blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 12
12 I FRÉTTASKÝRING
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaöiö
Vœndi og knattspyrna
Stjórn Knattspyrnusambands
íslands, KSÍ, lýsti því yfir í gær
að hún myndi koma ályktunum
Prestastefnu og kvennasamtaka,
þar sem vændi í tengslum við
heimsmeistaramótið í knattspyrnu
í Þýskalandi er mótmælt, á fram-
færi við Alþjóðaknattspyrnusam-
bandið, FIFA. Knattspyrnusam-
bandið minnir hins vegar á, að FIFA
eru óháð íþróttasamtök sem beri
að virða alþjóðalög og landslög um
heim allan.
Ýmis mannréttindasamtök, kven-
réttindasinnar, trúarhópar og fleiri
samtök víða um heim hafa lýst yfir
þungum áhyggjum af fjölda vænd-
iskvenna sem óttast er að muni
streyma til landsins í tengslum við
mótið.
Farið með konur sem varning
Fyrr í vikunni sakaði Chris Smith
þingmaður Repúblikanaflokksins á
fulltrúadeild Bandaríkjaþings þýsk
stjórnvöld um að hvetja til mansals
með því að gera fólki auðveldara að
stunda vændi. Smith hvatti George
Bush Bandaríkjaforseta til að taka
málið upp á fundi hans og Angelu
Merkel. Jafnframt hvatti hann for-
setann til að setja Þýskaland í hóp
Umhverfisvernd
Umhverfísvottun
www.beluga.is
þeirra ríkja sem beita má viðskipta-
þvingunum samkvæmt löggjöf
sem ætlað er að stemma stigu við
mansali.
„Umtalsverður fjöldi kvenna
frá Rússlandi, Úkraínu og öðrum
Austur-Evrópuþjóðum verða mis-
notaðar. Farið verður með þær sem
hvern annan varning. Þeim verður
nauðgað í beinu framhaldi af því
að vera smyglað til Þýskalands fyrir
heimsmeistarakeppnina," sagði
Smith.
Smith sakaði yfirvöld í Þýska-
landi um að útvega staði þar sem
vændiskonur gætu stundað iðju sína
og um byggja vændishús. Talsmaður
hans sagði að það væri á allra vitorði
að borgaryfirvöld, þar á meðal í
Berlín, gæfu út sérstök leyfi fyrir
vændiskonur sem ynnu á götunni
og leituðu styrktaraðila til að dreifa
smokkum.
Þúsundumkvenna
smyglað til landsins
Óttast er að um 40.000 vændiskonur
verði fluttar nauðugar til Þýskalands
í næsta mánuði þegar heimsmeist-
arakeppnin í knattspyrnu hefst.
„Þýsk stjórnvöld hvetja til hugs-
anlegs ofbeldis gegn viðkvæmum
konum á meðan á heimsmeistara-
keppninni stendur. Fordæma ætti
þátttöku þeirra,“ sagði Joel Mac-
Collam framkvæmdastjóri alþjóð-
legu góðgerðarsamtakanna World
Emergency Relief (WER) á dög-
unum þegar samtökin slógust í lið
með fjölda kristilegra samtaka sem
fordæmt hafa vændi í tengslum við
heimsmeistarakeppnina.
„I augum þessara 40.000 kvenna
sem verður smyglað til Þýskalands
og þeirra 400.000 starfssystra þeirra
sem eru fyrir í landinu verður heims-
meistarakeppnin engin gleðihátíð
Guggu ráð:
Nú er rétti tíminnfyrir
Casoron
Heldur trjábeðum og
gangstigum lausum við illgresi
O
GARÐHEIMAR
Stekkjarbakka 6 • Mjódd • Sími: 540 33 00 • Veffang: www.gardheimar.is
ALLT I GARÐINN
60 ÁRA REYNSLA
Varöan
veitir þér
aukaafslátt af
tryggingum
Kynntu þér hvað við getum gert meira fyrir þig á landsbanki.is.
Landsbankinn
Njóttu þess að vera í Vörðunni
Fólk á ferli í Grosse Freiheit götu í St. Pauli hverfinu í Hamborg sem er stærsta og þekktasta rauða hverfi í Þýskalandi. Óttast er að um
40.000 vændiskonum, aðallega frá Austur-Evrópu verði smyglað til landsins í tengslum við Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem
hefst í næsta mánuði.
þar sem íþróttaandinn mun ríkja
heldur tímabil þegar heimsbyggðin
lítur fram hjá þeirri staðreynd að
konur og jafnvel börn líka eru neydd
til að stunda vændi. Við getum ekki
setið þögul hjá,“ sagði MacCollam.
Fótbolti og vændi fara vel saman
Á meðan margir óttast þá bylgju
vændiskvenna sem komi til með
að ríða yfir Þýskaland hugsa aðrir
sér gott til góðarinnar. Fótbolti og
vændi fara frábærlega saman,“ segir
Hans-Henning Schneidereit eig-
andi kabarets í St. Pauli-hverfinu í
Hamborg.
