa batnað Morten segir að mokstur á göngu- og hjólreiðastígum hafi batnað á þeim stöðum sem hann fer um í borginni en ekki hafi þó allir sömu sögu að segja. „Sumir lenda í því að það er rutt beint af götum upp á gangstétt og þá er erfiðara að komast leiðar sinnarsegir hann. Morten segir að aðstæður hjólreiða- manna á höfuðborgarsvæðinu hafi al- mennt batnað mjög á undanförnum árum. „Meðal þess sem hefur verið gert er lagning útivistarstíga sem meðal annars nýtast til samgangna. Fjölgun hverfa þar sem 30 km há- markshraði er í gildi hefur einnig gert það að verkum að auðveldara er að hjóla. Þá er umferðin ekki eins ógnandi," segir hann. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist vantar margt upp á að aðstæður hjól- reiðafólks verði eins og best er á kosið á höfuðborgarsvæðinu. Margir hjól- reiðamenn hafa meðal annars bent á að bæta þurfi tengingar á milli borg- arhluta. Morten tekur undir þetta en bætir við að verið sé að vinna í þessum málum sums staðar. „Núna er til dæmis verið að verið að vinna að tengingu á milli Reykjavíkur og Kópavogs við Arnarnesvog. Það tekur langan tíma en ég reikna með að því verði að minnsta kosti lokið fyrir haustið,“ segir hann. Ekki tekið tillit til hjólreiðamanna Morten segir að hjólreiðamenn séu ennfremur ekki sáttir við hvernig staðið sé að framkvæmdum við ný samgöngumannvirki á höfuðborg- arsvæðinu. „Það sem er verst fyrir okkur er að framkvæmdir standa yfir allt sumarið og þar er oftar en ekki hálfgert drullusvað fyrir gangandi og hjólandi á þeim tíma sem flestir vilja ferðast um með þeim hætti,“ segir Morten. „Þegar mannvirkin eru síðan tilbúin gera þau okkur oftar en ekki erfiðara fyrir að komast leiðar okkar. Það er ekki reiknað með að fólk fari beint yfir þessar hraðbrautir heldur þurfa menn að taka á sig stóran sveig yfir brýr eða í gegnum undirgöng. Við nýju Hringbrautina er til dæmis brú með miklum krús- ídúllum en ekki virðist vera gert ráð fyrir því að maður fari beint yfir,“ segir hann. Ad hverju þarf að huga áður en lagt er af stað? Gakktu úr skugga um að hjólið sé í góðu ástandi eftir að hafa legið inni í geymslu um veturinn. Skynsamlegt er að yfirfara hjólið og athuga að allt virki eins og það á að gera. Láttu fag- menn yfirfara hjólið ef þess er þörf. Útvegaðu þér góðan hjólreiða- hjálm ef þú átt ekki einn slíkan fyrir enda hefur reynslan sýnt að hjálmur getur komið í veg fyrir alvarleg höf- uðmeiðsl og jafnvel bjargað manns- lífum. Höfuðmeiðsl eru alvarlegustu áverkar sem hljótast við hjólreiðaslys og þó að hjálmurinn komi ekki í veg fyrir slysin geta þeir dregið úr alvar- leika þeirra og minnkað líkurnar á alvarlegum höfuðmeiðslum um allt að 80%. Vertu vel útbúinn. Á íslandi er allra veðra von og því nauðsynlegt að eiga skjólgóðar og vatnsheldar flíkur til að klæðast við hjólreiðar, sérstaklega þegar lagt er í lengri ferðir. Reiðhjóla- og útivistarverslanir selja oft hent- ugan klæðnað og aðra auícahluti fyrir hjólreiðamenn. Börn og hjólreiðar Afar brýnt er að börn hjóli aðeins á öruggum svæðum og fjarri umferð. Börnum upp að 15 ára aldri ber að nota viðurkennda öryggishjálma við hjólreiðar. Höfuð barns eru hlutfalls- lega stórt og þungt miðað við aðra líkamshluta þess og því viðkvæmara fyrir höfuðáverkum auk þess sem börn bera síður fyrir sig hendur þegar þau detta. r Varöan veitir þér 1 feröafríöind • 1 Kynntu þér hvað við getum gert meira fyrir þig á landsbanki.is. L Landsbankinn Njóttu þess að vera í Vörðunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.