blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 04.08.2006, Blaðsíða 10
10 I ÁLIT FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2006 blaöið ======= Útgáfufélag: Árogdagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjóri: Brynjólfur Þór Guðmundsson Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Villt mannamót Um verslunarmannahelgi er mikið álag á allt og alla. Þjóðvegirnir verða fullir af alls kyns ökumönnum og tjaldsvæðin mörg hver verða hlaðin af alls kyns fólki. Fátt segir okkur að harmur fylgi ekki mannsöfnuðum helg- arinnar. Því miður gerist það á hverju ári. Mótmælendur virkjana hafa verið í gæslu lögreglunnar og í gæslu vík- ingasveitarinnar. Ekkert er til sparað til að hefta aðgerðir þess fólks. Það er vonandi að fjárráðum lögreglunnar sé vel skipt og hvergi vanti peninga til að gæta að umferð og öryggi fólks, hvort sem það er á ferðalagi eða á einhverri þeirra samkoma sem kallaðar eru hátíðir. Samt má ætla að engir kosti lögregluna jafnmikið og mótmælendurnir. Sennilega verður meira af lögreglu þar en víðast annars staðar á landinu. Allt til þess að mótmæl- endum takist ekki að valda hugsanlegu tjóni. Hætta er á að margir komi sárir frá hildarleik helgarinnar. Það er stór- hættulegt að keyra um þrönga þjóðvegi og sérstaklega þegar innan um verða stórhættulegir ökumenn, þeir sem keyra alltof hratt og þeir sem keyra alltof hægt. Allir óska þess að komast heilir úr umferðinni, en til að það takist verðum við öll að taka þátt. Ef mið er tekið af þeim anda sem ræður hjá ýmsum er barasta engin von til að það takist. Þeir sem eru eftir- lýstir vegna glæpaaksturs og þeir sem neita að benda á fantana eru ekki lík- legir til að meta líf okkar hinna í dag, ekkert frekar en i gær. Því miður. Hinir sem mæta á skemmtanir til þess eins að meiða eða særa aðra eru ekki síður hættulegir. Nauðganir og aðrir hrottalegir glæpir hafa verið fylgifiskar villtra mannamóta. Ofurdrukkið fólk er hættulegt og þegar við bætist neysla annarra eiturefna, jafnvel dag eftir dag, er algjörlega óljóst hvert það leiðir. Alltof oft til harmleikja, harms sem seint eða ekki grær. Öllu má nafn gefa, líka samkomum helgarinnar. Sumar þeirra standa ekki undir því að vera kallaðar hátíðir. Reynslan, sem af er þessu sumri, sannar að svona er þetta hjá okkur. írskir dagar og Færeyskir dagar voru með þeim eindæmum að óvíst er að reynt verði að halda slík mannamót aftur. Dauðadrukkin ungmenni ráfandi um vitandi hvorki í þennan heim né annan eru ekki að skemmta sér, kannski skrattanum. Þetta mun allt endurtaka sig um helgina. Það eina sem við getum vonað er að ekki verði framdir alvarlegir glæpir. Við getum vonað það, en því miður er mikil hætta á að vonir okkar rætist ekki. Áfengið slævir dómgreind og þegar margir eru samankomnir í sama ömurlega ástandinu er veruleg hætta á áföllum Það er vonandi að víkingasveitin og óbreyttir lögreglumenn komi í veg fyrir frjálsa för fólks við Kárahnjúka um þessa helgi einsog síðustu daga, hvað sem það kostar. Förum varlega og góða helgi. Sigurjón M. Egilsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: íslandspóstur Miðvikudagur 9.ágúst ALLT SEM TENGIST NÝBYGGINGUM OG VIÐHALDIÁ NÝJUM SEM GÖMLUM HÚSUM blaöið- Auglýsendur, upplýsingar veita: Katrín L. Rúnarsdóttir • Sími 510 3727 • Gsm 856 4250 • kata@bladid.net Magnús G Hauksson • Simi 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@bladid.net J Uít>BE»N!NGíitMfle wflbto Sj Bújftnjw nm Steinbörn og kreddur Langt frameftir síðustu öld gengu margir vinstrimenn með þá hug- mynd eins og steinbarn í maganum að opinber rekstur fyrirtækja væri eitthvert markmið í sjálfu sér. Það eimdi furðu lengi eftir af gömlum þjóðnýtingarhugmyndum og þótt bæjarútgerðir hafr kannski verið framfaraspor á krepputímum voru margir skynsamir jafnaðarmenn fyrir löngu búnir að sjá að ríkis- eign á iðnaðar- og framleiðslufyr- irtækjum þurfti ekkert að gagnast markmiðum um jöfnuð og réttlæti í þjóðfélaginu. Þetta var farið að verða vinstrimönnum til trafala - á íslandi urðu þeir hlægilegir þegar það var rætt í fullri alvöru í tíð vinstrimeirihlutans í borgarstjórn um 1980 hvort ekki væri rétt að bæjarsjóður ætti og ræki sælgætis- sjoppuna á Hlemmi „frekar en að vera að afhenda hana einhverjum kapítalistum." Misjöfn reynsla erlendis I Bretlandi voru þessar kreddur tragískar og framfarahamlandi, eins og þegar verkalýðsarmur krata- flokksins