„Þar kemur saman fjöldi karla á
réttum líffræðilegum aldri og allir
eru spenntir vegna fótboltans. Hvað
er hægt að biðja um meira?“
Schneidereit segist vonast til þess
að fjöldi viðskiptavina muni aukast
um 30% á meðan á mótinu stendur
og bætti við að spá sín væri heldur
hógvær miðað við spár sumra keppi-
nauta sinna.
Eigendur vændishúsa 1 Hamborg
hafa þegar ráðið fleiri vændiskonur
til að anna eftirspurn og í Berlín
hefur verið reist risastórt vændishús
í grennd við knattspyrnuleikvöll
borgarinnar.
Vændi hefur verið löglegt í Þýska-
landi frá 2002 og talið er að tala
þeirra sem hafa lifibrauð sitt að öllu
eða einhverju leyti af vændi sé um
400.000. Vændiskonur geta jafnvel
notið trygginga og lífeyrisréttinda
eins og aðrir launþegar. Engu að
síður eru þúsundir kvenna neyddar
til að stunda vændi og yfirvöldum
er í mun að halda slíkri starfsemi í
skefjum á meðan á mótinu stendur.
Óttast hefndaraðgerðir
Flestar vændiskonur sem vitað er til
að hafi verið neyddar til að stunda
iðju sína komu frá Austur Evrópu.
Erfitt er að komast að því hversu
margar konur stunda vændi nauð-
ugar. Flestar tilkynna þær það ekki
af ótta við hefndaraðgerðir mellu-
dólga eða við að þurfa að snúa aftur
til síns heima þar sem þeirra bíður
fátækt.
Samkvæmt tölum frá Alþjóða-
vinnnumálastofnuninni eru að öllu
jöfnu um 15.000 manns í Þýskalandi
sem eru látnir stunda nauðungar-
vinnu af einhverju tagi. Norbert
Cyrus sérfræðingur hjá stofnuninni
metur að um tveir þriðju af þeim
séu konur og af þeim endi níu af
hverjum tíu í vændi.
Enn aðrir benda á að sumar vændis-
konur komi til Þýskalands af fúsum
og frjálsum vilja. Mariska Majoor,
fyrrverandi vændiskona og stofn-
andi stuðningsmiðstöðvar þeirra í
rauða hverfinu í Amsterdam, segir
að konur sem starfi í Hollandi muni
án efa gera sér ferð yfir landamærin
í tilefni heimsmeistaramótsins.
„Ef þær heyra að það sé hægt að
þéna vel og sjá að starfssystur þeirra
koma til baka frá Þýskalandi með
fulla vasa fjár er ég viss um að þær
muni fara. Þegar öllu er á botninn
hvolft stunda þær sjálfstæða at-
vinnustarfsemi og geta ráðið hvar
og hvenæt þær vinna,“ segir hún.
Neyðarlína fyrir vændiskonur
Solwodi samtökin sem meðal annars
hafa barist gegn nauðungarvændi í
Þýskalandi og víðar verða með sér-
stakan viðbúnað vegna heimsmeist-
aramótsins í knattspyrnu. Sérstök
neyðarlína verður opin allan sólar-
hringinn á meðan á mótinu stendur.
Um 20 nunnur, sem tala öll helstu
tungumál sem töluð eru í ríkjum
Austur-Evrópu, munu standa vakt-
ina og svara símtölum kvenna sem
eiga um sárt að binda.
Lea Ackermann stofnandi Solwodi
segir að reynslan kenni þeim að
á viðburði sem þessum verði þús-
undir kvenna neyddar til að vinna
í hinum svo kallaða kynlífsiðnaði
til að anna aukinni eftirspurn. „Af
þeim sökum höfum við ákveðið að
veifa rauða spjaldinu að þeim sem
græða á vændi,“ segir Ackermann.
Barsmíðar og nauðganir
Hún segir að flestar konurnar sem
hafi verið í sambandi við Solwodi
í gegnum tíðina hafi verið fórnar-
lömb ofbeldis. „Þeim hefur verið
ógnað. Þær hafa verið barðar og
þeim hefur verið nauðgað. Þær hafa
verið blekktar til að koma til Vest-
urlanda með loforðum sem áttu
sér enga stoð í raunveruleikanum,"
segir hún.
„Stundum hafa þær verið blekktar
af svo kölluðum vinum sínum, ætt-
ingjum eða ástmönnum. Ungu kon-
urnar eru neyddar til að stunda
vændi. Þær eru yfirleitt felmtri
slegnar, hræddar og tortryggnar,“
segir hún.
„Margarkvennannakennasjálfum
sér um hvernig komið er fyrir þeim
og eru því í mjög örvæntingarfullar
þegar þær koma til okkar. Þess
vegna verðum við að gera þeim ljóst
að við erum til staðar til að styðja
við bakið á þeim og aðstoða.
Konur sem leita til Solwodi fá taf-
arlausa aðstoð að sögn Ackermann.
Þeim er tryggt öryggi, skjól, lækn-
isaðstoð, ráðgjöf og vilji þær sækja
misgerðarmenn sína til saka útvega
samtökin þeim lögmann.
Nunnan Lea Ackermann er í forsvari fyrir
þýsku samtökin Solwodi sem hafa skipu-
lagt sérstaka neyðaraðstoð fyrir vændis-
konur á meðan á heimsmeistaramótinu I
knattspyrnu stendur.