blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 24
24 I SKOÐUN
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 blaAÍ6
Verksmiöjubúskapur í augum kjötætu
Eftir Karl Jóhann Jóhannsson
Allt frá byrjun höfum við mennirnir
drepið önnur dýr okkur til matar,
það er ekkert ónáttúrulegt eða óeðli-
legt við það. I mörg árþúsund höfum
við einnig stundað búskap, sem sagt
ræktað dýr okkur til nytjar. En í dag
verður það að segjast að þessi bú-
skapur hefur tekið á sig mjög ónátt-
úrulega mynd og í dag fjöldafram-
leiðum við dýr.
Dýr sem þykja góð á bragðið eru
framleidd eins og hver önnur vara,
þau eru unninn og svo skellt í um-
búðir. Ónýtum dýrum er hent eins
og gölluðum vörum, hent í ruslið,
ofninn eða tætarann, hvort sem þau
eru lifandi ennþá eða ekki. Þetta
er ekki búskapur heldur iðnaður.
Markmiðið með verksmiðjubúskap
er að framleiða sem mest með sem
minnstum tilkostnaði, eins og hjá
öðrum fyrirtækjum.
Trufluð á geði
Mörg orð hafa verið sögð um rétt-
mæti dráps en sjálf slátrunin er ekki
slæmi hlutinn í þessu tilfelli, þvert
á móti má fullyrða að dýrunum
sé þar gerður greiði. Þannig er að
flest þessara dýra eru orðin nokkuð
trufluð á geði eftir lífstíð í búri sem
oft eru ekki mikið stærri en þau
sjálf. Lífstíðin er þó ekki mjög löng
þar sem mikið magn af hormónum,
vítamínum og öðrum efnum er dælt
í dýrin til að þau stækki fljótt svo
hægt sé að pakka þeim inn í um-
búðir og selja sem fyrst.
Kjúklingar, til dæmis, lifa í nátt-
úrulegu umhverfi í 15-20 ár, en
með hjálp tækniþróunar á sviðum
eins og efnafræði þá er hægt að
rækta fullvaxta kjúkling á sex til sjö
vikum til slátrunar. Þessar sex til
sjö vikur eyða þau í plássi sem ekki
er nægilega stórt fyrir dýrin til að
snúa sér við í, umkringd eigin skít
og annarra og innan um aðra geð-
veika kjúklinga; mörgum dauðum,
helst úr hjartastoppi vegna þess að
líkamar þeirra ráða ekki við þennan
öra vöxt.
Vissulega má telja það góða við-
skiptahætti að nýta plássið á þennan
hátt og til að draga úr kostnaði er
séð fyrir flestu sem gæti komið upp
á, til dæmis er goggurinn á kjúkling-
unum klipptur af snemma eftir fæð-
ingu til að koma í veg fyrir að kjúk-
lingarnir meiði sjálfa sig og aðra.
Ekki að allir gætu gert mikið af því
þó, þar sem fætur þeirra halda þeim
ekki uppi vegna ofvöxts, sem aftur
veldur vandræðum því ekki er hægt
að liggja án þess að halla sér upp að
öðrum dýrum.
Verksmiðjubúskapur er
ómanneskjuiegur
Sömu sögu er að segja af öðrum
sveitadýrum, ræktunin er þó að sjálf-
sögðu misjöfn eftir dýrategundum,
mismunandi dýr kalla á mismun-
andi aðferðir. Dýrin þekkja kannski
ekkert annað, en sársauki hættir því
miður ekki að vera sár þó hægt sé að
venjast honum. Dýrin hafa kannski
ekki sömu meðvitund og við mann-
fólkið, þó fuglar og spendýr finni
fyrir sársauka á sama hátt og menn
þá gerir það bara að verkum að þau
eru ekki jafn meðvituð um hvers
vegna þeim líður svona, ekki endi-
lega kostur fyrir þau.
Það er ekki nauðsynlegt að vera
grænmetisæta eða dýraverndunar-
sinni til að sjá að eitthvað við þetta
er ekki rétt. Það má matreiða aðstæð-
urnar á ýmsan hátt en þær siðferðis-
spurningar sem koma upp þegar velt
er fyrir sér dýraríkinu og misnotkun
þess eru margar. Þetta eru auðvitað
flest gróf dæmi í eina áttina, en að-
ferðirnar eru þó aldrei það sem við
myndum kalla „manneskjulegar“.
