blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 1
KONAN » síða 42 205. tölublað 2. árgangur fimmtudagur 14. september 2006 FRJALST, OHAÐ ÆtiYPIS! V' ■ KONAN Tinna Jóhannsdóttir var á Skjá f einum í nokkur ár og millilenti aöeins á 365 og er nú í nýju starfi I SÍÐA42 ■ FÖLK Þórarinn Eldjárn rithöfundur fékk ungur ahuga á að gera ritstörf að ævistarfi sínu I SÍÐA30 í krefjandi og skemmtilegu starfi Halla Tómasdóttir er tyrsta konan sem er fram- kvæmdastjóri Viðskipta- ráðs. Halla segir að þessi tími hafi verið ijg^jke endakfefjandi og skemmtilegt starf. „Ég hætti í störfum ef ég hlakka ekki lengur til,” segir Halla. Ofvirkur, misþroska og með athyglisbrest: Móðir barðist fyrir son sinn ■ Sonurinn í sjálfsmorðshugleiðingum ■ Fékk litla aðstoð ■ Barðist til síðasta blóðdropa Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Það var ekki fyrr en sonur minn var kominn í sjálfsmorðshugleiðingar að hann fékk neyðarinn- lögn á endanum. Ég barðist til síðasta blóðdropa tail þess að sonur minn fengi innlögn,” segir móð- ir fimmtán ára pilts sem fékk litla aðstoð fyrstu sjö árin eftir að hann greindist með alvárleg hegð- unarvandamál og var það upphaf langrar baráttu hennar. „Ég þurfti oft að elta son minn niður á bryggju þar sem hann ætlaði í sjóinn. Um leið og börnin eru eitthvað farin að minnast á sjálfsvíg þá verður að grípa strax inn í,” segir konan. Þegar sonur konunnar var sex ára greindist hann með alvarleg hegðunarvandamál og síðan þá hefur skólaganga hans verið helvíti á jörðu að hennar mati, bæði fyrir drenginn og fjölskyld- una. Það var ekki fyrr en sjö árum síðar sem sonurinn fékk innlögn á BUGL og síðan þá hefur tilvera þeirra beggja tekið miklum breytingum til batnaðar. Sjá einnig síðu 4 Haust í Hafnarfirði Félagarnir Magnús og Gunnar víluðu ekki fyrir sér að hlaupa eftir götum Hafnarfjarðar eftir að skólar. Veðrið truflaði þá ekki, sannkallað haustveður, rigning og rok. LIFIO » síða 44 No limit ekki gleymt Curver er í No limit- hópnum sem heldur sitt síðasta 90's-ball áður en hann heldur til Banda- ríkjanna með Ghostigital. VEÐUR Hvasst Hvassast allra syðst. Skýjað með köflum eða bjartviðri og stöku skúrir suðvestan- og vestanlands. Hiti 9 til 15 stig. TOLVUR OG TÆKI Sérblað um tölvur og tæki fylgir Blaðinu í dag » síður 21 - 28 Finna ekki fyrir fólksflótta fyrir austan Bæjarstjórarnir í Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði verða ekki varir við fólksflótta (slendinga að austan þrátt fyrir að Hagstofan segi fslend- ingum hafa fækkað mikið í kjölfar stóriðjuframkvæmda. Þeir segja Hagstofuna ekki sundurliða gögn sín nægilega vel. Þess vegna verði myndin skökk. Bæjarstjórinn í Fjarðabyggð væntir þess að íbúum á svæðinu muni fjölga um 1.200 á næstu tveimur árum. Honum finnst röng sú mynd sem hefur verið dregin upp að fslendingar flytji burt frá Austurlandi og að útlendingar flytji á staðinn í þeirra stað. Bæjarstjórarnir eru ekki í nokkrum vafa um að sveitarfélög þeirra eigi eftir að eflast á næstu árum. FRÉTTIR » síða 16 nm.: 1 Vilja fleiri hermenn til Afganistans Bandarísk stjórnvöld vilja að Atl- antshafsbandalagið fjölgi í liði sínu í Afganistan til að berja niður uppreisn talibana í suöurhluta landsins. Á sama tíma og NATO gengur illa að auka hernaðarstyrk í Afganistan eru merki um að styrkur talibana hafi ekki verið jafn mikill frá því að stjórn þeirra var hrundið í landinu af Bandaríkja- mönnum fyrir 2001. Þrátt fyrir að vestrænir fjölmiðlar hafi ekki beint kastljósi sínu í miklum mæli að ástand- inu eftir að stjórn talibana var hrundið árið 2001 blasir við að ástandið þar er viðkvæmt. Ríkisstjórn landsins stendur veikum fótum, ópíumrækt og umsvif eiturlyfjabaróna eru alvarlegt vandamál og talibönum hefur vaxið ásmegin i suðurhéruðunum. Afsláttur af vinsælum völdum hársnyrtitækjum Aöeins í nokkra daga. byggtogbúió Smáralind 554 7760 Kringlunni 568 9400 NVTT KORTATÍMABIL m «

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.