blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 22
22 I VÍSINDZ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaöið Dýr i útrýmingarhœttu Flóðhesturinn og ísbjörninn ífyrsta skipti á válista IUCN. ísbjörninn og flóðhesturinn eru í fyrsta skipti í hópi dýra sem talin eru í útrýmingarhættu að mati al- þjóðlegrar stofnunarinnar World Conservation Union (IUCN) sem fylgist með líffræðilegri fjölbreytni í heiminum. Tegundirnar eru á vá- Iista stofnunarinnar ásamt meira en 16.000 öðrum lífverum. Á meðal þeirra sem eru einnig nýjar á lista eru ýmsar hákarlategundir og fersk- vatnstegundir í Evrópu og Afríku. Talsmenn IUCN segja að fjölbreytni lífrikis minnki þrátt fyrir alþjóðlega samstöðu um að reyna að stemma stigu við þeirri þróun. í hverju er hættan fólgin? 99% þeirra lífvera sem eru á válist- anum stendur ógn af mannanna verkum. Meginógnin stafar af því að kjörlendi lífvera tapast en það hefur áhrif á meira en 80% af þeim fuglum sem eru á listanum, spendýr og froskdýr. Þá er hlýnun jarðar í auknum mæli viðurkennd sem alvar- leg ógn. Af öðrum ógnum sem tengj- ast manninum má nefna mengun, ofnýtingu og tilkomu nýrra tegunda í vistkerfi. Alls eru 16.119 tegundir á válistanum í ár en hann er byggður á nákvæm- ustu og marktækustu könnun sem gerð er á stöðu plöntu- og dýrateg- undaájörðinni. (sbirnir í útrýmingarhættu Isbirnir hafa einkum orðið fyrir áhrifum af ísbráðnun á norður- heimsskautinu en IUCN kennir lofts- lagsbreytingum um hana. Isbirnir þurfa á ísjökum að halda til að geta veitt seli og önnur dýr. Án þeirra fsbjörninn er meðal þeirra dýrategunda sem komnar eru á válista yfir dýr í útrýmingarhættu. mun fæðuframboð þeirra minnka. Einnig bendir margt til þess að snjóhellarnir þar sem birnirnir ala upp unga sína bráðni fyrr á árinu en áður. Isbirnir eru taldir í útrým- ingarhættu og er því spáð að fjöldi þeirra muni minnka um 50-100% á næstu 50 til 100 árum. Flóðhesturinn komst á válistann í fyrsta skipti þar sem fjöldi þeirra í Lýðveldinu Kongó hefur hrapað um 95% á áratug. Ólga í stjórn- málaástandi landsins hefur leitt til þess að lítið eftirlit hefur verið með veiðum á skepnunum sem hafa farið úr böndunum. „Staðbundin átök og pólitísk ólga í sumum ríkjum Afríku hafa leitt hörmungar og harðræði yfir marga íbúanna og áhrifin á dýralífið hafa einnig verið skelfileg," sagði Jeffrey McNeely vísindamaður hjá IUCN. Gralreitur konungs finnst í Gvatemala Fornleifafræðingar hafa upp- götvað stóran grafreit konungs maja-indíána I frumskógum Gvatemala. Á meðal þess sem komið hefur í ljós við uppgröftinn eru eðalsteinar og jagúarfeldur sem jörðin hefur geymt í meira en 1500 ár. Fornleifafræðingurinn Hector Escobedo fann gröfina þar sem konungur E1 Peru Waka borgar- innar liggur grafinn. Borgin sem liggur við mikilvæga verslunarleið maja-indíána er nú rústir einar og hulin gróðri. Fornleifafræðingar telja að kon- ungurinn kunni jafnvel að hafa verið stofnandi borgarinnar. „Ef þetta reynist vera stofnandi borgarinnar þá er hér um að ræða einstakan fund,“ sagði David Frei- del fornleifafræðingur í viðtali við Reuters-fréttastofuna en Frei- del stýrir uppgreftinum ásamt Escobedo. Fornleifafræðingarnir og sam- verkamenn þeirra unnu í kapp við tímann að uppgreftinum enda höfðu grafarræningjar látið á sér kræla. Aðeins degi áður en Escobedo uppgötvaði gröfina lögðu grafar- ræningjar leið sína í göng sem forn- leifafræðingar höfðu grafið undir pýramídanum í árangurslausri leit að ránsfeng. Grafarræningjar láta oft greipar sópa um svæði