blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 17

blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 17
blaöið FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 17 Bæjarstjórar á Austurlandi: Kannast ekki við fólksflóttann ■ íslendingum og útlendingum fjölgar ■ Skökk mynd Hagstofu Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Fullyrðingar um búferlaflutninga íslendinga frá Austurlandi eru rangar og gefa ekki rétta mynd af ástandinu segir bæjarstjórinn í Fljótsdalshéraði. Flann segir að þvert á allar hugmyndir hafi íslendingum á svæðinu fjölgað og hann gerir ráð fyrir enn meiri fjölgun á næstu árum. Undir þetta tekur bæjarstjórinn í Fjarðabyggð sem væntir þess að íbúum á svæðinu muni fjölga um 1.200 á næstu tveimur árum. Tilbúin umfjöllun fjölmiðla „Okkur finnst stundum eins og fjölmiðlar búi það einfaldlega til að íslendingar séu að flytja í burtu Fasteignaverð rýkur upp Guðmundur Bjarna- son, bæjarstjóri i Fjarðabyggð og að hingað komi bara erlendir starfsmenn. Það er bara ekki þannig,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri í Fljótsdalshéraði. Hann bendir á að á síðustu tveimur mánuðum hafi íbúum af íslensku bergi brotnum fjölgað um .50 í héraðinu. „Það er þónokkuð mikið um að íslendingar sem hafa verið námsmenn erlendis séu að koma hingað aftur. Mun meira en áður.“ Samkvæmt samantekt Hagstofunnar á búferlaflutningum Umfjöllun fjölmiðla vý 'L.-: §J stundum röng Eirikur Björn Björg- vinsson, bæjarstjóri i Fljótsdalshéraði milli landa og landsvæða á fyrstu sex mánuðum þessa árs eru brottfluttir íbúar af Austurlandi fleiri en aðfluttir ef tekið er mið af innanlandsflutningum. Á sama tíma fjölgar þó íbúum á svæðinu um 1.245 vegna aðflutnings frá útlöndum. Rekur Hagstofan þessa fjölgun fyrst og fremst til virkjana- og stóriðjuframkvæmda á svæðinu. Eiríkur segir tölur Hagstofunnar alls ekki nógu sundurliðaðar milli héraða og gefi þar af leiðandi ekki nógu góða mynd af ástandinu. Hann bendir á að í Fljótsdalshéraði eigi sér stað mikil uppbygging um þessar mundir og að þangað muni flytjast um helmingur þeirra sem komi til með að starfa í álverinu á Reyðarfirði. „Við reiknum með að fá hingað um 1.200 manns þegar álverið tekur til starfa. Miðað við þær umsóknir sem Alcoa hefur verið að fá þá verða þetta mest íslendingar. En auðvitað er það svo að miðað við gott atvinnuástand í landinu er það óhjákvæmilegt að einhverjir útlendingar komi líka. Það er bara eðlilegt og hið besta mál enda eru allir velkomnir í Fljótsdalshérað.“ (búum Qölgar Guðmundur Bjarnason, bæjar- stjóri f Fjarðabyggð, tekur undir orð Eirfks og segist ekki hafa orðið var við að Islendingum fari fækkandi á svæðinu. Þvert á móti bendi ýmislegt til þess að þeim fari fjölgandi. „Eg átta mig ekki á þessum tölum. Mér finnst lslendingum fjölga hér rétt eins og í Fljótsdalshéraði. í skólanum á Reyðarfirði eru nú 150 nemendur en í fyrra voru þeir 120.“ Jarðsprengjur: Sífellt fleiri láta lífið Þrátt fyrir að aldrei hafi meira landsvæði verið hreinsað af jarðsprengjum en í fyrra fjölgaði slysum og dauðsföllum af þeirra völdum um ellefu prósent á síðasta ári. Rúmlega sjö þúsund manns slösuðust eða féllu í valinn vegna þeirra og fjölmörg fórnarlambanna voru börn. Árið 1997 var samþykktur alþjóðasáttmáli um bann við notkun jarðsprengna og síðan þá hefur verið unnið að því að hreinsa stríðshrjáð svæði af þeim. Fjölgun fórnarlamba á síðasta ári má rekja til átaka- og spennu- svæða eins og Myanmar, Nepals, Pakistans og Indlands en ekkert þessara landa hefur skrifað undir sáttmálann. Flest fórnarlömb voru í Kólumbíu, sem er aðili að sáttmálanum, eða um 1100. Akranes: Sífellt fleiri félagsmenn „Gríðarleg aukning er búin að vera hjá félaginu undanfarið og það er mjög jákvætt,” segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Á sfðustu tveimur árum hefur félögunum fjölgað um tæpan fjórðung hjá Verkalýðsfélagi Akraness og eru félagsmenn nú 2.184 talsins. „Skýringanna er að leita í góðu atvinnuástandi á okkar félagssvæði, ekki síst þar sem stærstur hluti starfsmanna Norðuráls er í félaginu. Þetta gefur líka til kynna að félags- mönnum líki okkar þjónusta.” Hyundai hefur gæðin CT Hyundai er í 3. sæti í nýjustu IQS gæðakönnun J.D. Power, næst á eftir Porsche og Lexus. Þetta er jafnframt þriðja árið í röð sem Hyundai er meðal fremstu bílaframleiðanda heims. IQS könnunin er ein virtasta könnun sinnartegundar, byggð á svörum rúmlega 63.000 bifreiðareigenda. Það eru því orð að sönnu að Hyundai hafi gæðin. Top 5 Nameplates in 2006 Initial Quality Study Problems per 100 Vehicles Lower score indicates higher initial quality ------ Rank 1 .. 391 ....93 Porsche Lexus Hyundai Toyota Jaguar Industry Average Source: JD. Power and Associates 2006 Inftial Quality Study^OQS) 102 106 109 124 - ESP stöðugleikastýring - ABS bremsujöfnun - 4 loftpúðar - Þokuljós að framan - Litaðar rúður - CD/MP3 spilari, 4 hátalarar Frá kr. 2.290.000 • ESP stöðugleikastýring -TCS spólvörn ■ ABS með EBD bremsujöfnun - 6 loftpúðar - Hiti í framsætum -16" álfelgur - Þvottakerfi fyrir framljós - ofl. <S> HYUnDHI hefur gæðin B8rL • Grjóthálsi 1*110 Reykjavík • 575 1200 • www.bl.is MeÖ btlinn handa þér

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.