blaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 30
38 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006
blaöiö
heilsa
heilsa@bladid.net
A—t
, ;í’
í; m
w
Baunir bæta
Baunir af öllu tagi eru eitthvað sem flestir mættu neyta í
meira mæli. Þær eru hollar, góðar og cinstaklega ódýrar.
ORKA • ORENNING • STYRKUR
Myoplex drykkjarmáltíðir
Hollari máltíð í næstu verslun
Hægt að athuga með klamydiusmit heima
Klamydíupróf komið á markað
• 25 gr. af fýrsta flokks próteinum
• 50% RDS af kalki
Klamydía er mikill vágest-
ur, árlega sýkist töluverð-
ur fjöldi fólks af þess-
um kynsjúkdómi sem
orsakast af bakteríunni
Chlamydia Trachomatis og hefur
tíðnin farið vaxandi hin síðari ár,
sérstaklega í yngri aldurshópum.
Á síðasta ári greindust 1.622 ein-
staklingar með klamydíu á Islandi
en smit berst á milli einstaklinga
með snertingu slímhúða, einkum
við samfarir. Klamydíusýking er
sérstaklega varhugaverð vegna þess
að oft er hún einkennalaus. Sá sem
er sýktur er oft grandalaus og leit-
ar sér ekki lækninga vegna þess að
hann finnur engin merki um að
ekki sé allt með felldu. Ef sýkingin
er ekki meðhöndluð getur hún vald-
ið miklum skaða og orsakað bólgu í
eggjaleiðurum sem síðan getur leitt
til ófrjósemi og utanlegsfósturs. Því
er nauðsynlegt fyrir þá sem telja ein-
hverjar líkur á að þeir séu sýktir að
leita sem fyrst til læknis. Tiltölulega
auðvelt er að fá lækningu við sýking-
unni en við henni eru gefin sýklalyf
í töfluformi.
Einfalt i notkun
Á dögunum kom á markað hér á
íslandi sérstakt próf sem notendur
geta tekið heima hjá sér og gengið úr
skugga um hvort þeir séu sýktir af
klamydíu eða ekki.
Erla Ragnarsdóttir er nemi í lyfja-
tækni og starfsmaður í Lyfjum og
heilsu.
„Þetta próf virkar svipað og þung-
unarpróf en þvag er notað til þess að
greina sýkinguna. Notandinn pissar
á staut og eftir um það bjl tíu mínút-
ur er hægt að sjá hvort viðkomandi
sé sýktur eða ekki. Prófið er áreiðan-
legt enda væri ekki leyfilegt að selja
það ef einhver vafi léki á því. Við
fengum þessi próf í verslunina til
okkar fyrir tveimur vikum svo það
er lítil sem engin reynsla komin á
söluna. Þetta hefur ekki verið aug-
lýst og líklega ekki margir sem vita
að þetta er í boði.“
Erla segir prófin þó hafa vakið
töluverða athygli viðskiptavina og
frá sama fyrirtæki er hægt að fá próf
sem mæla magn eiturlyfja í þvagi
og kólesteról í blóði. Prófin komi
þó alls ekki í stað læknisheimsókna
enda séu þau bara hjálpartæki og vís-
bending fyrir notandann um að rétt
sé að leita læknis. Erla segir feimni
ungs fólks enn vera þeim fjötur um
fót þegar kemur að slíkum málum.
,Við finnum það vel í apótekunum
að krakkar eru mjög feimnir við að
kaupa smokka, en þá erum við eink-
um að tala um krakka á aldrinum 16
til 18 ára. Það kann líka að spila inn
í að smokkar eru .dýrir og kannski
hafa ekki allir nægileg fjárráð til
þess að kaupa smokka þegar þeir
þurfa þeirra með.“
Prófin eru bandarísk og kosta
1.799 kr í Lyfjum og heilsu.
Ýmsir vankantar
Próf sem þessi vekja óneitanlega
upp margar spurningar. Klamydía
Þetta er
mitt líf!
Námskeiö fyrir konur þar sem tekiö verður fyrir:
»> Sjálfsmynd og mörk
»> Sjálfsvirðing
»> Erfitt fólk
Námskeiðið verður haldið föstudaginn 15. sept.
kl. 18:00 - 20:00 i Síðumúla 33, 2 hæð til hægri.
Upplýsingar og skráning í síma 694 7997
Ásta Kristrún Ólafsdóttir - BA, CCDP
Ráðgjafi
3
"O
!o
£
S
3
I
B
Þar sem gœðagleraugu
kosta minna
565-5970
Reykjavíkurvegi 22
220 Hafnarfirði
www.sjonarholl.is
9.900,- 9.900,- 9.900,- 9.900,- 9.900,- 9.900,- 9.900,- 9.900,-
W * M
er tilkynningaskyldur sjúkdómur og
ber læknum að tilkynna sóttvarnar-
lækni um öll greind tilfelli. Tilgang-
urinn er að hindra útbreiðslu smits
með markvissum aðgerðum enda
berst sýkingin auðveldlega á milli
manna og getur haft alvarlegar af-
leiðingar. Til þess að fullnægja þess-
um skilyrðum verða upplýsingar
um lfklegan smitunarstað, smitun-
artíma og einkenni að fylgja tilkynn-
ingum. Þannig má tengja smitaða
einstaklinga með faraldsfræðileg-
um hætti, meta áhrif smitsins og
grípa til viðbragða. Það er mjög mik-
ilvægt fyrir heilbrigðiskerfið að hafa
góða yfirsýn yfir smitaða til þess að
hægt sé að lágmarka útbreiðslu sýk-
ingarinnar. Hægt er að velta því fyr-
ir sér hvort sú yfirsýn beri skaða af
ef fólk hefur sjálft möguleika á því
að sjúkdómsgreina sig án þess að
leita læknis.
Guðrún Sigmundsdóttir, yfir-
læknir á sóttvarnarsviði landlækn-
isembættisins, segir embættið ekki
enn hafa skoðað þessi próf sérstak-
lega enda séu þau alveg ný á mark-
aði.
„Ég get ekkert fullyrt um gæði
prófsins sem slíks og hvort það
gefi réttar niðurstöður eður ei. Á
þessu eru hinsvegar ýmsir vankant-
ar og kannski er ástæða til að hafa
áhyggjur af því að ekki gangi eins
vel að halda utan um skráningar á
klamydíusýkingum þar sem niður-
stöður þessara prófa eru einungis
kunnugar þeim sem þau tekur. Til-
kynningaskyldan er tæki landlækn-
isembættisins til þess að fylgjast
með tíðni smitsjúkdóma í samfélag-
inu og sjá hvort um sé að ræða óeðli-
lega mikla aukningu og grípa inn í
ef svo er. Þess vegna er tilkynninga-
skyldan mjög mikilvæg. Ljóst er því
að nota þarf þessi próf með varúð
og virkilega fylgja jákvæðum niður-
stöðum eftir með læknisheimsókn,
greiningu og tilheyrandi meðferð.
Ef það er ekki gert er ekkert gagn að
prófinu."
hilma@bladid.net
Erla Ragnarsdóttir, starfsmaður
Lyfja og heilsu Segirenn ekki mikla
reynslu komna á sölu prófanna.
Mynd/Frikki
Byggir upp húö og bandvef
Betri en botox
Árangurstrax
<t>nyrtis£trið
Domus Medica • Sími 533-3100