blaðið - 29.07.2006, Qupperneq 32
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 Maöiö
Eitt sinn sagði Walt Disney, sem er
frægur fyrir teiknimyndirnar sínar, að
hann elskaði Mikka Mús meira en nokk-
urn annan sem hann þekkti.
Vissir þú að neglur, hár, húð, dýrafjaðrir, dýrafeldur og fleira
er að mestu búið til úr sama efninu. Efnið heitir keratín og
er svipað plasti. Efsti hluti naglanna er ekki lifandi í raun og
veru, þess vegna er ekkí sárt að klippa á sér neglurnar.
Lína á Sjónarhóli
Það þekkja allir hana Línu Langsokk en hún er einkar skemmtileg stelpa
sem býr á Sjónarhóli. Lína er mjög sjálfstæð stelpa enda býr hún ein ásamt
hestinum sínum og apa. Hún elur sig því sjálf upp og stendur sig ansi vel, að
minnsta kosti finnst henni það. Bestu vinir Línu heita Anna og Tommi og
þau bralla ýmislegt saman. Hér að neðan er þessi fallega mynd af Línu en
því miður gleymdist að lita hana. Getur þú litað hana?
Morgunstund
gefur gull í mum
Morgunmaturinn er mik-
ilvægasta máltíð dagsins og
allir þurfa að borða hollan og
staðgóðan morgunmat. Jónína
og Bjarni vita þetta mætavel
og reyna alltaf að velja góðan
morgunmat. Þau finna fyrir
því að þeim líður betur á dag-
inn ef þau borða hafrgraut eða
aðra hollustu. Samt langar
þau stundum í eitthvað annað
sem er ekki eins hollt en þá
hjálpa mamma og pabbi þeim
og segja hvað er hollt og gott. I
dag eru mamma og pabbi enn
þá steinsofandi uppi í rúmi.
Jónína og Bjarni eru því í smá
vandræðum, þau vita ekki
alveg hvað þau eiga að fá sér í
morgunmat en vilja alls ekki
vekja mömmu og pabba. Getur
þú hjálpað þeim og sett hring í
kringum það sem er hollt?
Hvað gefa dýrin
okkur?
Tannkrem- og bursti
í beljum er efni sem heitir
glýseról og það veitir vernd
gegn tannsýklum. Glýseról
er notað í tannkrem og
munnskol. Svo er gamli,
góði tannburstinn úr plasti.
Hjartalokur
Sjúklingar sem þurfa nýjar
hjartalokur hafa fengið
þær úr svínum. Þetta
hefur verið gert
allt frá árinu
1971.
Hnappar
Bútar úr beinum
og hornum dýra hafa
lengi verið notaðir
til að búa til sterka
hnappa.
ís
Gelatín, sem er
prótín sem er í
beinum og húð dýra,
I
II
MW
er notað í ís til að hann haldi
áferð og lögun. Stundum er ge-
latín líka notað í jógúrt, tyggjó
og sykurpúða.
Leðurskór
Húð dýra er oft
notuð til að búa til
skó, belti,
yfirhafnir,
töskur og
húsgögn.
Dýrin í samfélagi okkar eru til
margs nytsamleg. Við fáum
mjólk frá kúnum, ull frá
ánum og kjöt frá fuglura
svínum og öðrum
dýrum. En hvað fleira
gefa dýrin okkur?
Vissirðu til dæmis
að góði ísinn sem
við gæðum okkur
stundum á, er eins
og hann er út af
dýrum.
Plastgreiða
Helstu efnin
í plasti sem
greiður eru
búnar til eru fitu-
sýrur úr dýrum. Og ímyndaðu
þér alla þá hluti sem eru úr
plasti.
Lopapeysa
Gamla góða ullin
er notuð mikið á
íslandi, í peysur,
húfur, teppi oa
margt fleira. Att
þú eitthvað úr ull?
Hvenær áttu afmæli?
„Ég á afmæli16. janúar.“
í hvaða skóla ertu og
í hvaða bekk?
„Ég er í Lbekk í Víðistaðaskóla
og fer í 2. bekk.“
Hvað finnst þér skemmtileg-
asta fagið í skólanum?
„Mér finnst myndmennt
skemmtilegast."
Inga Rós Johnsen
Hvaða kvikmynd sástu síðast
og hvernig fannst þér hún?
„Ég fór á Rauðhettu og mér fannst
hún mjög skemmtileg."
Hver er uppáhalds
maturinn þinn?
„Pitsa."
Hver er uppáhalds tölvu-
leikurinn þinn?
„Það er Svampur Sveinsson."
Æfirðu einhverja íþrótt?
„Já, ég æfi sund.“
Hvað finnst þér skemmti-
legast að gera?
„Vera úti og leika við vinkonur
mínar.“
Hvað langar þig að verða
þegar þú verður stór?
„Mig langar að verða kennari."
Hvernig tónlist finnst þér
skemmtilegast að hlusta á?
„Mér finnst Abbababb með
Dr.Gunna og félögum skemmtileg-
asti diskurinn.“
Hvað ætlarðu að gera í sumar?
„Ég er að fara til Spánar.“
Ef þú fengir eina ósk, hvers
myndirðu óska þér?
Ég myndi óska þess að ég væri
göldrótt."
Inga R6s Inga Rós ersjö ára sund-
drottning sem finnst pitsa rosalega
góö. Hana langar að verða kennari
þegar hún er stór og eins vill hún
vera göldrótt.