blaðið - 06.05.2006, Side 22

blaðið - 06.05.2006, Side 22
22 I VÍSINDZ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaöið Dýr i útrýmingarhœttu Flóðhesturinn og ísbjörninn ífyrsta skipti á válista IUCN. ísbjörninn og flóðhesturinn eru í fyrsta skipti í hópi dýra sem talin eru í útrýmingarhættu að mati al- þjóðlegrar stofnunarinnar World Conservation Union (IUCN) sem fylgist með líffræðilegri fjölbreytni í heiminum. Tegundirnar eru á vá- Iista stofnunarinnar ásamt meira en 16.000 öðrum lífverum. Á meðal þeirra sem eru einnig nýjar á lista eru ýmsar hákarlategundir og fersk- vatnstegundir í Evrópu og Afríku. Talsmenn IUCN segja að fjölbreytni lífrikis minnki þrátt fyrir alþjóðlega samstöðu um að reyna að stemma stigu við þeirri þróun. í hverju er hættan fólgin? 99% þeirra lífvera sem eru á válist- anum stendur ógn af mannanna verkum. Meginógnin stafar af því að kjörlendi lífvera tapast en það hefur áhrif á meira en 80% af þeim fuglum sem eru á listanum, spendýr og froskdýr. Þá er hlýnun jarðar í auknum mæli viðurkennd sem alvar- leg ógn. Af öðrum ógnum sem tengj- ast manninum má nefna mengun, ofnýtingu og tilkomu nýrra tegunda í vistkerfi. Alls eru 16.119 tegundir á válistanum í ár en hann er byggður á nákvæm- ustu og marktækustu könnun sem gerð er á stöðu plöntu- og dýrateg- undaájörðinni. (sbirnir í útrýmingarhættu Isbirnir hafa einkum orðið fyrir áhrifum af ísbráðnun á norður- heimsskautinu en IUCN kennir lofts- lagsbreytingum um hana. Isbirnir þurfa á ísjökum að halda til að geta veitt seli og önnur dýr. Án þeirra fsbjörninn er meðal þeirra dýrategunda sem komnar eru á válista yfir dýr í útrýmingarhættu. mun fæðuframboð þeirra minnka. Einnig bendir margt til þess að snjóhellarnir þar sem birnirnir ala upp unga sína bráðni fyrr á árinu en áður. Isbirnir eru taldir í útrým- ingarhættu og er því spáð að fjöldi þeirra muni minnka um 50-100% á næstu 50 til 100 árum. Flóðhesturinn komst á válistann í fyrsta skipti þar sem fjöldi þeirra í Lýðveldinu Kongó hefur hrapað um 95% á áratug. Ólga í stjórn- málaástandi landsins hefur leitt til þess að lítið eftirlit hefur verið með veiðum á skepnunum sem hafa farið úr böndunum. „Staðbundin átök og pólitísk ólga í sumum ríkjum Afríku hafa leitt hörmungar og harðræði yfir marga íbúanna og áhrifin á dýralífið hafa einnig verið skelfileg," sagði Jeffrey McNeely vísindamaður hjá IUCN. Gralreitur konungs finnst í Gvatemala Fornleifafræðingar hafa upp- götvað stóran grafreit konungs maja-indíána I frumskógum Gvatemala. Á meðal þess sem komið hefur í ljós við uppgröftinn eru eðalsteinar og jagúarfeldur sem jörðin hefur geymt í meira en 1500 ár. Fornleifafræðingurinn Hector Escobedo fann gröfina þar sem konungur E1 Peru Waka borgar- innar liggur grafinn. Borgin sem liggur við mikilvæga verslunarleið maja-indíána er nú rústir einar og hulin gróðri. Fornleifafræðingar telja að kon- ungurinn kunni jafnvel að hafa verið stofnandi borgarinnar. „Ef þetta reynist vera stofnandi borgarinnar þá er hér um að ræða einstakan fund,“ sagði David Frei- del fornleifafræðingur í viðtali við Reuters-fréttastofuna en Frei- del stýrir uppgreftinum ásamt Escobedo. Fornleifafræðingarnir og sam- verkamenn þeirra unnu í kapp við tímann að uppgreftinum enda höfðu grafarræningjar látið á sér kræla. Aðeins degi áður en Escobedo uppgötvaði gröfina lögðu grafar- ræningjar leið sína í göng sem forn- leifafræðingar höfðu grafið undir pýramídanum í árangurslausri leit að ránsfeng. Grafarræningjar láta oft greipar sópa um svæði þar