blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 32
40 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 blaðiö íþróttir ithrottir@bladid.net Siggi hættur meó Grindavík Sigurður Jónsson sagði i gær upp störfum sem þjálfari Grindavíkur en liðið er í bullandi fallhættu þegar tveir leikir eru eftir af tímabilinu. Leikirnir sem Grindvikingar eiga eftir eru gegn íslandsmeisturum FH og KR, sem er í þriðja sæti deildarinnar. Magni Fannberg og Milan Stefán Jankovic sem hafa verið aðstoðarþjálfarar liðsins i ár munu stjórna Grindavíkurliðinu í leikjunum tveimur. Farið yfir feril Paolos Di Canio: Enn að eftir 21 ár Tímabil Félag Leikir (mörk) 1985-86 Lazio 0(0) 1986-87 Ternana 27(2) 1987-90 Lazio 54(4) 1990-93 Juventus 58(6) 1993-94 Napoli 26(5) 1994-96 AC Milan 37(6) 1996-97 Celtic 26 (12) 1997-99 Sheff. Wednesday 41(9) 1999-2003 West Ham United 118 (47) 2003-04 Charlton 31(4) 2004-2006 Lazio 50 (11) 2006- Cisco Roma Hlynur Bæringsson: Blóðgaður í 15 stiga tapi Hlynur Bæringsson fékk heldur betur að finna fyrir því í leik íslendinga og Georgíu- manna í B-deild Evrópumóts landsliða í körfuknattleik sem fram fór í Tblisi síðustu helgi. Aðeins skammt var liðið af leiknum þegar Zaza Pachulia, leikmaður Atlanta Hawks stökk upp í sniðskot og lenti með oln- bogann í andliti Hlyns sem lá óvígur og alblóðugur eftir. Hlynur sneri aftur inn á völl- inn í öðrum leikhluta. “Hann var að klára sniðskot og olnbog- inn á honum endaði í andlitinu á mér með þessum afleiðingum” sagði Hlynur. “Ég kom aftur inn á í öðrum leikhluta en hefði betur geymt það því ég fann að ég var enn svolítið vankaður. Ég fann þó ekkert fyrir þessu í seinni hálfleik.” íslendingar töpuðu leiknum 80-65. Knattspyrnuferli hins skrautlega leikmanns, Paolo Di Canios er enn ekki lokið en hann skrifaði undir samning við ítalska c-deildarliðið Cisco Roma eftir að hafa stoppað við í tvö ár hjá sínum gömlu félögum í Lazio. Stjarna Di Canios skein þó líklega skærast er hann lék með liði West Ham árin 1999 til 2003. Ferill þessa skrautlega knattspyrnumanns og per- sónuleika hefur einkennst af hæðum og lægðum en hann fer tvímælalaust í bækurnar sem einn skemmtilegasti leikmaður ensku knattspyrnunnar síðustu tíu árin. Paolo Di Canio hóf at- vinnumannsferil sinn í knattspyrnu 17 ára að aldri þegar hann skrifaði undir samning við Lazio frá Róm árið 1985. Di Canio spilaði aðeins 54 leiki fyrir Rómarliðið á fimm árum og var seldur til Juventus árið 1990. Hann rétt náði að verða Evrópumeist- ari félagsliða með liðinu árið 1993 áður en hann var seldur til Napoli. Á tíma- bilinu frá 1993-1996 lék Di Canio með stórliðum AC Milan og Napoli en náði aldrei að festa sig í sessi í byrjunarliði. Di Canio fór fram á sölu og gekk sum- arið 1996 til liðs við Glasgow Celtic. Það reyndist hið mesta gæfuspor því stjarna Di Canios tók strax að skína á Bretlandseyjum en hann skoraði í Skotlandi 15 mörk í 37 leikjum og var valinn leikmaður deildarinnar það tímabilið. Frammistaða Di Canios í skosku deildinni vakti áhuga enskra liða og tímabilið eftir var hann kominn í raðir Sheffield Wednesday. Þar átti hann gott tímabil, skoraði 12 mörk í 35 leikjum og var í miklum metum hjá stuðningsmönnumSheffield-liðsins. Bakslag í feriiinn Vinsældir Di Canios í Sheffield áttu þó eftir að dvína hratt á nýju tímabili en Di Canio hafði aðeins leikið sex leiki með Sheffield Wed- nesday tímabilið 97/98 þegar hann tapaði sínu viðkvæma skapi og hrinti dómaranum Paul Alcock í leik gegn Arsenal svo Alcock féll við. Di Canio var í kjölfarið dæmdur í 11 leikja bann fyrir hrindinguna af enska knatt- spyrnusambandinu og sektaður um 10.000 pund auk sekta frá Sheffield Wednesday. Di Canio fékk leyfi frá