blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 27

blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 27
blaðið LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 FJÖLMIÐLAR I 21 Fyrsta Blaðinu flett: Karl Garðarsson ritstjóri, Sigurður G. Guðjónsson stjórnarformaður Árs og dags, Steinn Kári Ragnarsson auglýsingastjóri, Andrés Magnússon greinarhöfundur, Halldóra Þorsteinsdóttir blaðamaður og Troels Jorgensen umbrotsmaður. Lokahönd lögð á fyrsta Blaðið: Karl Garðarsson ritstjóri Iftur á skjáinn hjá Sigríði Önnu Garðarsdóttur, systur sinni og hönnuði, en að baki fylgjast umbrotsmennirnir Steinar Júlíusson, Troels Jorgensen og Steinar V. Pálsson grannt með. manna áhöfnina og skömmu fyrir útgáfudag voru kallaðir inn reyndir menn úr blaðamennsku til þess að fylgja Blaðinu úr hlaði. Sumir ílengd- ust, aðrir ekki. Harður markaður Um leið og Blaðið hóf göngu sína lækkuðu hin blöðin auglýsingaverð sitt, þannig að nýliðanum var enn þrengri stakkur skorinn en ella. Ljóst var að ekki var á vísan að róa með lesturinn á Blaðinu, dreifingin var brösótt fyrstu dagana og nýja blaðið varð að vera með lægra aug- lýsingaverð en hin blöðin. En salan gekk framar vonum. Fyrstu mánuðina var Blaðið á ör- uggri siglingu hvað lestur varðaði og reyndust 43,9% svarenda hafa lesið Blaðið eitthvað í vikunni, sam- kvæmt könnun Gallup í júlí. Það komst upp í um 50% um haustið, en dalaði svo aftur ásamt öllum prent- miðlum í vetrarbyrjun. Það náði sér svo aftur á strik í könnun í janúar, með 52,8% lestur og verður vafalaust fróðlegt að sjá næstu tölur, sem senn styttist i. Ekki leikur vafi á því að dreif- ing Blaðsins stóð því nokkuð fyrir þrifum. Dreifing þess á virkum dögum hófst ekki fyrr en klukkan tíu á morgnana, eftir að flestir fara til vinnu, og gat staðið til klukkan tvö. Eins kom hún í veg fyrir helg- arútgáfu. Enn var því leitað til Ár- vakurs um dreifingu og varð úr að fyrirtækið dreifði nýrri laugardags- útgáfu Blaðsins, sem hófst hinn 17. september. Árvakur kaupir helminginn Um leið hófust fyrir alvöru þreif- ingar um kaup Árvakurs í Ári og degi, útgáfufélagi Blaðsins. Þær tóku þó sinn tíma og það var ekki fyrr en 16. desember 2005, sem tilkynnt var um að Árvakur hefði keypt helming hlutafjár í Blaðinu af öllum stofn- hluthöfum þess. Um leið var boðað að gripið yrði til ýmissa breytinga er stundir liðu fram, en að öðru leyti myndi rekstrarumhverfið lítið breytast í bráð, þó leiða yrði leitað til þess að nýta margvíslega samlegð miðlanna. Skýrt var þó fram tekið að ritstjórnir blaðanna yrðu áfram algerlega aðskildar. Efling og stækkun dreifikerfis Morgunblaðsins hafði verið á döf- inni síðan nýir eigendur bættust í hóp eigenda Árvakurs nokkrum mánuðum fyrr og greint var frá því að stefnt væri að morgundreifingu Blaðsins í framtíðinni. Á nýju ári vék Karl Garðarsson svo úr ritstjórastóli fyrir Ásgeiri Sverrissyni, fréttastjóra af Morgun- blaðinu, og helgaði Karl sig fram- kvæmdastjórn Blaðsins frá því. Ás- geir greindi frá því að markmið sitt væri að skapa Blaðinu ákveðna sér- stöðu á blaðamarkaði, því yrði dreift á morgnana en myndi hafa allt annað yfirbragð en Morgunblaðið og Fréttablaðið. Breytingar í vændum Þær breytingar hafa fyrst og fremst snúið að innbyrði Blaðsins og því starfi er ekki lokið. Um páskana flutti Blaðið í nýjar ritstjórnarskrif- stofur að Hádegismóum, en síðar á árinu er fyrirhugað að taka nýtt vinnslukerfi í notkun innan þess, sem mun hraða allri vinnslu og aga. í farvatninu eru einnig ýmsar breyt- ingar á útliti og efnistökum, sem kynntar verða fyrir lesendum smám saman. Nú þegar Blaðið er ársgamalt eru á hinn bóginn væntanlegar breyt- ingar, sem lesendur munu taka vel eftir. Á næstu dögum hefst nefni- lega morgundreifing Blaðsins, sem Árvakur mun annast. Sú veigamikla breyting mun þó ekki eiga sér stað í einu vetfangi, heldur mun hún taka nokkra mánuði. Um leið verður dreifingarsvæði Blaðsins stækkað, en áður en yfir lýkur verður því dreift um land allt. Þingvalla- vatn [ ifieykjavík Garðabær örður Heiðin há labyggð Þorlákshl BÚGARÐABYGGÐ í ÁRBORG __Vegna mikiHar sölu og stöðugrar eftirspurnar er 2. áfangi nú einnig til sölu. .. Opiö mm helgina I Dagana 6. og 7. maí, milli klukkan 11 og 17 geta áhugasamir komið og kynnt sér aðstæður á svæðinu - < Mosfellsbær Fjóra km frá Selfossi hefur verið skipulögð búgarðabyggð sem er nýjung í íslensku skipulagi. Tjarnabyggð er skipulögð á um 600 ha af frjósömu og góðu byggingarlandi og þar verða í boði 1-6 ha lóðir með öllum þægindum og þjónustu þéttbýlisins. lFASTEIGNA MARKAÐURINN. Nánari upplýsingar á www.tjarnabyggd.is eða í síma 898-0343
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.