Ómanneskjuleg meðhöndlun á
dýrum er ein ástæða þess að hægt
er að vera mótfallinn verksmiðju-
búskap, en ekki sú eina. Til dæmis
hnigna gæðin á landbúnaðaraf-
urðum til muna þegar framleiðslan
fer fram á ofangreindan hátt og
þegar varan er komin á markaðinn
er erfitt að keppa við hana. Þetta
verður svo til þess að fleiri verk-
smiðjur opna og fleiri dýr eru fram-
leidd ódýrara. Meðal bóndinn, eins
og hann var fyrir rétt hálfri öld,
er nánast að deyja út og eru ekki
miklar líkur á að hann nái meiri-
hluta á markaðnum i bráð.
Það má færa fyrir því rök að verk-
smiðjubúskapur sé nauðsynlegur til
að fæða alla þá miljarða manna sem
búa á jörðinni. Það má einnig færa
þau rök að þetta séu viðskipti eins
og hvað annað. Svo má vel vera en
það þýðir ekki að ómögulegt sé að
bæta lögin sem halda utan um með-
ferðina á óunna matnum okkar. Með
því að gera hluti eins og að klippa
gogga af kjúklingum og rífa tennur
úr svinum er verið að aðlagast þeim
aðstæðum sem skapast hafa vegna
verksmiðjubúskapar. Náttúran fær
litlu að ráða í þessum málum og
skapast af því ýmis vandamál sem
hér hafa verið greind og mörg fleiri.
Lífrænt ræktað
Verksmiðjubúskapur er stundaður
á íslandi eins og annars staðar þó
ekki sé jafn mikill markaður fyrir
þær vörur sem þar eru framleiddar
eins og til dæmis í Bandaríkjunum.
Sömuleiðis erum við með önnur
landbúnaðarlög sem vernda neyt-
endur meira heldur en bandaríkja-
menn, en það er líklega enn einn
hluturinn sem við erum heppin
með, eða hvað?
Ástæða þessara skrifa er einfald-
lega vilji til þess að fólk sé meðvitað
um hvernig heimurinn í dag gengur
fyrir sig. Við vitum öll að hann er
ekki fullkominn en ýmislegt er hægt
að gera til að friða samvisku sína, þó
ekki sé nema örlítið. Til að mynda er
eitthvað til sem heitir „lífrænt rækt-
aður matur“, eitthvað sem flestir
hafa örugglega heyrt nefnt oftar en
einu sinni, og það er kannski hin
hliðin á þessu öllu saman. Það eru
ákveðnar reglur sem þarf að fylgja
til að hægt sé að kalla mat lífrænt
ræktaðan og ef þeim er fylgt þá er
nær allt sem einkennir verksmiðju-
búskap bannað. Það getur varla
þótt eins freistandi fyrir bændur að
fara út í þannig búskap nema fyrir
tilstilli hugsjónar þar sem rekstr-
arkostnaðurinn er mun meiri og
þessi framleiðsla hefur ekki nema
2% markaðshlutdeild, sem líklega er
ekki nóg til að græða mikið á. Eins
og stendur þarf að hafa meira fyrir
því að borða vel en ef verðlaunin
eru hollari og betri matur og aðeins
minni óþarfa þjáning þá er það ör-
ugglega þess virði.
Greinin er tekin af vefnum
www.hugsandi. is
15% afsláttur af annarri vöru í verslun (nema sláttutraktorum)
ED Electrolux
siattuueiamarkaðurínn
Ný verslun á Vagnhöfða 8
Bestu verðin í bænum
©Mtorafi wl
I
NÝTT
Bríggs & Stratton orf
4 gengis (þarf ekki að bianda
olíu við bensin - minni hávaði)
Verð nú 26.900.-
Verðáður 37.900.-
siattuueiamarkaðurínn
Viðgerða- og varahlutaþjónusta fyrir sláttuvélar og reiðhjól
s: 517 2010
Opið 10 -14 laugardaga
4Hö án drífs
með safnara
Verð nú kr. 24.900.-
Verð áður kr. 34.900.-
Gtofetar ©Smiiilk sífíSlr siff pmla wswdihioji
18 Hö Briggs & Stratton
Besta verðið i bænum kr. 249.000.-
Fylgir grassafnarí
rnm
fyrír atvinnumenn
12” án blaðs, verð 74.900.-
14” án blaðs, verð 76.900.-
4,75 Hö án drifs
með safnara
Verð nú kr. 29.900.-
Verð áður kr. 34.900.-
Flymo loftpúðavéi
25% afsláttur
Verðfrá 14.990.-
Á TILB0ÐI
Rafmagns vélsog
Verð 7.900.-
Bensín vélsög
Verð kr. 14.900.-