blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 30
30 I TILVERAN
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaðið
i Halldóra hugsar upphátt
Súkkulaði og sœtabrauð i komandi baráttu
Það er ekki bara ilmur af sumrinu sem leikur við mann þessa
dagana. Heldur betur ekki. Nú eru sveitarstjórnarkosningar
í nánd og lykt af komandi baráttu óneitanlega farin að fylla
vitin. Kannanir eru farnar að líta dagsins ljós og koma oft ansi
spánskt fyrir sjónir, þ.e. þegar viðkomandi flokkur hefur túlkað
tölurnar eftir eigin geðþótta. Mér finnst alltaf jafn skondin
stærðfræði hjá flokkunum þegar kemur að því að túlka niður-
stöður kannana. Einhvern veginn virðast allir í „bullandi upp-
siglingu“ og hver einn og einasti flokkur snýr könnunum sér í
hag. Þetta er eins og með skoðanakannanir hjá dagblöðum og
tímaritum, þar sem allir setja fram staðhæfingar sem bera þess
merki að viðkomandi fjölmiðill sé alltaf seldur upp áður en han-
inn galar vegna vinsælda!
Ég hef einmitt, eins og flestir, þrætt í gegnum heimasíður,
bæklinga, netpósta og önnur aðsend plögg frá flokkunum. Guð
minn góður hvað við eigum eftir að hafa það gott miðað við
öll þessu frábæru fyrirheit! Það skiptir greinilega engu máli
hver verður við stjórn - útkoman verður alltaf himnaríki fyrir
kjósendur!
Svo má nú ekki gleyma nammidögunum sem eru í
nánd. Þegar sirkusinn stendur sem hæst verður hver
vasi fullur af súkkulaðimolum frá öllum flokkum
ásamt sleikipinnum með mynd af einhverjum fram-
bærilegum og skælbrosandi sætabrauðsframbjóð-
anda.... Súkkulaðimolar og sleikjó! Eru landsbúar
allt í einu orðnir 5 ára þegar kemur að kosningum?
Má þá ekki allteins setja á laggirnar eitt heljar-
innar tívolí á Lækjartorgi þar sem frambjóðendur
keppast um að bjóða gestum og gangandi upp á
flottasta hoppukastalann.
Nú er ég kannski farin að ganga of langt í niður-
rifsstarfseminni, en það er auðvitað nauðsynlegt
að sjá spaugilegu hliðarnar á þessu spennandi
reipitogi og gera smávegis grín. Að öllu gamni
slepptu er þetta að sjálfsögðu eitthvað sem fylgir
kosningum og þetta er óneitanlega sjarmerandi
og skemmtilegur tími, þrátt fyrir blöðrur og annað
bakkelsi. En menn mega ekki gleyma sér í hringið
unni og að mínu viti mætti baráttan vera
trúverðugri á köflum. Fólk má ekki tapa sér
í látunum og gleyma hvað þetta snýst nú
allt saman um. Þetta snýst jú um framtíð
landsbúa, væntingar þeirra og kröfur.
Það væri bara skemmtilegt ef að kosn-
ingar gætu farið að snúast um aðeins
/ meira en að menn séu að berja sér á
brjóst, lofa gulli og grænum skógum og
enda svo á því að slappa af með hendur
í skauti þegar kosningum er lokið og
umboðslaunin í höfn. Það kemur að
skuldadögum svo að það er kannski
best að hafa loforðin jarðbundnari
og raunhæfari. Betra er ólofað en illa
efnt!
halldora@bladid.net
HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ
Ert þú rómantísk/ur?
Mörgum þykir sem rómantík sé
nauðsynleg, bæði í samskiptum
sem og í samböndum. Ekki eru
allir á sama máli en víst er að
rómantík er óneitanlega krydd
í tilveruna. Hvað með þig? Ert
þú rómantísk/ur? Taktu þetta
rómantíska próf og þá færðu svarið.