þar háði næstum blóðugar styrjaldir gegn því að hætt yrði að ríkisstyrkja úreltar og óhagkvæmar atvinnugreinar. Að breskir vinstrimenn sneru við blaðinu í þeim efnum og tækju upp fána „New Labour“ var engin hægri- beygja eins og margir hafa haldið, því að það að hafa ríkisforstjóra yfir atvinnufyrirtækjum með tilheyr- Klippt & skorið w tvarp Saga er að spýta í byssuna þessa dagana, enda meira svigrúm nú en þegar Talstöðin keppti við hana á fullu gasi. Nýja fréttastofan er raunarsend útátíðni- j sviði Talstöðvarinnar, en endurómun sjónvarps- i útsendinga er bara svo og svo gott útvarps- efni. Um næstu mánaðamót tekur Jóhann Hauksson, sem gerði garð- / inn frægan hjá RÚV og sfðar * . Fréttablaðinu, við morgunút- varpinu á Útvarpi Sögu og mun vafalaust veita sínum gömlu samstarfsmönnum harða samkeppni milli kl. 7.00 og 9.00. Jóhann er að leggja drög að efnistökum en hann mun hafa algerlega frjálsar hendur um þáttinn. Ef vel tekst til mun hann svo vafalaust leita sér liðsauka. andi skrifræði er ekkert markmið í sjálfu sér í baráttunni fyrir jöfnuði og lífsgæðum almennings. Það var vont fyrir breskt þjóðlíf að það þyrfti hægrikreddumanneskj- una Margréti Thatcher til að koma fólki í skilning um þetta. Því að rétt eins og vinstrimenn höfðu blindast og tekið trú á úreltar baráttuleiðir í Einar Kárason stað þess að hafa augun á markmið- unum, þá eru frjálshyggjumenn slegnir trúarblindu; þeir aðhyllast einkavæðingu út yfir alla skynsemi. Það eru til fræg dæmi um hrapal- legan árangur þeirrar stefnu eins og um einkavæðingu raforkukerfis- ins í Kaliforníu eða opinberra sam- gangna í Englandi. í Argentínu, sem er 3ofalt stærri en ísland, átti upp- bygging lestarkerfis stóran þátt í því að hægt var að nýta auðæfi landsins, sem komst fyrir vikið í hóp auðug- ustu samfélaga jarðarinnar. Seinna komust frjálshyggjumenn til valda og þeir ákváðu að einkavæða járn- Meira er að frétta af Útvarpi Sögu, því þar hefur András Jónsson, for- maður Ungra jafnað- | armanna, tekið við stjórn þáttar eftir hádegið, milli kl. 13.00 og T" “Tj 15.00. Meðal fastra efnisliða \ 1 þar verður Skuggaráðuneytið ■ - ■ svonefnda, en það skipuðu f gær þau Margrét Jmí T S. Björnsdóttir, einn helsti Jm> \ hugmyndafræðingur Sam- W ‘ 1» fylkingarinnar.GunnarSvav- ^ arsson, forseti bæjarstjórnar ■ í Hafnarfirði, og Þorleifur Arnarson, sem sjálfsagt er einhvers staðar í námunda við vinstrigræna. ( þættinum í gær var meðal annars rætt um evruskýrslu Viðskiptaráðsins og hvernig Evrópuumræðan hefði aldrei náð flugi. Vakti athygli að Margrét brautirnar. Sagt er að flugfélög og olíufélög hafi átt stærstan þátt í að kaupa lestirnar, og leggja þær svo niður. Sem var reiðarslag fyrir efna- hag landsins. íslensk einkavæðing fslenskir frjálshyggjumenn lögðu niður opinbera strandflutninga. Líklega vegna þess að það þurfti að borga með þeim. En hvað með það? Ríkið ber mikinn kostnað af samgöngukerfinu. Og það sem spar- aðist við að leggja niður Skipaútgerð- ina eru smápeningar í samanburði við við kostnaðinn sem af því hlýst fyrir vegakerfið. Svona aðgerð, sem stjórnast af kreddum en engri skyn- semi, er þó saklaus í samanburði við það að þeir einkavæddu ftski- miðin í sjónum. Og nú á að fara að selja orkulindir landsins. Frjálshyggjumenn eru heimskir og kreddufullir og þeim er ekki treystandi til að stjórna þjóðum. Það er rétt og skylt að við íslenskir jafnaðarmenn hugleiðum með hverjum við gætum starfað eftir næstu kosningar, og þótt vissulega séu til mætir og skynsamir hægri- menn þá er ljóst að stjórnmálabar- átta komandi ára mun að nokkru snúast um það sem aldrei má fara úr opinberri eigu þjóðarinnar: inn- viðir samfélagsins og auðlindir svo eitthvað sé nefnt. Höfundur er rithöfundur. sagði þá umræðu einfaldlega ekki vera pól- itísks eðlis! Nei, bara spurning um að skipta um gjaldmiðil og framselja fullveldið. Engin pólitíkfþví. w Islendingar hafa löngum stært sig af því að vera hamingjusamasta þjóð í heimi, en nú bregður svo við að samkvæmt nýjustu rannsókn eru Danir í 1. sæti, þá Svisslendingar, svo Austurríkismenn, en íslendingar eru í 4. sæti. Klippari las fréttaskeyti frá UPI um þessa könnun, en þar var fyrirsögnin á þá leið, að Danir væru þjóða hamingjusamastir þrátt fyrir háa sjálfsmorðstíðni, sem mun sú næsthæsta í Evrópu. Þrátt fyrir? Má samhengið þar á milli ekki vera augljóst? andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.