sem unnið er að fornleifauppgrefti í héraðinu. Ránsfenginn selja þeir gjarnan Fornleifafræðingurinn Griselda Perec virðir fyrir sér leifar ævafornrar maja- trommu við El Peru Waka borgina í Gvatemala. Tveir merkir grafreitir hafa komið í Ijós við uppgröft í rústum borg- arinnar á undanförnum tveimur vikum. til safna í Bandaríkjunum eða til einkasafnara. „Þeir vinna yfirleitt á næturna, gera hvað sem þeir vilja og eru fljótir að því,“ segir Escobedo. E1 Peru Waka fannst á sjöunda áratugnum en Escobedo og félagar hans hófu fornleifarannsóknir og uppgröft á svæðinu fyrir þremur árum. Þeir þurftu að styrkja stoðir pýr- amídans þar sem gröfin fannst til að koma í veg fyrir að hann myndi hrynja eftir að grafaræningjar opn- uðu tvenn göng í honum. Á þriðjudag fann annar hópur fornleifafræðinga aðra hugsan- lega konungagröf í nágrenninu sem talin er vera fjórum öldum yngri. Sú gröf hefur ekki enn verið opnuð. Varöan veitir þér frítt greiöslumat Kynntu þér hvað við getum gert meira fyrir þig á iandsbanki.is. ___j Landsbankinn Njóttu þess aö vera í Vöröunni Meiri sannleikur í teiknimyndasögum Engin tengsl eru á milli persónu- leika manns og afmælisdags. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna frá háskólum í Þýska- landi og Danmörku. Vísindamenn- irnir rannsökuðu meira en 15.000 einstaklinga og þá eiginleika sem þeir hefðu átt að búa yfir samkvæmt stjörnuspekinni og komust að því að Hklega væri meiri sannleik að finna í teiknimyndasögum. Vísindamennirnir sögðu í skýrslu sinni að víðfem rannsókn þeirra færði ekki neinar sönnur á að tengsl væru á milli afmælisdags og per- sónueiginleika fólks og gáfnafars. Jafnframt sögðu þeir að ef sannleiks- Það er meiri sannleik að finna i teiknimyndasögum en stjörnuspánni ef marka má niður- stöður nýrrar og umfangsmikillar rannsóknar evrópskra vísindamanna. OKKAR MARKMID ER AÐ SELJA ÞÍNA EIGN RB^MBKkópavogur Þórarinn Jónsson hdl. löggiltur fasteignasali Markmið oW<ar er að veita þér be?tu fáanlegu þjónustu í fasteignaviðskiptum Pjónusta sem við veitum ásarnt töggiltum fasteignasala er eftirfarandi: Verðmetum eignina þina fyrir sölu Notum fagljósmyndara til að taka myndir Útbúum eignamöppu með öllum nauðsynlegum upplýsingum Auglýsum eignina á áberandi máta Höldum opið hús og auglýsum það í RE/MAX blaði Fréttablaðsins Sýnum alltaf eignina Erum I sambandi við þig og væntanlegan kaupanda Höfum virka eftirfylgni I söluferlinu Hjálpum þér að finna eign Lofum þér góðri þjónustu og ráðgjöf HRINGDU OG FÁÐU VERÐMAT Á ÞINNI EIGN Gunnar Sölufulltrúi 822 3702 gv@remax.is Konráð Sölufulltrúi 822 0491 konrad@remax.is korn leyndist í stjörnuspeki ætti það að koma fram í rannsókn sem byggð væri á svo stóru úrtaki. Stjörnuspekingar hafna niðurstöðunum Breski sjónvarpsstjörnufræðing- urinn Russell Grant gerði lítið úr rannsókninni í viðtali við breska dagblaðið The Telegraph og sagði að gera þyrfti greinarmun á því sem hann kallaði „popp-stjörnuspeki“ raunverulegrar stjörnuspeki sem byggðist á stöðu plánetnanna og not- ast hefði verið við í þúsundir ára. Roy Gillett forseti Stjörnufræði- samtaka Bretlands vísaði niðurstöð- unum einnig á bug og sagði að ekki væri hægt að taka þær gildar þar sem það hefði ekki verið stjörnu- spekingur sem hefði séð um þær. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem einhverjir sem ekki eru stjörnuspek- ingar tjá sig um stjörnuspeki. Það myndi engum láta sér detta til hugar að gera það á öðrum vísindasviðum,“ sagði hann.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.