blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 blaðiö blaöið Útgáfufélag: Ár og dagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjóifur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Gefum í Það sem af er þessu ári hafa 19 manns farist í umferðarslysum á Islandi. Af þeim voru átta undir 21 árs aldri. Ekki þarf að orðlengja það að slíkar mannfórnir getur fámenn þjóð ekki þolað. Ekki síst þegar það liggur í augum uppi að hér er ekki um neitt náttúrulögmál að ræða. Þegar horft er til tölfræði umferðarslysa er ekki hægt að merkja neinar ákveðnar sveiflur og hending ræður miklu. Fjöldi ökutækja hefur vissu- lega aukist gífurlega undanfarin ár, en dauðaslysin eru ekki í neinu sam- hengi við þá aukningu. En vandinn er augljós og hvað er til ráða? Fleiri boð og bönn? Strangara eftirlit? Meiri áróður? Varla, því þau ráð hafa ekki dugað betur en raun ber vitni. Og áður en menn fara að velta fyrir sér ráðstöfunum á borð við hraðalása og ökurita er rétt að menn horfi fyrst til nærtækari lausna, sem betur duga og ekki aðeins til þess að draga úr hraða. Jafnhættulegur og hraðaksturinn getur verið eru það nefnilega fyrst og fremst aðstæðurnar sem skilja milli feigs og ófeigs í umferðinni. Fyrirmyndina er að finna á Reykjanesbraut. Eftir verulegar endurbætur á henni, þar sem hún var tvöfölduð að hluta og upplýst, hefur ekki eitt ein- asta banaslys átt sér stað þar. Og það þótt sjálfsagt sé hraðakstur á landinu hvergi tíðari en einmitt þar. Svarið felst þó ekki í því að tvöfalda bara alla vegi og láta hraðatakmark- anir lönd og leið, enda verða banaslysin ekki aðeins á þjóðvegum landsins. En svarið felst í betri umferðarmannvirkjum og þar bera stjórnmálamenn og samgönguyfirvöld þunga ábyrgð. Það eru engin ný sannindi að bílaum- ferð er bæði greiðari og öruggari á tvöföldum vegum en einföldum eða á upplýstum vegum frekar en myrkvuðum. I þéttbýlinu má líka huga að margvíslegum úrbótum, en mislæg gatnamót, aukin umferðarrýmd og hringtorg í stað gatnaljósa eru þar augljós tæki til úrbóta. En kostar ekki heil ósköp að taka til óspilltra málanna við slíkar vega- bætur? Mikil ósköp, en kostnaðurinn, sem þjóðin ber í mannslífum talið, er óþolandi. Eigi alþingismenn og sveitarstjórnamenn í vanda með að finna fjármuni til slíkra framfara má minna á að bíleigendur eru skatt- lagðir af fullri hörku. Það mætti líka minna á að þeir hafa ekki lent í vand- ræðum með að finna peninga til þess að bora göng og brúa eyðifirði, sára- fáum til gagns. Eða leggja nýjan flugvöll í Reykjavík í 50 km fjarlægð frá öðrum alþjóðaflugvelli. Það er full ástæða til þess að stíga bremsuna í botn gagnvart slíku kjör- dæmapotsbruðli. En það þarf að gefa í þegar kemur að vegabótunum. Á komandi kosningavetri verður fróðlegt að fylgjast með því hvað þing- heimur telur réttast að gera í því. Andrés Magnússon. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Gullfryggð þjónuíta' Krókhalsi 4 • 110 Reykiavik • Simi 567 1010 • www.parket.is TÆKIFÆRI SMÁAUGLÝSINGAR blaöiðs SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET . §0Tíul? S/eLl- & >K> SifrLifl KaLLA YKftiJk EtÍtM 1 'Slú TíLPaqS- K&flR « VaK 1V BYRJUðl7M VW. ^tHÁKaRní'R. Á Wí M TtTNbiA Til LflrtD/rSALAJVS h og Svol&íFUm/l) Vi* BLj'WDFULl-ÍR UM W/lLi-ÆR:iSpLflNií? rflNGAP TiL MAPUr i LÖGGuBíL Á Í-Zi-PÍHUÍ HEiM TÍL Mommo. ^ Meira fé til menntamála Árleg skýrsla Efnahags-og framfarastofnunar Evrópu, OECD, um menntamál er fróð- leg um margt. Auk þess er skýrslan sterk vísbending um að við íslendingar erum ekki að fjárfesta nægjanlega í menntun og viðvörun til stjórnvalda um að standa fastar í fæturna við uppbyggingu skólakerfisins. Heildarútgjöld íslendinga til mennamála eru ein þau hæstu í OECD sé miðað við verga þjóð- arframleiðslu. Hinsvegar erum við einungis í 15. sæti þegar borin eru saman útgjöld á hvern nemanda árlega frá grunnskóla til háskóla. Það er raunveruleg- asti mælikvarðinn á fjárfest- ingar í menntun og útgjöld til skólamála. Framlögin hafa hækkað veru- lega á hvern nemanda á grunn- skólastigi en lækkuðu á milli áranna 2002 og 2003 til fram- halds- og háskóla. Þannig er ís- land í 3. sæti í framlögum til leik- skóla og 6. sæti til grunnskóla. Það eru skólastigin sem sveitarfé- lögin reka og bera ábyrgð á. Hinsvegar erum við í hópi lægstu þjóða í framlögum til háskóla og framhaldsskóla. I 21. sæti á háskólastiginu og því nítjánda hvað varðar framha ds- skólana. Skólana