blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 blaðiö ÞAU SÖGÐU ER ÞÁ MEIRA TAP í VÆNDUM? jy Viðskiptamódelið gekk fullkomlega upp og mun gera það áfram.“ ÞÓRDÍS J. SIGURÐARDÓTTIR, STJÓRNARFORMAÐUR DAGSBRÚNAR, ÚTSKÝRÐIA KYNNINGARFUNDI MEÐ HLUTHÖFUM AÐ ALLT VÆRI EFTIR PLANINU ÞAR A BÆNUM. A FUNDINUM VAR EINNIG KYNNT AÐ FYRIRTÆKINU ÞYRFTI AÐ SKIPTA UPP OG SELJA FASTEIGNIR, EN FYRIR SKÖMMU LÉT FORSTJÓRI FYRIRTÆKISINS AF STÖRFUM EFTIR AÐ 1,5 MILLJARÐS TAP KOM STJÓRN FYRIR- TÆKISINS OG HLUTHÖFUM I OPNA SKJÖLDU ÞEIR SLETTA SKYRINU SEM MEGA ÞAÐ Það er einnig jafnótvírætt að ekki er unnt að stunda ólögmæta háttsemi í w skjóli þess að menn séu að nýta sér stjómarskrárvarinn rétt til tjáningar." STEFÁN ElfllKSSON, LÖGREGLUSTJÓRI HÖFUDBORGARSVÆOISINS, ITREKAR AÐ MÓTMÆL- ENDUR GETI EKKI FARIÐ SlNU FRAM EFTIR PVl HVAÐ REIM FINNST MALSTAOURINN GÓÐUR. Ragnarsson Magnus iá SKjáEinum WjKj V 1 V iá.r £ 1. r. > =i , lW\Wl HEw/li Itwy" TlP.l LlTflijlllj ■ NÝTT BLAÐ KONIIÐ ÚT! ESB Kárahnjúkar: Maðurinn farinn úr landi Kínverjinn sem veitti sjálfum sér áverka í vinnubúðum við Kárahnjúka í nýliðnum ágúst- mánuði er farinn úr landi. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á Egilsstöðum telst málið vera að fullu upplýst og voru því ekki gerðar athugasemdir þó að maðurinn hafi yfirgefið landið. Maðurinn, sem fannst alblóð- ugur í rúmi sínu, sagði í fyrstu að þrír menn hefðu veist að honum í svefni og veitt honum áverka. Rannsóknir leiddu þó í ljós að maðurinn hafði veitt sér þessa áverka sjálfur. Haustútsalan er hafin í veiðibúö allra landsmanna Fiuguhjól frá 2.995 Flugustangir frá 3.995 Kasthjól frá 1.995 Kaststangir frá 1.995 Neoprenvöðlur frá 7.995 Öndunarvöðlur frá 10.995 Veiðijakkar með útöndun frá 7.995 Allir spúnar 195 Allt girni á hálfvirði Úrval af sjóveiðivörum á hálfvirði Og fleira og fleira og fleira Nýtt kortatímabil ^ VEIÐIHORNIÐ Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 - Síðumúli 8 - sími 568 8410 Veidihornid.is Afganistan Ótryggt ástand Þrátt fyrirað lýðræðislega kjörin stjórn fari með völdin ÍAfganistan stend■ ur hún á veikum grunni og ástandið i iandinu er ótryggt. tW&Bm - ’ Fleiri hermenn ■ Litlar undirtektir hjá aðildarríkjunum Bandarísk stjórnvöld vilja að Atlants- hafsbandalagið fjölgi í liði sínu í Afg- anistan til að berja niður uppreisn talibana í suðurhluta landsins. Að sögn Victoriu Nuland, sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, styðja öll aðildarríki bandalagsins verk- efnið í Afganistan heilshugar en samt bendir sendiherrann á þá stað- reynd að aðeins nokkur ríki, Banda- ríkin, Bretland, Kanada og Holland, beri hitann og þungann af sjálfum hernaðinum. Bandaríkjamenn vilja aukna þátt- töku annarra bandalagsríkja, ekki einungis til þess að tryggja stöðug- leika í landinu, heldur einnig til að leggja fram hersveitir á vígvell- inum. James Jones, yfirhershöfðingi NATO, óskaði í síðustu viku eftir því að hermönnum í Afganistan yrði fjölgað um 2500 og hefur Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmda- stjóri bandalagsins, tekið undir ósk hershöfðingjans. Bandalagsríkin funduðu um málið í gær en ekkert ríki bauðst til að senda hermenn til hættulegustu hluta landsins. NATO tók við stjórn alþjóðlegs herliðs í Afganistan þann 30. júlí og frá og með þeim tíma hafa harðir bardagar geisað í Kandahar og Helmand í suðurhluta landsins, þar sem tíu þúsund hermenn á vegum NATO eru. Þrátt fyrir að yfirstjórn hersins segi að töluverður árangur hafi náðst í bardögunum hafa á fjórða tug hermanna NATO fallið í átökunum síðustu sex vikurnar og 90 erlendir liermenn það sem af er ári. Að sögn Nuland er engin hætta að hermenn NATO muni ekki sigra vígamenn talibana en hinsvegar er nauðsynlegt að fleiri hermenn taki þátt í bardögunum til þess að koma í veg fyrir að þeir styrki stöðu sína enn frekar. Sækja innblástur til Al Kaeda í írak Á sama tíma og NATO gengur illa að auka hernaðarstyrk í Afganistan eru merki um að styrkur talibana hafi ekki verið jafn mikill frá því að stjórn þeirra var hrundið í land- inu 2001. Talibanarnir hafa einnig breytt um áherslur í hernaði og að sögn bandaríska blaðsins Christian Science Monitor sækja þeir sér í auknum mæli fyrirmyndir til víga- manna A1 Kaeda-hryðjuverkanets- ins í trak. Til marks um þetta er að 173 hafa látist í sjálfsmorðsárásum í landinu frá ársbyrjun. Blaðið hefur eftir Hekmat Karzai, yfirmanni Rannsóknarstofnunar um frið og átök í Kabúl að jafnframt því að ætla sér að ná aftur völdum í Afgan- istan hafi talibanarnir tileinkað sér hugmyndafræði A1 Kaeda um hnatt- rænt heilagt stríð. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, endurómar þessa skoðun og varaði Vesturlönd við því í vikunni að mun meiri ógn stafi nú af talibönum heldur en A1 Kaeda. Ástandið í Afganistan er viðkvæmt. Ríkisstjórn landsins stendur veikum fótum, ópíumrækt og umsvif eiturly fjabaróna eru alvar- legt vandamál og talibönum hefur vaxið ásmegin í suðurhéruðunum. Margir stjórnmálaskýrendur telja að á næstu misserum muni það ráð- ast hvort landið falli aftur í lögleysu eða hvort uppbyggingin takist. Cond- oleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði á dögunum við afleiðingum þess að draga úr stuðningi við núverandi ríkisstjórn Afganistans. Afganistan yrði enn á ný griðastaður hryðjuverkamanna sem gætu óáreittir lagt á ráðin um hryðjuverk gegn Vesturlöndum. AFGANISTAN Höfuðborg: Kabúl Aðrar borgir: Kandahar, Herat Fólksfjöldi: 21,968,000 Stærð: 652,090 km2 Gjaldmiðill: 1 nýr afghani = 100 puls Tungumál: Púshtú, Dari (persneska) Trúarbrögð: Súnní- og sjía-múslimar

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.