blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 blaAiö Vopnabúr gert upptækt Bresk yfirvöld hafa gert upptækt eitt stærsta vopnabúr sem þau hafa fundið. I því voru meðal annars hundruð skotvopna. Vopnabúrið fannst í Dartford í Kent en fund- urinn kom í kjölfar rannsóknar á skotárás sem átti sér stað í London fyrir átján mánuðum. Clinton sigrar í prófkjöri Hillary Clinton sigraði auðveldlega í prófkjöri demókrata í New York-ríki á þriðjudag og verður því fulltrúi flokksins í öldungadeildarþingkosning- unum næstkomandi nóvemþer. Níu ríki héldu próf- kjör fyrir kosningarnar í nóvember á þriðjudag. Engin breyting á afstöðu Hamas Hamas-samtökin lýstu því yfir í gær að þátttöku samtakanna í þjóðstjórn á palestínska heimastjórnarsvæðinu mætti ekki túlka sem samtökin séu að mildast í afstöðu sinni gagnvart (srael. Yfirlýsingin eykur efasemdir um að stjórnin fulinægi skil- yrðum fyrir því að hefja á ný neyðaraðstoð til Palestínu. Afríkubandalagið: Til Sómalíu í friðargæslu Afríkubandalagiðhefursamþykkt inni og hefur meirihluta landsins milli Sambands íslömsku dómstól- að senda átta þúsund hermenn til á sínu valdi, þar á meðal höfuðborg- anna og bráðabirgðastjórnarinnar Sómalíu til þess að styðja við bakið inni Mogadisjú, hefur lýst því yfir að um að erlendir hermenn komi á bráðabirgðastjórn landsins. það sé algjörlega andvigt erlendum ekki til landsins. Ákvörðun Afríku- Samband íslamskra dómstóla, hermönnum í landinu. Fram til bandalagsins fer þvert gegn þessu sem berst gegn bráðabirgðastjórn- þessa hefur verið samkomulag á samkomulagi. Styrkir úr Húsafriðunarsjóði HÚSAFRIÐUNARNEFND RÍKISINS auglýsir eftir umsóknum til Húsafriðunarsjóðs fyrir árið 2007, vegna endurbóta á friðuðum eða varðveisluverðum húsum. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: 1. Undirbúnings framkvœmda, áœtlanagerðarog tœknilegrar ráðgjafar. 2. Framkvœmda til viðhalds ogendurbóta. Ennfremur eru veittir styrkir til húsakannanna, byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. Styrkveitingin er háð því að farið sé eftir þeim upplýsingum, áætlunum, hönnuðum og iðnmeisturum sem Húsafriðunar- nefnd ríkisins samþykkir. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. desember 2006 til Húsafriðunarnefndar ríkisins, Suðurgötu 39,101 Reykjavík, á rafrænum umsóknareyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Húsafriðunarnefndar: www.husafridun.is. Frekari upplýsingar: símar 5701300 / 5701303 eða á netfanginu: husafridun@husafridun.is Húsafriðunarnefnd ríkisins Landsframleiðsla: Eitt þúsund milljarðar Landsframleiðsla jókst um 7,5% á síðasta ári miðað við fyrra ár og þjóðartekjur um 8,6% samkvæmt bráðbirgðatölum Hagstofunnar. Alls nam heild- arverðmæti landsframleiðslu rúmum eitt þúsund milljörðum á síðasta ári og nam aukningin því tæpum 80 milljörðum króna að raungildi milli ára. Samkvæmt tölum Hagstof- unnar einkenndist vöxturinn á síðasta ári fyrst og fremst af mikilli fjárfestingu og einka- neyslu. Þá jukust þjóðarútgjöld langt umfram landsframleiðslu eða um 15,8% sem leiddi síðan til verulegs halla á vöru- og þjón- ustuviðskiptum við útlönd. Danmörk: Breskur banki opnar útibú Fleiri en íslenskir athafna- menn sýna danska markaðnum áhuga um þessar mundir. Breski bankinn Nort- hern Rock hefur ákveðið að opna útibú í Danmörku á næsta ári og hefur þegar hafið leit að starfsfólki. Northern Rock er sjöundi stærsti banki Bretlandseyja og stefna stjórn- endur bankans að því að herja á innlánamarkaðinn í landinu. Stjórnendur bankans hyggj- ast ekki stofna mörg útibú í Danmörku en ætla heldur að ein- beita sér að netbankaþjónustu. Stýrivextir: Vextir veröa enn hækkaðir Greiningardeildir bankanna spá því að bankastjórn Seðla- bankans hækki stýrivexti bankans um hálft prósent i dag. Stýrivextirnir verða þá orðnir 14 prósent og hafa hækkað um 3,5 prósentustig frá áramótum. í spá greiningardeildar Glitnis kemur fram að þar á bæ telja menn að þetta verði síðasta eða næstsíðasta vaxta- hækkun Seðlabankans í ár. Hjá Landsbankanum segja menn að verðbólga fari að líkindum hratt lækkandi á næstunni og að innan nokkurra mánaða megi slaka á peningastefnunni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.