blaðið - 29.07.2006, Síða 10

blaðið - 29.07.2006, Síða 10
10 I I VXKULOK LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 blaðiö Erla Ósk Ásgeirsdóttir var ein ungu Sjálfstæðismannanna sem sem tóku sér stöðu í húsi Tollstjórans í Reykjavik í gær til að koma í veg fyrir að hnýsnir einstaklingar kæmust í við- kvæmar persónuupplýsingar. Svo mikil var sannfæringin að jafnvel þegar náttúran kallaði var ekki farið af varðstöðunni heldur skattskýrslan tekin með. F0T12.0LT 1 AMERÍJKUfV FðT&OLTI > TALvS KOÍA FÖTT20LT1 Vaskfrir matur að flækir mál að taka misjafnt á þeim, að forgangsraða. Skatt- þrep eru röng, betra er að efla félagslegt réttlæti á annan hátt, til dæmis með ókeypis leikskólum og hærri ellistyrk. Einnig er rangt að taka mat fram yfir aðra vöru í virðis- aukaskatti. Betra er að hafa eitt þrep og alla vöru á því þrepi. í stað þrenns konar afstöðu til vöru í vaski er rétt að hafa einn vask á allri vöru. Matur á hvorki að vera á lægra skattþrepi né vera vaskfrír. Það flækir þjóðar- bókhaldið og eykur líkur á undan- skoti. Matur er of dýr, en betra er að lækka verðið með innflutnings- og tollfrelsi. Pólitisk ógnargleði Ognargleði er í herbúðum harðlínumanna í Banda- ríkjunum. Stríð ísraels við umheiminn hefur vakið þá til lífs. Langt er síðan þeir voru síðast glað- ir. Það var, þegar Bandaríkin hófu stríð gegn Irak. Þá átti að sigra óvininn með rothöggi. Nú á að sigra hann að nýju, að þessu sinni í Líbanon. Þótt skynvilla harðlínu- manna sé ætíð fjarri veruleikanum, ris hún jafnan upp að nýju. Öðrum þræði á hún að þjappa þjóðinni um vanhæfan forseta. Stríðið í Líbanon er ekki einkaböl Israels, heldur þátt- ur í bandarískri pólitík, varðveizlu og eflingu fáránlegra viðhorfa til lífsins og tilverunnar. Grímþór hugsar upphátt: ....ég bara fatta ekki til hvers heil nefnd var fengin til að finna út hvers vegna maturinn er svona dýr á íslandi. Vissu ekki allir að það er vegna tolla og aðflutningsgjalda? Ég vissi, las um það síðast í fyrra þegar erlendir kontóristar komu hingað og tékkuðu á þessu. Þeir fundu, ef ég man rétt, bara að því að hér er svo mikið lagt á nauðsynjarvörurnar að það geri matvörur dýrara hér, rétt eins og í Noregi þar sem svipuð hugsun er í gangi. Þess vegna var svo erfitt að finna ástæðu fyrir því að aðalráðherrann setti af stað nefnd til að kanna það sem allir vissu. Og til viðbótar var hún þannig mönnuð að vitað var að hún kæmist aldrei að niðurstöðu. í nefndinni voru menn sem vilja ekki lægra matarverð og aðrir sem vilja það. Allir vissu ástæðuna, nefndin gat aldrei orðið sammála og það sem mestu skiptir, nefndin kannaði það sem allir vissu en komst samt ekki að niðurstöðu. Til hvers var hún eiginlega... DD I H ÍBÍLHÚSIÐÍ Véla- og hjólastillingar. Tímareimaskipfi, bremsuviðgerðir, smurþjónusta og allar almennar viðgerðir. Smlðjuvegi 60 (Rauö gata) • Kópavogl • Síml 557 2540 - 554 6350 ( H K V S I. K R .IKEI' • DOIHili Vikan í máli og myndum Þrátt fyrir átök og spennu á alþjóðavettvangi heldur hið hversdagslega líf áfram. íþróttir, bæði líkamnlegar og andlegar, eru fyrirferðamiklar þegar k'emur að því að rifja upp það sem ekki komst í fréttirnar í vikunni. Manntafl Líbanskir flóttamenn dreifa huganum frá þeim hörmungum sem herja á heimaland þeirra. Friðsæl stund Condoleezza Rice, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, er margt til lista lagt. Hún stefndi á að verða konsertpíanisti i æsku en áhuginn á alþjóöamálum varð yfirsterkari. Hún lék nokkrar nótur fyrir utanríkisráðherra ríkja Suðaustur-Asíu í Malasíu í vikunni. „Svona viljum við hafa það“ Af myndinni að dæma mætti halda að sjónvarps- auglýsing Orkuveitu Reykjavíkur hafi haft mikil menningaráhrif víðs vegar um heim. Svo er ekki enda sýnir myndin úkraínska landsliðið í samhæfðu sundi taka þátt í sundmóti iBúdapest í Ungverjalandi. Kóreskar Mulleræfingar Það er ekki bara islensk börn sem kljást við offitu. Um 12% barna á grunn- skólaaldri í Suður-Kóreu eiga við offituvandamál að stríða. Til þess að berjast við vanda er þeim boðið upp á sumarbúðir þar sem ofurkapp er lagt á að ná spikinu af vömbunum. Ofurdrengur Lu Di sem er sex ára kínverskur strákur sem leggur stund á kung fu. I vikunni vann hann það frækna afrek aö gera 10 þúsund armbeygjur á rúmum þremur klukku- stundum.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.