blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 blaöi6 Lúxusvetnisbíll BMW hefur tilkynnt aö bráðlega hefji verksmiðjan framleiðslu á fyrsta vetnisknúna lúxusbílnum. Bíllinn gengur undir nafninu Hydrogen 7 og verður seldur í takmörkuðu upplagi í Evrópu og síðar í Bandaríkjunum.260 hestafla vél verður í bílnum. Viðræður í dag Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB, fundar með Ali Larijani, aðalsamningamanni stjórnarinnar í Teheran, um hvernig megi enda deiluna um kjarnorkuáform íran. Þetta er lokatilraun til að koma af stað samningaviðræðum á ný áður en Bandaríkjamenn og ESB reyna að ná fram samstöðu um þvingunaraðgerðir gegn klerkastjórninni. Arásarmennirnir sýrlenskir Að sögn sýrlenskra fjölmiðla voru mennirnir fjórir sem gerðu misheppnaða árás á bandaríska sendiráðið í Damaskus í Sýrlandi á þriðjudag allir Sýrlendingar. Þrír mannanna voru felldir af öryggisvörðum þegar þeir gerðu áhlaupið en sá fjórði dó af skotsárum á sjúkrahúsi í gær. Kína: Enn eitt námuslysið mbl.is Einn er látinn og tuttugu og þrír námuverkamenn lokuðust inni í kolanámu við Datong-borg í Shanxi-héraði í Kína eftir slys í námunni. Slysið varð um mið- nætti á staðartíma, um kl. 04:00 í fyrrinótt að íslenskum tíma. Tekist hefur að bjarga 11 manns úr nám- unni en einn þeirra lést á sjúkra- húsi skömmu síðar. Flóð, sprengingar og hrun í námagöngum eru ekki óalgeng í kínverskum kolanámum og eru þær hættulegustu námur í heimi. Auglýslngasímlnn er 510 3744 Átak gegn umferðarslysum: Dirfska veldur dauða ■ Allir leggir sitt af mörkum ■ Nú segjum við stopp Rekja má meirihluta banaslysa í umferðinni á þessu ári til áhættuhegð- unar ökumanna og þörf er á róttækri hugarfarsbreytingu landsmanna til að laga ástandið. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Umferðarráð sendi frá sér í gær. Sigurður Helgason, verk- efnastjóri hjá Umferðarstofu, segir nauðsynlegt að almenningur taki höndum saman til að bregðast við þeirri öldu umferðarslysa sem hefur skollið á landsmönnum að undan- förnu. Um 19 manns hafa látið lífið í umferðarslysum það sem af er þessu ári. „Það er aldrei of seint að bregðast við aðstæðum og það verður hver og Aldrei of seint að bæta stöðuna Siguröur Helgason verkefnisstjóri Umferðarstofu einn að leggja sitt á vogarskálarnar til að bæta stöðuna,“ segir Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferð- arstofu. Umferðarstofa i samvinnu við fjölmörg félagasamtök og ráðu- neyti blæs í dag til herferðar gegn umferðarslysum undir yfirskriftinni „Nú segjum við stopp!“ í tilefni af átak- inu verða haldnir borgarafundir á sjö stöðum víðs vegar um landið, þar á meðal í Reykjavík. Sigurður segir ýmsar leiðir færar til að bæta umferðarmenningu hér á landi og koma í veg fyrir alvarleg slys. Segir hann nauðsynlegt að vegir út frá höfuðborgarsvæðinu verði bættir og jafnvel þurfi að koma fyrir ein- hvers konar h^aðahemlunarbúnaði í bifreiðar. „Það ér búið að setja niður hóp til þess að fara yfir refsingar vegna umferðarlagabrota. Þá hefur einnig komið til tals að koma fyrir hemlunarbúnaði í bílum eða einhvers konar ökurita. Þetta eru allt hlutir sem menn koma til með að skoða og ræða.“ Skólavörðustíg 21 a Njálsgötumegin S. 551 4050 Sorg og sorgarviðbrögð Fræðslufundur 1 Fossvogskirkju í kvöld 14. september kl. 20-22. Fyrirlesari sr. Orn Bárður Jónsson Allir velkotnnir! Nt DÖGUN Samtök um sorg og sorgarviðbrögð naust) - fyrir þá sem ferðast GSM festingar í mælaborð ORYGGISBUNAÐUR UHF talstöövar. Léttar og litlar talstöövar. Endlngarg óðar lithium hleðslurafhlööur Orægni allt aö 4-5 kilómetrar Hljóð eða titrari UHF og CBtalstöðvar f mlklu úrvali Hleðslutæki fyriralla farsíma jabra Bluetooth handfrjáls búnaður. Margartegundlr. naustj S: 535.9000 • www.bilanaust.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.