blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 25

blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 25
blaðiö FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 33 Hugarró í kirkju Karl sér um ædruleysismessur i Dómkirkjunni. Þær veita hugarró en eru þó langt i frá að vera rólegar. Messa vetra rins verður á sunnudag. drekka tvo Carlsberg-bjóra áður en þeir hlaupa inn á völlinn," segir Karl, en Liverpool hefur um árabil auglýst þá bjórtegund. „Þetta sáir sér inn í íþróttahreyfinguna þar sem ætti auðvitað að vera að ala upp hreysti og heilbrigði og eitthvað sem er eðlilegt.“ Hann nefnir annað dæmi; aug-lýsingu sem sýnir mann teyma lítinn vagn með bjórkassa á eftir sér og hunsar augngotur frá myndarlegri konu, því hann vill komast heim að drekka bjórinn sinn. „Svo er bjórnum hellt í glas og sagt að þessi bjórtegund sé besti vinur þinn. Skilaboðin eru að maður eigi frekar að fá sér bjór en að vera með konu. Mér finnst mjög leiðinlegt að börnin mín þurfi að sjá þetta. Ég vil það ekki þvi að það er verið að reyna að krækja íþau. Það deyr alltaf ákveðinn fjöldi manna úr alkohólisma á hverju ári og þegar að þeir eru dánir þarf að finna nýja viðskiptavini. Það eru börnin okkar. Þessu er eins farið í eiturlyf)aheiminum,“ segir Karl og bætir við að það sé dáðleysi hjá yfirvöldum að taka ekki á þessu máli, þar sem auglýsingar á áfengum drykkjum séu bannaðar samkvæmt lögum. Horfirtil Alþingis Karl sat á Alþingi fyrir Samfylk- inguna á árunum 2001-2003 og lék blaðamanni forvitni á að vita hvort hann hefði hugsað sér endurkomu á þann vettvang. Karl segir allt opið í þeim efnum og að hann geti vel hugsað sér að fara aftur á þing. „Ég reyndi nú að halda áfram á þingi, en það var mikil barátta og hörð sem lyktaði þannig að ég hlaut ekki þing- sæti. Við getum orðað þetta þannig að þegar ég byrjaði var nánast enginn að hvetja mig til að reyna fyrir mér í þingmennsku, en eftir að yfir lauk hafa fjölmargir gert það. Eg íhuga það mjög alvarlega að gefa aftur kost á mér og hef mikinn áhuga fyrir því,“ segir Karl. Aðspurður um hugðarefni sín í stjórnmálum segir hann af ýmsu að taka. „Ég ræddi nú áfengis- og fíkniefnamálin talsvert. Mér var líka hugleikið hvernig skuldir landsmanna hækka sjálfkrafa við það að ýmsar vörutegundir hækka í búðum í sambandi við verðbæturnar og það þarf að endurskoða það hvernig við reiknum þær út. Það verður líka að einfalda allt bótakerfið í landinu því að sumir falla bara hjá garði. Það eru til alls kyns bætur fyrir hitt og þetta en við þurfum að fara að skoða hvort við getum ekki einfaldað þetta, svo að þeir sem þurfa að njóta þeirra séu ekki óöruggir með sig og annað,‘ segir Karl. „Ég held að öryggisvísitala þjóðarinnar hafi lækkað. Ekki vegna þess að herinn fór heldur vegna þess að það er svo mikil ólga í gangi í fjármálaheiminum, neysluheiminum og í atvinnulífinu. Það vantar allan stöðugleika. Það hefur orðið svo mikil samþjöppun og eins einokun, t.d. í sjávarútveginum hvað varðar kvótaúthlutanir. Útgerðum fækkar og það verða stöðugt færri sem að hafa eitthvað um þetta að segja. Nú vilja þessir menn sjálfir ákveða hvað má veiða mikið. Það skapar ákveðið óöryggiþví að það er þjóðin sem áþessi mið, ekki einhverjir einstaklingar.” bjorn@bladid.net Mynd/Frikki „Ég held að öryggis- vísitala þjóðarinnar hafi lækkað. Ekki vegna þess að herinn fór heldur vegna þess að það er svo mikil ólga tgangi t fjármálaheiminum, neysluheiminum og t atvinnulífinu. Það vantar allan stöðugleika." GA (samtökum spilafíkla). Það fer ekki mikið fyrir spilafíklum en ég held að fólk sé alveg dýpst niðri þegar það þjáist af þessum sjúk- dómi. Maður hefur séð fólk fara nánast til heljar í tengslum við það,“ segir Karl og bætir við að spilaleikir á Netinu hafi gert allt annað en að bæta úr skák. „Ég veit um fólk sem hefur tapað milljónum á Netinu og það er alveg ljóst að það er stöðugt að koma meira inn í sambandi við þetta.“ Karl segir að auglýsingar fyrir spilaleiki og áfengi leynist víða og geti haft mjög brenglandi skilaboð. Nefnir hann í því samhengi sjónvarpsþátt um póker sem sýndur er hér á landi. „Þessi þáttur hefur verið mikil kynning fyrir spilamennsku á netinu. Það er látið að því liggja að póker skili bara ávinningi og þó að fólk tapi sé það samt að vinna. Ég ætla ekki að tjá mig um hvort að það eigi að banna þennan þátt, en mér finnst að fólk verði að vera mjög meðvitað um þessa hluti og að minnka ætti auðvelt aðgengi unglinga að spilakössum," segir Karl. Brenglaðar áfengisauglýsingar Hann segir síst minna brengluð skilaboð í auglýsingum fyrir áfengi. „Þú getur spurt þig að því hvort að gæjarnir í Liverpool séu búnir að Njóttu lífsins með heilbrigðum Iffsstíl KEA-skyr er frábær hollustuvara sem cinungis er unnin úr nóttúrulcgum hrá- efnum. KEA-skyr er einstaklega næringar- rfkt, það inniheldur hágæða prótein og er fitulaust. KEA-skyr er góður kostur fyrir alla þá sem hafa hollustuna i fyrirrúmi og vilja lifa á heilsusamlegan hétt.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.