blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 26
Afmælisborn dagsms IVAN PAVLOV ATFERLISFRÆÐINGUR OG HUNDAVINUR, 1849 MARGARET SANGER BARÁTTUKONA FYRIR NOTKUN GETNAÐARVARNA, 1879 blaöið menningarmolinn 34 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 kolbrun@bladid.net Þórarinn Eldjárn hlýtur ljóöaverölaun Nylega var úthlutað Ljóða- verðlaunum Guðmundar Böðvarssonar og Borgfirskum menningarverðlaunum sem Minningarsjóður Guðundar Böðvarssonar veitir. Ljóðaverð- launin hlaut að þessu sinni Þórarinn Eldjárn fyrir verðmætt framlag sitt til Ijóða fyrir unga og gamla. Myndlistarmaðurinn Páll Guðmundsson á Húsafelli hlaut Borgfirsku menningarverð- launin og samtímis var opnuð sýning á verkum hans í Safna- húsinu. Sir Malcolm Arnolda Sjaldheyrðar sinfóníur Rumon Gamba stýrir Sinfóníu- hljómsveit íslands á tónleikum I Háskólabíói fimmtudaginn 14. september klukkan 19.30. Á efnisskránni verða tvær sjald- heyrðar sinfóníur, sú fyrri er sinfónía nr. 5 eftir Sir Malcolm Arnold, en sú seinni 9. sinfónía Sjostakovítsj. Á þessu ári lýkur Sjostakovítsjmaraþoni Sinfóníu- hljómsveitarinnar sem hófst fyrir fjórum árum með flutningi fyrstu þriggja sinfónía tónskáldsins en lýkur nú I ár með þeim fjórum síðustu. Sir Malcolm Arnold (f. 1921) er talinn með fremstu tónskáldum Breta á síðari hluta 20. aldar, og eftir hann liggur mikill fjöldi tónsmíða og tónlist við tugi kvikmynda. En Arnold hefur mátt þola dapurleg örlög: eftir áralanga baráttu við áfengissýki og þunglyndi hefur hann dvalist á stofnunum nærri samfleytt í meira en tvo áratugi. Á síðustu árum hefur tónlist hans notið vaxandi vinsælda, og hafa margir haldið því fram aö hann sé með vanmetnustu tón- skáldum 20. aldarinnar Metsölulistinn - allar bækur Stafsetningarorðabókin Dóra Hafsteinsdóttir ritst Norwegian wood ■ fcilja Haruki Murakami Draumalandið: Sjálfshjálparbók handa 3. hræddriþjóð Andri Snær Magnason , Flugdrekahlauparinn - kilja Khaled Hosseini Saganaf Dimmalimm Muggur (Guðmundur Thorsteinsson) Visnabókin - afmælisútgáfa Ýmsir höfundar / Pétur Halldórsson Lostin lceland Sigurgeir Sigurjónsson Vetrarborgin - kilja Arnaldur Indriðason Skuggi vindsins - kilja CarlosRuizZafón 1Q Suðurnesjaskop Björn Stefánsson Listinn var gerður út frá sölu dagana 06.09.06 - 12.09.06 í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar. Læt eftir kenjum yndlistarmaðurinn GeorgGuðniereinn af frumkvöðlum í endurreisn íslenska nútímalandslags- málverksins. Málverk eftir hann má einmitt sjá á áhugaverðri sýn- ingu í Listasafni fslands - Lands- lagið ogþjóðsagan - þar sem fjallað er um íslenska landslagslist frá upp- hafi 20. aldar. Sýningin stendur til 24 september. „Landslagsmálverkið byrjaði ekki að heillaði mig fyrr en ég fór að fikta í því sjálfur," segir Georg Guðni. „Fyrir þann tíma fannst mér landslagsmálverk vera fremur hallærisleg klisja en svo fór ég að mála slíkar myndir. Þá fór spennan fyrir landslagsmálverkinu smátt og smátt að byggjast upp og að lokum féll ég fyrir því. f því fann ég eitt- hvað sem stóð mér nálægt og um leið varð svo margt annað hjóm í samanburði. Að mála landslagsmál- verk er ekki þannig að maður sjái eitthvað og ákveði að herma eftir því. Maður byggir á raunveruleik- anum og skapar sýn sem þróast svo yfir í að verða málverk á frem- ur löngum tíma því það