IÞað er erfið vika í vinnunni
hjá maka þínum og þú veist
að hann er uppgefinn. Þú
ákveður að dekra aðeins við hann.
Hvað gerir þú?
a) Leyfi honum að horfa á þá þætti
sem hann vill í sjónvarpinu.
b) Þegar hann kemur heim bíður
hans heitt bað með róandi tónlist.
Eftir baðið fær hann slakandi nudd
og ljúffengan kvöldverð.
c) Fer út um kvöldið og leyfi honum
að vera einum en skil eftir bjórkippu
og pizzu.
d) Elda uppáhaldsmatinn hans
handa honum.
2Kærastan/ kærastinn er
veislustjóri í brúðkaupi vin-
konu sinnar. Það hefur verið
mikið að gera við undirbúning og
hún/hann gleymdi að undirbúa
myndadisk sem sýna á í brúðkaup-
inu daginn eftir? Hvað gerir þú?
a) Segi henni/honum að betri undir-
búningur hefði greinilega verið nauð-
synlegur og hún/hann geti sjálfum
sér um kennt.
b) Sýni henni/honum hlýju og
hjálpa við að búa til góða afsökun
fyrirvinina.
c) Sýni henni/honum að mér þyki
það leiðinlegt en hafi því miður ekki
tímatilaðhjálpatil.
d) Bý sjálf/ur til myndadiskinn og
eyði nóttinni fyrir brúðkaupið í það.
Blucamp Sky 20, Ford 125 hestöfl TDCI,
lengd 6,3m. svefnpláss fyrir 4,
loffkæling, rafm. rúður, tveir airbag, geislaspilari m/fjarstýringu.
verð: 4,5 skráður
Rockwood
Ford Ecomoline V8 Sjálfskiptur
Einn með öllu
kr. 3.300.000.-
Sky 400 Ford BLUCAMP
commandrail diesel lengd 7,13 mtr
vel útbúinn, loftkæling, 137 H.Ö.
verð: 5,6 skráður
Hobby T 650 FSC
Nýr 2006 Ford 125 Hest 2,0L TDCI
Lengd 6,9 m svefnpláss fyrir 4
kr. 5.9000.000.-
www.bilexport.dk
Bilexport á íslandi ehf. Upplýsingar veitir Bóas í síma 0045-40110007
3Þú hefur verið í sambandi í
nokkur ár og þér finnst kom-
inn tími á bónorð. Þar sem
makinn virðist ekki vera á þeim bux-
unum að biðja þín ákveður þú að
taka málin í þínar hendur. Hvernig
myndi bónorðið fara fram?
a) Ég byrja á því að senda makann
í nudd og allsherjar dekur. Þegar
heim kemur er íbúðin full af logandi
kertum og ég hef eldað lúxus máltíð.
Þegar á máltíðinni stendur krýp ég,
tjái makanum ást mína og bið hans.
b) Égdrekkmigfulla/nogspyrhvort
makinn vilji giftast mér.
c) Ég sæki makann í vinnu á föstu-
degi og keyri út á flugvöll, honum til
mikillar furðu. Saman fljúgum við
til Parísar þar sem ég bið hans á róm-
antískum veitingastað, á hnjánum
vitanlega.
d) Ég kaupi fallega hringa og spyr ást-
úðlega um hönd hans/hennar kvöld
eitt yfir rómantískri kvikmynd.
Valentínusardeginum er
fagnað víða um heim í febrúar.
Fagnar þú Valentínusardegi?
a) Ekkert frekar. Það þarf ekki að
minna mig á að gleðja ástvin minn
heldur reyni ég að gera það reglulega.
b) Já, ég kaupi eina rós handa
makanum.
c) Já, ég vil tjá ást mína en það geri
ég venjulega með lostafullri máltíð og
einhverri rómantískri gjöf.
d) Já, því þá slepp ég við knús og
óvæntar gjafir það sem eftir er af
árinu.
5Hvað er rómantískasta gjöf
sem þú getur hugsað þér?
a) Tölvuleikur.
b) Ljóðabók með frumsömdum
ástarljóðum.
c) Konfekt.
d) Skartgripur.
