blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 17

blaðið - 06.05.2006, Blaðsíða 17
blaðið LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2006 DEIGLAN117 Styrktartónleikar Ljóssins Selkórinn á Seltjarnarnesi ásamt hljómsveit heldur tónleika til styrkt- ar Ljósinu í Neskirkju við Hagatorg í dag kl. 17. Ljósið er endurhæfing- ar- og stuðningsmiðstöð fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Jón Karl Einarsson stjórnandi Selkórsins hreifst mjög af því starfi sem fer fram í Neskirkju á vegum Ljóssins. Hann vildi leggja starfseminni lið með styrktartónleikum og þegar hann bar þessa hugmynd upp við kórfélaga og hljómsveit var hún strax samþykkt með lófataki. Flestir þekkja einhvern sem hefur greinst með krabbamein og þurfa á stuðningi að halda. Ljósið er einstakt að því leyti að bæði krabbameinsgreindir og aðstand- endur þeirra geta komið í endur- hæfingu og stuðning, og byggt upp líkama og sál. Efnisskrá tónleikanna verður létt og skemmtileg og höfðar til allra, og má þar nefna lög úr Brodway- syrpu, Kátu ekkjunni, West side story og fleiri skemmtilegum söng- leikjum. Allur ágóði rennur óskertur til Ljóssins og hvetja aðstandendur tónleikanna alla sem vilja hlusta á góða tónlist og styrkja gott málefni í leiðinni að mæta. Forsala aðgöngumiða er hjá Ljósinu í síma 561-3770 eða gsm. 695-6636. Manuel Andrack ætlar aö leiða fólk í sannleikann um þýskan húmor og knatt- spyrnu í Háskóla fslands I dag. Pýsk kimnigáfa og knattspyrna Áhugamenn um knattspyrnu og þýska kímnigáfu ættu ekki að láta fram hjá sér fara uppákomu þýska grínistans og rithöfundarins Manu- els Andracks sem fram fer í stofu 101 í Odda, húsi Háskóla íslands, kl. 16:15 í dag. Manuel Andrack er gestur átaksverkefnisins Þýsku- bílsins en hann er þekktastur sem aðstoðarmaður og brandarasmiður eins frægasta sjónvarpsgrínista Þýskalands, Haralds Schmidts sem er n.k. Jay Leno Þjóðverja. í tilefni af heimsmeistarakeppn- inni í knattspyrnu, sem fram fer í Þýskalandi eftir fáeinar vikur, les Andrack úr nýlegri bók sinni þar sem hann fjallar í léttum dúr um misánægjulega reynslu sína sem áhangandi úrvalsdeildarliðsins 1. FC Köln. Að auki sýnir hann litskyggnur sem varpa nýstárlegu ljósi á hina þýsku „fótboltasál". Upp- lesturinn verður á þýsku. Hversdagsgöngugarpur Auk þess að vera grínisti og fótbolta- fræðingur er Andrack sennilega þekktasti hversdagsgöngugarpur Þýskalands og kom nýlega út eftir hann bók um gönguferðir hans um þýsku Miðfjöllin. Frá þessu áhuga- máli sínu mun Andrack geta sagt í óformlegu spjalli eftir erindið. Þýskubíllinn er samstarfsverk- efni Háskóla íslands, Stofnun- ar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Félags þýzkukennara, Þýska sendiráðsins á íslandi og Robert Bosch-stofn- unarinnar í Stuttgart sem felst í því að aka þrívegis umhverfis landið á Porsche-jeppa til að fræða íslenska skólaæsku um heimsmeist- aramótið í knattspyrnu og kenna henni dálitla þýsku í leiðinni. List án landamœra Verkið Fallinn engill eftir listamanninn Þorgrím Sveinsson eða Þorra (slendinga eins og hann kallar sig Það verður mikið um dýrðir í Hinu húsinu í dag þar sem efnt verður til glæsilegs handverksmarkaðar. Meðal þess sem verður á boðstólum eru glæsilegar töskur, ungbarnaföt, textílverk og vandaðir munir úr tré. Á sama tíma verður svokallað Geð- veikt Kaffihús í umsjá Hugarafls í samstarfi við Vesturport. 1 tilkynn- ingu segir að þar verði boðið upp á klikkaðar kökur, brjálaðar uppá- komur, geggjaða karnival-stemmn- ingu með þunglyndislegu ívafi, allt í sjúku umhverfi Hins hússins. Dag- skráin stendur frá kl.12-17 í kjallara Hins hússins Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, en gengið er inn Austur- strætis megin. Tveir listamenn á Sólon í dag kl.16 opnar sýning tveggja listamanna á Sólon íslandus í Banka- strætinu. Sigrún Huld og Þorgrímur Sveinsson sýna. Þorri fslendinga (Þorgrímur Sveinsson) er fæddur árið 1976 í Reykjavík þar sem hann ólst upp að mestu leyti. Hann vinnur aðal- lega að hugverkum sínum í gifs og leir, en á það til að mála eitt og eitt málverk. Sigrún Huld Hrafnsdóttir er fædd árið 1970. Sigrún Huld hefur notið tilsagnar í frjálsri málun hjá Lóu Guðjónsdóttur í Listasmiðju Lóu frá febrúar 1997. Frá janúar - júní 2005 nam hún myndlist við Egmont-hojskole á Jótlandi. Sýningin er partur af dagskrá Listar án landamæra x.ÁááéiáiStiMÉÍÉk'*-’ KB SPARIFE FYRIR NÝJAN DAG OG NÝ TÆKIFÆRI KB Sparifé er fyrir þá sem vilja sýna fyrirhyggju í fjármálum meö því aö leggja fyrir meö reglubundnum hætti og njóta öruggrar ávöxtunar og verötryggingar. • Jöfn og góö ávöxtun. • Inneignin er óbundin og alltaf laus til útborgunar. • Þú getur breytt upphæöinni þegar þér hentar. • Þú ákveöur hversu mikiö þú vilt spara í einu (lágmark 5.000 kr.). • Aö mestu verötryggöur sparnaöur. Þaö er auövelt aö byrja aö spara. Komdu í næsta útibú KB banka, hringdu í ráögjafa í síma 444 7000 eöa faröu á kbbanki.is. K B BANKI Undirliggjandi sjóöur KB Sparifjár er Skammtímasjóöur KB banka. Markmiö sjóösins er aö ná góöri ávöxtun og áhættudreifingu meö fjárfestingum í blönduöu safni veröbréfa. Skammtímasjóöur telst vera naest áhættuminnsti sjóöur KB banka. Skammtímasjóöur er Qárfestingarsjóöur skv. lögum nr. 30/2003 um veröbréfasjóöi og fjárfestingarsjóöi. Rekstrarfélag sjóösins er Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. Fjárfestingarsjóöur telst vera áhættusamari fjárfesting en veröbréfasjóöur skv. lögunum. Meirl áhætta fjárfestingarsjóös er fólgin (rýmri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til mlnni áhættudreifingar en í veröbréfasjóöi. Nánarl upplýslngar um framangreint má nálgast (útboöslýsingu eöa útdrættl útboöslýsingar sjóöslns (útibúum KB banka eöa á www.kbsjodir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.