er yfirleitt langur vinnslutími á nútímalands- lagsmálverki." Hef ekki áhuga á því stórkostlega Hverju ertu að sœkjast eftir á landslagsmyndum þínum? „Að hluta til snýst þetta um liti og birtu og stemningu. f landslagsmál- verki er maður ekki að segja sögu heldur að skapa rými fyrir hugsan- ir. Þetta er eins og að lesa bók. Þeg- ar þú lest ferðu að hugsa sjálfstætt án þess að bókin segi þér hvað þú átt að hugsa. Þegar þú sérð lands- lagsmálverk fær það þig til að hugsa en að vissu marki má segja að það stjórni hugsun þinni því landslagið tengir þig óneitanlega við landið, jörðina eða náttúruna. Ég hef ekki áhuga á því stórkost- lega, eins og Gullfossi og Geysi. Ég hef ekki áhuga á sögulegu vægi Þing- valla. Ég hef áhuga á því venjulega sem er allt í kringum okkur. Öllu því sem við sjáum og er verið að skemma. Það er það sem ég mála. Ef við skoðum hvað íslenskir list- málarar hafa verið að mála síðustu hundrað ár þá er það ekki eitthvað eitt sem er þeim hugleikið. Mynd- efnin eru síbrey tileg. I áratugi hefur verið rætt um hvað þurfi að vernda Dauði Grace Kelly Á þessum degi árið 1982 lést Grace prinsessa af Mónakó í bílslysi eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum sem féll niður bratta hlið. Hún var 52 ára. Grace Kelly, sem fæddist inn í auð- uga fjölskyldu i Philadelphiu, þótti á sínum tíma ein fegursta kona heims. Hún var dáð leikkona i Hollywood þar sem hún lék á móti stjörnum á borð við Clark Gable, Frank Sinatra, Gary Cooper og James Stewart. Hún hlaut Óskarsverðlaun árið 1954 fyr- ir leik sinn í The Country Girl. Hún átti í ótal ástarævintýrum á Holly- woodárum sínum en þegar hún var við kvikmyndatökur í Mónakó árið 1955 var hún kynnt fyrir Rain- er prinsi. Það var ekki ást við fyrstu sýn hvað hana varðaði en prinsinn kom á bréfaskriftum sem leiddu til endurfundar. Brúðkaup þeirra var haldið í Mónakó og vakti gríðar- lega athygli umheimsins. Grace lét af kvikmyndaleik eftir hjónaband- ið. Þau Rainer eignuðust þrjú börn, Karólínu, Albert og Stephaniu sem eru mjög í kastljósi fjölmiðla. í náttúrunni og hvað ekki en þegar menn ákveða það þá eru þeir líka að segja að eitt sé þar merkilegra en annað. Svo líða 50 ár og þá hefur smekkurinn breyst en það gerist of seint því þá er löngu búið að eyði- leggja það sem fólki finnst mikil- vægt.“ Eins og að glápa út um gluggann Skilgreinirþú þigsem landslags- málara? „Veistu, ég held það. Ég hef samt í rauninni ekki skilgreint sjálfan mig. 1 listsköpun minni læt ég eftir kenjum og geri það sem mér finnst skemmtilegt og það hneigist til að vera í landslagi eða byggt á náttúr- unni og landslaginu. Hvað köllum við landslagsmál- verk? Stundum finnst mér ég bara vera að mála rýmið. Stundum firmst mér líka að það skipti ekki máli hvað maður málar heldur hvernig það er gert og hvort það megi lesa viðhorf út úr því hvernig maður ger- ir það. Þetta er eins og að glápa út um gluggann. Maður gleymir sér og heldur áfram að stara. Kannski er það bara það sem ég er að mála.“ Verk eftir Georg Guðna úr eigu Listasafns íslands. Án Titils, 1994. Georg Guðni. „Ég hef ekki áhuga á þvístórkost- lega, eins og Gullfossi og Geysi. Ég hef ekki áhuga á sögulegu vægi Þingvalla. Ég hefáhuga á því venjulega sem erallt í kringum okkur." Mynd/Frikki

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.