blaðið - 04.08.2006, Side 29

blaðið - 04.08.2006, Side 29
blaðió FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 2006 29 fjölskyldan fjolskyldan@bladid.net „Foreldrar, sýnum góöa fyrirmynd og látum börn okkar vita að viö elskum þau meö því aö segja nei þegar koma og vilja fara í eftirlitslausa útilegu.11 Herdís L. Storgaard Breyttur lífsstíll eftir verslunarmannahelgi? a V Um þessar mundir er mikið rætt og ritað um unglingana okkar í tengslum við verslunarmannahelg- ina og þær hættur sem henni fylgja. Það er vafalaust nauðsynlegt að draga fram í dagsljósið þá stað- reynd að alvarleg slys hafa orðið á unglingum á liðnum árum um þessa tilteknu helgi, bæði í umferðinni og ekki síst á þeim stöðum sem þeir sækja. Mörg þessara slysa skildu UNGLINGAR unglingana eftir með varanlega skaða. Þegar slíkt gerist breytir það lífi viðkomandi það sem eftir er og maður getur spurt sig sem foreldri, var það þess virði að gefa það eftir að leyfa unglingnum að fara eftirlits- lausum í útilegu? Dómgreindin hverfur Öllum foreldrum finnst sinn ung- lingur vera mjög þroskaður og skynsamur. Eins telja þeir að það muni ekki koma neitt fyrir hann og sem betur fer er það rétt í flestum tilfellum. Eitt sem vert er að hafa í huga er að þegar unglingar koma saman og áfengi er haft um hönd breytast hlutirnir hratt. Dómgreind þeirra hverfur og þrýstingur frá fé- lögum getur verið það mikill að þau leiðast út í að gera eitthvað hættu- legt, sem þau myndu annars ekki gera. Þrátt fyrir að við séum búin að lesa yfir þeim og telja upp allar þær hættur sem þau geta lent í þá má ekki gleyma því að þau upþlifa sig sem ódauðleg á þessum aldri. Allur hræðsluáróður fer því inn um annað eyrað og út um hitt. Elska með því að segja nei Foreldrar, sýnum góða fyrirmynd og látum börn okkar vita að við elskum þau með því að segja nei þegar koma og vilja fara í eftirlitslausa útilegu. Þó það sé erfitt er það mun auöveldara en að fá tilkynningu um að unglingurinn hafi slasað sig lífshættulega sem verður til þess að hann þurfi að breyta um lífsstíl eftir verslunarmannahelgina. Með bestu ósk um gleðilega og slysalausa verslunarmannahelgi. Herdfs L. Storgaard herdis.storgaard@sjova.is, Forstöðumaður Sjóvá forvarnahúss www. forvarnahus.is Segjum nei Elskum börnin okkar með þvíað segja nei þegar þau viija fara í eftirlitslausa útilegu SU DOKU - LEIÐBEININGAR Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þéim tölum, sem upp eru gefnar. 5 4 1 2 5 7 8 3 1 4 6 3 8 4 1 7 5 9 7 4 1 6 8 9 3 2 9 7 4 5 6 3 5 9 2 4 1 6 1 4 3 9 3 8 2 9 6 5 3 8 7 1 6 7 2 8 9 5 6 2 3 4 6 2 8 3 4 9 1 8 5 6 4 7 9 5 7 9 8 3 4 2 5 1 8 3 6 4 5 2 6 1 8 2 2 9 8 7 6 4 1 5 3 9 5 4 8 6 6 8 2 9 1 4

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.