blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 blaöið Fáar stórstjörnur hvíta tjaldsins hafa verið mönnum jafn mikil ráðgáta og Greta Garbo. Hún var stundum kölluð hin „guðdómlega Garbo“ og hennar er enn minnst sem einn- ar mestu leikkonu sem Hollywood hefur átt. Hún lék í 27 kvikmynd- um og eyddi síðustu 50 árum ævi sinnar utan sviðsljóssins. Hún fæddist í Stokkhólmi árið 1905. Faðir hennar lést þegar hún var fjórtán ára og hún hætti þá í skóla og fór að vinna fyrir sér. Fyrsta starf hennar var á rakara- stofu og síðan varð hún afgreiðslu- stúlka í verslun. Hún kom fram í stuttum auglýsingakvikmyndum og í framhaldi fékk hún fyrsta kvikmyndahlutverk sitt. í tvö ár lærði hún leiklist við leiklistar- . skóla Stokkhólms og þar kynntist hún leikstjóranum Mauritz Stiller. Hann fól henni hlutverk í mynd- inni Gösta Berlings saga árið 1924. Hollywood-kvikmyndamógúllinn touis B. Mayer hreifst af mynd- inni og leikur Gretu vakti sérstaka athygli hans. Stiller og Greta voru kölluð til Hollywood. Hann var þar _ « ekki lengi, var rekinn og sneri aft- ur til Svíþjóðar þar sem hann lést skömmu síðar. Greta varð eftir og tók á skömmum tíma umbreyt- ingum. Þybbnu og hversdagslegu stúlkunni var breytt í gyðju. „Hún er hjátrúarfull, tortryggin og veit ekki hvað vinátta er, hún er ófær um að elska." Hún naut gríðarlegrar hylli í þöglu myndunum og olli ekki von- brigðum í fyrstu talmynd sinni, Önnu Christie, sem var auglýst með setningunni: „Garbo talar“. Meðal frægustu mynda henna eru Grand Hotel, Queen Christina, Anna Kar- enina, Ninotchka og Kamilíufrúin. Það var útbreidd skoðun á sínum tíma að leikur hennar í Kamilíu- * frúnni hefði verið besti kvikmynda- leikur sem sést hefði. Karlkynsleik- arar áttu ekki góða daga í myndum hennar því hún skyggði á þá alla og þeir litu út eins og ástsjúkir smá- strákar. Ciark Gable stóð þó jafn- fætis henni í myndinni Susan Len- ox, kannski vegna þess að hann bar enga virðingu fyrir henni. Honum fannst hún vera snobbuð, henni fannst hann lélegur leikari. „Ég þarf að vera ein" Hún var erfið og dyntótt í sam- starfi og ef henni mislíkaði eitthvað var hún vön að segja: „Ég held að ég fari aftur til Svíþjóðar.“ Yfirmenn hennar urðu dauðhræddir þvi hún var mikil tekjulind og létu því allt eft- ir henni. Hún leyfði engum gestum að vera við kvikmyndatökur og hélt jafnvel leikurum og yfirmönnum frá tökustað þegar hún var að leika fyrir framan kvikmyndavélar. í upp- hafi ferils síns var hún samvinnu- fús við blaðamenn en það breyttist fljótlega. Hún hætti að veita viðtöl, nema þá til að segja blaðamönnum að þeir ættu að láta sig í friði. Hún gaf ekki eiginhandaráritanir. Or- son Welles var eitt sinn með henni á gangi þegar einfættur hermaður á hækjum bað Gretu um eiginhandar- áritun. Hún neitaði. Hún fór ekki á frumsýningar og svaraði ekki aðdá- endabréfum. í myndinni Grand Hot- el sagði hún setningu sem festist við hana og allflestir töldu að hún hefði sagt í raunveruleikanum: „Ég vil fá að vera ein.“ Seinna sagði hún: „Ég sagði aldrei að ég vildi fá að vera ein. Ég sagðist vilja fá að vera í friði. Það er allur munur á þessu tvennu.“ En árið 1928 hafði hún sagt í einu af sín- um fáu viðtölum: „Það eru mjög fáir sem ég kann vel við. Ég þarf að vera ein - alltaf.“ Árið 1941 lék hún í kvikmyndinni Two-Faced Woman sem fékk hroða- lega dóma. Oft hefur verið sagt að viðtökur myndarinnar hafi orðið til þess að Greta dró sig í hlé frá kvikmyndaleik. Þetta var síðasta mynd hennar. Stóra ástin Einkalíf Gretu var ætíð umvafið dulúð enda var hún afar einræn. Einkabréf sem komu í dagsljósið eftir lát hennar bera með sér að hún hafi verið afar sjálfhverf, þung- lynd og full skömmustutilfinning- ar vegna starfa föður síns sem vann við að þrífa klósett. Hún giftist aldr- ei. Þegar blaðamaður spurði hana af hverju hún hefði aldrei gengið í hjónaband brosti hún kuldalega og sagði: „Sumt fólk vill giftast og aðrir vilja það ekki. Ég hef aldrei Nýjar vörur - Nýtt kortatímabil —VEphlisHruL við Laugalæk ♦ sími 553 3755

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.