knattspyrnustjóranum Ron Atkin- son til að snúa aftur til Italíu þar sem hann hugðist stunda æfingar með einkaþjálfara sínum. Di Canio átti að snúa til baka á annan í jólum en lét sig vanta. Óánægja forráðamanna, knattspyrnustjóra og áhangenda jókst á meðan Di Canio tók því ró- lega á Italíu og borgaði sektirnar sem hlóðust upp. Þegar Sheffield Wednes- day barst tilboð upp á tvær milljónir punda í leikmanninn frá West Ham United áttu þeir engra kosta völ nema taka tilboðinu, því Di Canio vildi ekk- ert með Wednesday hafa. Dvöl vand- ræðagemsans Di Canio, eins og hann var nú stimplaður í Englandi, fór ekki giftusamlega af stað hjá West Ham. Á æfingum með liðinu úthúðaði hann liðsfélögum sínum fyrir viðvanings- lega spilamennsku og lét óvinsæl um- mæli falla um þá í fjölmiðlum. Við hliðTrevor Brooking Með tímanum bætti Di Canio þó ráð sitt, átti stóran þátt í árangri liðs- ins tímabilið 1998 til 1999 þegar liðið náði fimmta sæti í deildinni og varð fljótt eftirlæti áhangenda liðsins fyrir eljusemi sína, ákafa og ástriðu fyrir leiknum. Di Canio lék fjögur tímabil með West ham og skoraði fyrir þá 47 mörk í 118 leikjum og er nú talinn upp með leikmanninum Trevor Brooking, sem gerði garðinn frægan með Hömr- unum fyrir rúmum tuttugu árum síðan, sem helsta stjarna West Ham frá upphafi. Árið 2001 hlaut Di Canio háttvísis- verðlaun FIFA fyrir atvik sem átti sér stað í leik West Ham og Everton. Di Canio var þá kominn einn inn fyrir og átti bara eftir að afgreiða boltann í markið framhjá illa meiddum mark- manni Everton, Paul Gerrard. í stað þess að pota boltanum yfir línuna tók Di Canio viðbragð og greip boltann á lofti og kallaði til læknis liðsins um að koma og huga að meiðslum mark- mannsins. Ef einhverjir höfðu efast um viðsnúning á hátterni Di Canios dóu þær efasemdir við þetta atvik. Aftur til (talíu Eftir að Glenn Roeder, núverandi stjóri Newcastle tók við West Ham árið 2002 fékk Di Canio lítið að spila, lukka Hamranna fór þverr- andi og féllu þeir í fyrstu deild vorið 2003. Paolo Di Canio var þá 36 ára gamall en var ekki tilbúinn að segja ferli sínum lokið og gekk til liðs við sína gömlu félaga í Lazio þar sem hann lék í tvö ár við mikinn fögnuð áhangenda liðsins. Þrátt fyrir ást áhangenda Lazio á Di Canio liðu þessi tvö ár þó ekki vandræðalaust fyrir hann. I leik gegn erkifjend- unum í Roma fagnaði Di Canio sig- urmarki leiksins með fasistakveðju við mikinn fögnuð flestra áhang- enda Lazio en við minni hrifningu áhangenda Roma. Ekki bætti úr skák að Di Canio marglýsti því yfir í viðtölum við ítalska fjölmiðla að hann væri fasisti, en þó ekki rasisti. Athæfi og ummæli Di Canios vöktu mikla reiði á Italiu og víðar um heim en svör hans voru á þann veg að honum fyndist hann tengjast áhang- endum liðsins betur við kveðjuna og að honum væri frjálst að tjá sig á þann hátt sem hann kysi. Eftir síðasta tímabil, þegar Di Canio var 38 ára gamall fannst honum enn ekki kominn timi til að leggja skóna á hilluna og skrifaði undir samning við Cisco Roma sem leikur í ítölsku c-deildinni, svo enn sér ekki fyrir end- ann á knattspyrnuferli þessa skraut- lega leikmanns og persónuleika. alla þriðjudaga Er hárið farið að (pftaQ og þynnast? Þá er Grecian 2000 hárfroðan lausnin! Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiðir og hárið nær sínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískari blæ. Grecian 2000 hárfroöan fæst: Árbsjar Apótek - Lyfjaval Apótek, Mjódd Hársnyrtistofan Hár Hjallahrauni 13 Hfj. — Rakarastofa Gríms Rakarastofa Ágústar og Garðars - Rakarastofan Klapparstíg Rakarast. Ragnars, Akureyri -Torfi Geirmunds, Hverfisg. 117 og í Hagkaupsverslunum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.