þar sem unnið er að fornleifauppgrefti í héraðinu. Ránsfenginn selja þeir gjarnan Fornleifafræðingurinn Griselda Perec virðir fyrir sér leifar ævafornrar maja- trommu við El Peru Waka borgina í Gvatemala. Tveir merkir grafreitir hafa komið í Ijós við uppgröft í rústum borg- arinnar á undanförnum tveimur vikum. til safna í Bandaríkjunum eða til einkasafnara. „Þeir vinna yfirleitt á næturna, gera hvað sem þeir vilja og eru fljótir að því,“ segir Escobedo. E1 Peru Waka fannst á sjöunda áratugnum en Escobedo og félagar hans hófu fornleifarannsóknir og uppgröft á svæðinu fyrir þremur árum. Þeir þurftu að styrkja stoðir pýr- amídans þar sem gröfin fannst til að koma í veg fyrir að hann myndi hrynja eftir að grafaræningjar opn- uðu tvenn göng í honum. Á þriðjudag fann annar hópur fornleifafræðinga aðra hugsan- lega konungagröf í nágrenninu sem talin er vera fjórum öldum yngri. Sú gröf hefur ekki enn verið opnuð. Varöan veitir þér frítt greiöslumat Kynntu þér hvað við getum gert meira fyrir þig á iandsbanki.is. ___j Landsbankinn Njóttu þess aö vera í Vöröunni Meiri sannleikur í teiknimyndasögum Engin tengsl eru á milli persónu- leika manns og afmælisdags. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna frá háskólum í Þýska- landi og Danmörku. Vísindamenn- irnir rannsökuðu meira en 15.000 einstaklinga og þá eiginleika sem þeir hefðu átt að búa yfir samkvæmt stjörnuspekinni og komust að því að Hklega væri meiri sannleik að finna í teiknimyndasögum. Vísindamennirnir sögðu í skýrslu sinni að víðfem rannsókn þeirra færði ekki neinar sönnur á að tengsl væru á milli afmælisdags og per- sónueiginleika fólks og gáfnafars. Jafnframt sögðu þeir að ef sannleiks- Það er meiri sannleik að finna i teiknimyndasögum en stjörnuspánni ef marka má niður- stöður nýrrar og umfangsmikillar rannsóknar evrópskra vísindamanna. OKKAR MARKMID ER AÐ SELJA ÞÍNA EIGN RB^MBKkópavogur Þórarinn Jónsson hdl. löggiltur fasteignasali Markmið oW<ar er að veita þér be?tu fáanlegu þjónustu í fasteignaviðskiptum Pjónusta sem við veitum ásarnt töggiltum fasteignasala er eftirfarandi: Verðmetum eignina þina fyrir sölu Notum fagljósmyndara til að taka myndir Útbúum eignamöppu með öllum nauðsynlegum upplýsingum Auglýsum eignina á áberandi máta Höldum opið hús og auglýsum það í RE/MAX blaði Fréttablaðsins Sýnum alltaf eignina Erum I sambandi við þig og væntanlegan kaupanda Höfum virka eftirfylgni I söluferlinu Hjálpum þér að finna eign Lofum þér góðri þjónustu og ráðgjöf HRINGDU OG FÁÐU VERÐMAT Á ÞINNI EIGN Gunnar Sölufulltrúi 822 3702 gv@remax.is Konráð Sölufulltrúi 822 0491 konrad@remax.is korn leyndist í stjörnuspeki ætti það að koma fram í rannsókn sem byggð væri á svo stóru úrtaki. Stjörnuspekingar hafna niðurstöðunum Breski sjónvarpsstjörnufræðing- urinn Russell Grant gerði lítið úr rannsókninni í viðtali við breska dagblaðið The Telegraph og sagði að gera þyrfti greinarmun á því sem hann kallaði „popp-stjörnuspeki“ raunverulegrar stjörnuspeki sem byggðist á stöðu plánetnanna og not- ast hefði verið við í þúsundir ára. Roy Gillett forseti Stjörnufræði- samtaka Bretlands vísaði niðurstöð- unum einnig á bug og sagði að ekki væri hægt að taka þær gildar þar sem það hefði ekki verið stjörnu- spekingur sem hefði séð um þær. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem einhverjir sem ekki eru stjörnuspek- ingar tjá sig um stjörnuspeki. Það myndi engum láta sér detta til hugar að gera það á öðrum vísindasviðum,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.