sem ríkið rekur. Munur á ríki og sveitarfélögum Þetta er mikill munur og bendir til þess að metnaður sveitarfélag- anna og skilningur á mikilvægi fjárfestinga í menntun sé annar og betri en ríkisvaldsins sem dregur úr framlögum til menntamála. Grunn- skólinn okkar er meðal þeirra bestu i heimi þó margt megi færa til ennþá betri vegar. Til dæmis með því að efla kennaramenntun, bæta kjör kennara, leggja af samræmd lokapróf og aflétta miðstýrðri nám- skrá. Færa valdið yfir menntuninni og vali nemenda inn í skólana. Þar skiptir miklu að fækka kjarna- fögum og auka val nemenda við tíu ára aldur. Björgvin G. Sigurðsson Ég hef haldið því fram að stærsti kostur grunnskólans íslenska sé að hann er stéttlaus. Búseta ræður inntöku barna í skóla, ekki efna- leg staða foreldra. Nema þá hvað varðar val á búsetu í einstökum hverfum en sem betur fer blandast þetta bærilega að mestu. Börnin okkar á sama stað og standa við sömu ráslínu þegar skóla- gangan hefst. Þetta stéttleysi eigum við að verja með öllum ráðum svo það verði ekki pólitískri bók- stafstrú um einkavæðinu á öllum sviðum að bráð. Þá væri miklum verðmætum glatað. Fjármögnun háskólanna Eitt af því sem skýrsla OECD tekur til umfjöllunar er fjár- mögnun skólastiganna en ríki og sveitarfélög kosta um 93% grunn- og framhaldsskólans i viðmiðunar- löndunum. Á síðustu árum hefur fjármagn frá öðrum en hinu op- inbera hinsvegar aukist verulega innan háskólastigsins. Þar standa stjórnvöld á krossgötum og mikil- vægt að yfirveguð umræða um fjár- mögnun háskólastigsins fari fram. Til að efla háskólana og gera þeim kleift að sækja fram þarf að koma til aukið fjármagn frá fyrir- tækjum og einstaklingum. Islenskir háskólar eiga í miklum og vaxandi fjárhagsvanda. Sá vandi er búinn til af menntamálayfirvöldum þar sem framlög hafa hvergi nærri fylgt nemendafjölgun. Menntun er fyrirtaks fjárfesting fyrir einstakling og ríkið. Talið er að hvert viðbótarár í skóla hafi í för með sér efnahagsleg áhrif fyrir þjóð- arbúið á bilinu 3-6% og í kringum 22% tekjuauka af því að ljúka gráðu i háskóla. Efnahagslegur ávinn- ingur af aukinni menntun er því hafinn yfir vafa og yfirlitsskýrsla OECD um stöðu mála í 30 löndum er ágætur vegvísir um hvert skuli stefna. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Klippt & skorið Komandi prófkjör eiga hug hinna tal- andi stétta allan þessa dagana, en óðum styttist í að flokkarnir raði á lista sína fyrir þingkosningar. Meðal sjálfstæð- ismanna í Reykjavfk er verulegur titringur, enginn hefur sagst ætla að hætta, allirvilja komastofará list- ann og svo er nýliðunin eftir. Mjög er um það rætt að Guðlaugur Þór Þórðarson skori Björn Bjarnason á hólm um annað sætið, en það mun færa sigurvegar- anum efsta sætið í því Reykjavíkurkjördæminu sem Geir H. Haarde flokksformaður velur sér ekki. Því fylgir jafnframt ráðherrastóll ef Sjálf- stæðisflokkurinn kemst í ríkisstjórn eins og líklegt má telja. Fyrir Guðlaug Þór er því allt að vinna, en engu að tapa. Gárungarnir segja að þá muni fyrst reyna á varnarmálin hjá Birni. Miklar sögur hafa gengið af því á Sþjallborðinu Málefnunum (mal- efnin.com) að Baugur sé að reyna að kaupa fyrirbærið, en eftir því sem næst verður komist funduðu umsjónar- menn vefjarins með Guðmundi Inga Hjartarsyni vegna þess fyrir nokkrum vikum. Guðmundur Ingi er sem kunnugt er eitt af vitnunum í Baugs- málunum og einn nánasti vinur Jóns Asgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, en þeir fé- lagarnir óku saman f Gumball-kappakstrinum snemmsumars. Vænisjúkir Málverjar óttast mjög að einhverjir komist f gögnin að baki umræðunum, en af þeim má sjálfsagt ráða hverjirmargiraf hinum orðhvötu en nafnlausu þátttakendum í umræðunni eru í raun og veru. Eigandinn Stefán H. Kristinsson, organisti á Fáskrúðsfirði með meiru, sver þó og sárt við leggur að Málefnin haf i ekki verið seld, en ekki leggja allir trúnað á það og minna á að hann hafi áður brugðist trúnaði notenda. Skipulögð alþjóðleg glæpastarfsemi var til umræðu í málstofu við Háskóla (s- lands á dögunum, en þar hafði forsögu dr. Viktoras Justickis, prófessor við Mycolas Romeris-háskóla og Kaunar Vy tautas- háskóla í Litháen, en hann er gestak- ennari hjá lagadeild Háskóla íslands um þessar mundir. Mikið feykilega er sá maður vel nefndur til starfans! Viktoras Just- ickis þýðir nefnilega Sigur réttlætisins. Svona um það bil. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.