Hvað táknar rómantík í
þínurn huga?
a) Rauðar rósir, hjarta og ást.
b) Kertaljós og kynlíf.
c) Ást og umhyggja.
d) Bjór, fótbolti og faðmlag.
Makinn á afmæli og þig langar
að gera eitthvað sérstakt.
Hvað verður fyrir valinu?
a) Kaupi einhverja fallega afmælis-
gjöf og elda góðan mat.
b) Býð elskunni minni út að borða
á fínan veitingastað og gef henni/
honum draumagjöfina.
c) Leigi rómantíska kvikmynd og
panta pizzu.
d) Undirbý óvænta veislu þar sem
allir vinir og ættingjar makans verða.
Áður fórum við eitthvað fínt út að
borða, svo makann gruni örugglega
ekki neitt.
8Hver er uppáhaldsliturinn
þinn?
a) Rauður.
b) Blár.
c) Hvítur.
d) Grænn.
Teldu stigin saman
i. a)2 b)4 c)1 d)3
2. a) 1 b) 3 c)2 d) 4
3. a) 3 b) 1 c)4 d) 2
4. a)4 b)2 c)3 d) 1
5. a) 1 b) 4 c) 2 d) 3
6. a)3 b)2 c)4 d) 1
7. a)2 b)3 c)1 d)4
8. a) 4 b) 1 c)3 d) 2
0-9 stig:
Þú ert langt frá þvf aö vera rómantfsk/
ur og finnst rómantfk sennilega vera
óþarfa peningaeyðsla og væmni. Þótt
þú hafir gaman af upplyftingu þá viltu
hafa hlutina einfalda og þægilega, en
ekkert óþarfa vesen. Þér f innst pizza
og bjór ágætis máltfð og skilur ekkert f
maka þfnum þegar hann heimtar meiri
rómantik. Það er alltaf gott að gleyma
sér ekki f markaðsbrellum samfélagsins
en reyndu þá að vera rómantfskari f
gjörðum þinum. Þó ekki nema væri til
að gleðja makann.
10-16 stig:
Rómantfk skiptir þig ekki miklu máli
þó þú hafir ekkert á móti henni. Það
er ekki það að þú sért að reyna að vera
órómantísk/ur heldur er þetta eitthvað
sem þú pælir ekkert I. Þú vilt helst eiga
rólega kvöldstund heima við f örmum
makans, það er þfn hugmynd um þæg-
indi og lúxus. Annað er óþarfa vafstur.
Þrátt fyrir það er alltaf gaman að prófa
eitthvað nýtt og þú ættir hiklaust að inn-
leiða smá rómantík í Iff þitt. Hver veit
nema það kryddi tilveruna og geri Iffið
skemmtilegra.
17-25 stig:
Þú ert augsýnilega rómantísk/ur og gef-
in fyrir góðar stundir f Iffinu. Þú vilt láta
dekra við þig rétt eins og þú hefur gam-
an af því að dekra við aðra. Kertaljós,
góð máltíð og ánægjuleg kvöldstund
er toppurinn á tilverunni f þfnum huga.
Þó þú sért rómantfsk/ur þá þekkirðu
þín takmörk og gengur sjaldan of langt.
Enda getur rómantíkin orðið of mikil,
rétteinsog alltannað.
26-32 stig:
Þú ert mjög rómantfsk/ur og vilt allt
fyrir ástvin þinn gera. Þú nýtur lifsins
og elskar að fá tilbreytingu i Iffið. Eins
leggur þú þig fram við að skipuleggja
atburði fyrirfram sem gerir þá enn
rómantfskari. En gleymdu ekki að allt
er gott f hófi. Þó það sé gaman að lífga
upp Iff sitt með rómantfk endrum og
eins þá er leiðinlegra ef hún heltekur lif
þitt. Njóttu rómantfkurinnar, ástvinar
þfns og Iffsins.