blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 6
6IFRÉTTIR LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaöiö Allir verðmiðar í Húsgagna lindinni sýna nú verð í evrum. Blalll/SteinarHugl Allt verð í evrum AðstandendurHúsgagnalindarinnar í Kópavogi hafa brugðið á það ráð að hafa allar verðmerkingar í verslun sinni í evrum í stað íslenskra króna eins og augljóslega tíðkast víðast hvar í verslunum á Islandi. „Það fór orðið allur tíminn hjá mér í að breyta verðinu," segir Magnús Árnason, eigandi Húsgagnalindarinnar. Vörur í búðinni eru í raun sýnis- horn, en hvert húsgagn er síðan sér- pantað fyrir viðskiptavini. „Við erum með lága álagningu og höfum því ekkert svigrúm til að jafna út verðsveiflur. Við höfum heldur ekki ráð á að vera með mann í fullu starfi við ekkert annað en verð- útreikninga og verðbreytingar. Það var því um tvennt að velja hjá okkur - hækka álagninguna eða hafa verðið bara í evrum. Við völdum seinni kostinn," segir Magnús. Hann segir að nú sé verð á hverju húsgagni fyrir sig einfaldlega reiknað út miðað við gengi evrunnar þegar greiðsla sé innt af hendi. „Við erum nýbyrjuð á þessu. Flestir hafa sagt að þetta sé sniðugt og finnst þetta eðlileg leið. Ég geri ekki ráð fyrir að við munum breyta þessu fyrirkomulagi á næstunni, og í raun vona ég bara að það verði tekin upp evra hér á landi. Með því losna ég sjálfkrafa við þetta vanda- mál,“ segir Magnús. T O I \/ II M A M Varöan veitir þér lægri yfi rd rátta rvexti Kynntu þér hvað við getum gert meira fyrir þig á landsbanki.is. Landsbankinn Njóttu þess aö vera í Vörðunni Tæplega fimm þúsund manns í nefndum Kostnaður vegna nefnda á vegum ráðuneytanna var einn og hálfur milljarður á síðasta ári. Þingmaður kallar eftir samræmdum reglum Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, kallar eftir samræmdum reglum á milli ráðuneyta þegar kemur að nefndum og kostnaði við þær. Hún segir augljóst að þarna séu sóknarfæri fyrir ríkið að spara við sig kostnað. 1 svari forsætisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu um nefndir á vegum ráðuneytanna kemur fram að alls eru 4.700 manns í um það bil 650 nefndum á vegum ráðuneytanna. Síðustu tvö árin hefur kostnaður vegna þessara n e f n d a numið 2,2 milljörðum króna. Kallará samæmdar reglur Jóhanna segir, að kostnaðurinn við þessar nefndir virðist veraofmikillvið fyrstusýn. „Þetta er þóknunarkostnaður og einnig aðkeypt vinna tengd þessum nefndum,” segir hún. Kostnaðurinn leggur sig á tæplega 2,2 milljarða fyrir árin 2004 og 2005 og segir Jóhanna að sér virðist eitthvað vera til i því að nefndir á vegum ráðuneytanna séu ofnotaðar og að þarna hljóti að vera hægt að spara. „Þetta er fyrir utan þann kostnað sem fellur til vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu ráðuneyta og ríkisstofnana sem var á fimmta milljarð árið 2002 þegar ég spurðist fyrir um það,“ segir Jóhanna. „Ég held að það þurfi að setja samræmdar reglur um þessi mál. Þarna er augljóslega hægt að spara fjármuni. Eftir því sem ég hef heyrt er það mjög misjafnt hvað er greitt fyrir þessi störf og ég veit ekki til þess að það séu til einhverjar samræmdar reglur um það.“ Einkavæðingarnefnd kostaði sitt Kostnaður við nefndirnar jókst gríðarlega fyrir árið 2005 og nam hann tæpum einum og hálfum milljarði króna. Árið 2004 nam kostnaðurinn hins vegar rúmum 700 milljónum og skýrist aukningin fyrst og fremst af starfi einkavæðingarnefndar en kostnaður við hana nam 760 milljónum króna. Ef tölurnar eru skoðaðar nánar kemur í ljós að mennta- málaráðuneytið ber höfuð og herðar yfir önnur ráðuneyti þegarkemuraðfjölda nefndarmanna en alls sitja 2052 í nefndum á vegum þess. Aðspurð hvort hún munu taka þetta mál upp á þingi í framtíðinni segist Jóhanna ætla að kynna sér tölurnar betur og velta því síðan upp hvort ekki megi spara meira og hvort ekki >é tilefni til þess að koma á samræmdum reglum á milli ráðuneytanna. Hagnaður Marel dregst saman Hagnaður Marel á fyrstu þremur mánuðum þessa árs nam um 43 milljónum króna samanborið við 246 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Þetta gerist þrátt fyrir að sala félagsins hafi aukist úr 2,4 milljörðum í 25 milljarða eða um 8%. Þetta kemur fram í árs- fjórðungsuppgjöri fyrirtækisins til Kauphallar Islands í gær. Þar er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra. „Afkoma ársfjórðungins er slök sem er í samræmi við það sem til- kynnt var í tengslum við uppgjör síðasta árs. Ársfjórðungurinn einkenndist af tregðu í pöntunum framan af, erfiðu gengisumhverfi og því að skipulagsbreytingar hjá Carnitech voru í hámarki á tímabilinu." Þrátt fyrir þetta segir Hörður að horfur fyrir seinni hluta ársins séu góðar. colgurþvottaefni Betra verð Kulörtvátt Washing powder colour Kastró er moldríkur Fídel Kastró Kúbuleiðtogi er maður vellauðugur þó svo hann haldi jafnan öðru fram.Að minnstakosti er þetta fullyrt í nýjasta hefti Forbes-tímaritsins. Tímaritið birtir reglulega lista yfir ríkustu menn í heimi og það er einnig gert varðandi þjóðarleiðtoga. Á nýjasta lista um hina síðarnefndu er Kastró í sjöunda sæti. Hann er talinn eiga 900 milljónir dollara eða 64.836 milljónir íslenskra króna. Tímaritið fullyrðir að yfir þennan auð hafi Kúbuleið- toginn komist með ýmsum hætti. Sjálfur hefur Kastró jafnan haldið því fram að hann sé ekki auðugur maður enda sæmi slíkt ekki bylting- arhetju og alþýðuleiðtoga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.