blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 22
30 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 blaöiö fólk folk@bladicl.net HVAÐ FINNST ÞER? Er þá ekki bara að samþykkja nýja fimmáraáætlun? „Það er enginn áætlanabúskapur i Hafnarfirði." Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnti í gær nýja umhverfisstefnu flokks síns, en þar var lagt til að öllum stóriðjufram- kvæmdum yrði slegið á frest til fimm ára. Samdægurs skipaði meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði starfshóp með álfyrirtækinu Alcan til þess að vinna að stækkun álversins i Straumsvík.. H HEYRST HEFUR... Ríkissjónvarpið sýnir glefsur úr gömlu efni í tilefni af 40 ára afmæli sínu. Á dögunum voru rifjuð upp brot úr Stundinni okkar sem er einn af lífseigustu þáttum Sjónvarpsins. Það atriði sem vakti líklega mesta ahygli var viðtal Bryndísar Schram við Björk Guð- mundsdóttur sem þá var aðeins feimin skólastúlka. 1 brotinu mátti sjá söngkonuna ungu í smíðatíma þar sem hún var að leggja lokahönd á eigið hljóðfæri. Þegar Bryndís spurði virkjanamótmæland- ann tilvonandi hvort efnið sem hún notaði i smíðina væri ekki ál svaraði Björk því neit- andi. Það væri ekki ál heldur aluminium. Lítið hefur borið á Grími Atlasyni, bassaleikara og tónleikahaldara með meiru, eftir að hann settist í stól bæjarstjóra í Bolungarvík fyrir fáeinum vikum. Grímur er nýtekinn til við að blogga á ný eftir stutt hlé og er ekki annað að merkja á síð- unni hans en að hann kunni vel við sig vestur á fjörðum og lofar hann sérstaklega vest- firsku fjöllin sem hann segir að séu mögnuð. Um síðustu helgi þegar Grímur var á leið með ruslið út í tunnu skutu fjöllin honum þó skelk í bringu. Allt í einu heyrði hann gríðarlegar drunur og hélt í fyrstu að himnarnir væru að hrynja. Leit Grímur því næst upp í fjallshlíðarnar og sá þar grjótskriðu mikla. Ekki munu aðrir bæjarbúar hafa kippt sér upp við skriðuna enda eru þær ekki óalgengar í bænum. Sinn eigin vinnuveitandi Þórarinn Eldjárn reyna að og beita sé hann sinn Hugmyndir svífa í loftinu Þórarinn Eldjárn rithöfundur fékk ungur áhuga á að gera ritstörf að ævistarfi sínu þó að efasemdir hafi jafnframt gert vart við sig. „Eg held að ég hafi að minnsta kosti nokkuð snemma haft löngun til að leggja þetta fyrir mig þó að ég væri ekki alveg með það á hreinu hvort mér tækist það eða hefði eitt- hvað í það,“ segir Þórarinn. Formúlan ekki fundin Þrátt fyrir að eiga að baki langan og farsælan feril sem rithöfundur hefur Þórarinn ekki enn fundið réttu formúluna að því hvernig skrifa eigi góða bók. Hann segir að vinnuferlið sé afskaplega misjafnt eftir verkum. „Ég hef reynt að temja mér það að vinna reglulega og beita mig sjálfsaga. Það felst auðvitað í þessu starfi að maður er mikið einn og er sinn eigin vinnuveitandi. Ég náttúrlega þekki ekki annað þannig að ég geri ráð fyrir að það hafi bæði kosti og galla,“ segir Þórarinn. Hann segir að sér láti vel að fást við mörg verkefni í einu svo sem þýðingar samhliðafrumsömdu efni. „Mér finnst gott að geta svissað á milli. Það gerir allt fjölbreyttara og skemmtilegra." Hugmyndir oft lengi að gerjast Hugmyndir að verkum sínum fær Þórarinn víða að. „Þær geta komið upp úr bók eða dagblaði eða einhverju sem maður heyrir. Annars eru hugmyndirnar bara svífandi í loftinu og það gildir að taka eftir þeim,“ segir Þórarinn og bendir á að sumar hugmyndir geti verið lengi að gerjast í höfðinu á honum áður en hann vinnur frekar úr þeim. „Sumar hugmyndir rata alveg rakleitt út á enda en aðrar gera fyrst vart við sig og svo líða mörg ár þangað til að þær verða allt í einu að einhverju. Það er voðalega erf- itt að segja fyrir um hvernig á því stendur," segir Þórarinn en bætir við að það sé mikilvægt að gefa sér ráðrúm til að bíða. Þórarinn sinnir ritstörfum aðal- lega á heimili sínu en segist einnig oft vinna á Landsbókasafninu þar sem aðstaða sé góð. „Síðan á ég at- hvarf norður í Svarfaðardal og fer þangað reglulega, sérstaklega ef ég er að ljúka einhverju og þarf að geta tekið langar tarnir í góðum friði. Þar er miklu meira næði en í borg- inni og hægt að svara öllu kvabbi með því að maður sé bara ekki á staðnum,“ segir Þórarinn Eldjárn að lokum. einar.jonsson@bladid.net Enskunámskeið 5-9 ára "NYTT" Jóga fyrir mæður með ungana sína "NÝTT" Tónlist og íþróttir 3-12 mánaða íþróttir 1-6 ára Tónlist 1-6 ára Ungbarnanudd Meðgöngujóga Haltu upp á afmælið í Leikhöflinni! Erum flutt í Hólmgarö 34, 108 Reykjavík Allar nánari upplýsíngar og skráning í síma: 517-7900 ýv eöa sendu okkur tölvupóst á LLi 'jf ieikhollin@leikhollin.is eftir Jim Unger v7> 11-5 © Jlm Ungor/disl by Unlted Modla, 2001 Öll vínglösin eru óhrein. Þið verðið að sitja nær hvort öðru. A förnum vegi Ertu stolt/ur af Magna? Linda Hafsteinsdóttir Ég er stolt af Magna en vil ekki að hann komist áfram því hann er mun betur settur án þessara bjána. Úlfar Viktorsson Ég er stoltur af Magna. Ég held að hann vinni. Þorsteinn Geirsson Já, ég held að hann komist í SuperNova. Ingunn Hallgrímsdóttir Já, ég er stolt af honum. Ásbjörn Sveinbjörnsson Ekki spurning.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.