blaðið - 14.09.2006, Page 2

blaðið - 14.09.2006, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 blaðið VEÐRIÐ I DAG ÁMORGUN VÍÐA UM HEIM 24 Glasgow 27 Hambórg 23 Helsinki 24 Kaupmannahöfn 14 London 15 Madrid 26 Montreal 15 New York 24 Orlando 18 Osló 20 Palma 17 París w Stokkhólmur 14 Þórshöfn Skýjaö og vindasamt Austlæg átt 5 til 13 metrar á sekúndu, hvassast allra syðst. Skýjað með köflum eða bjartviðri og stöku skúrir suðvestan- og vestanlands. Dálítil rigning suðaustan- og austanlands. Hiti 9 til 15 stig. Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt Rigning sunnantil Austlæg átt og 8 til 13 metrar á sekúndu. Rigning sunnan- og vestanlands en að mestu þurrt norðaustantil. Hiti verður á bilinu 4 til 10 stig. - Farandverkamenn: Til Noregs og íslands Erlendir farandverkamenn frá Póllandi og Eystrasaltsríkj- unum sækja í auknum mæli til Norðurlandanna og þá helst til Islands og Noregs. Þetta kemur fram í nýrri norrænni skýrslu um atvinnumarkað á Norðu- löndum í kjölfar stækkunar Evr- ópusambandsins til austurs. Samkvæmt skýrslunni hefur straumur erlendra verkamanna til íslands og Noregs aukist gríðarlega á undanförnum tveimur áruin en á sama tíma hefur þeim fækkað sem fara til Svíþjóðar ogFinnlands. Telja skýrsluhöfundar aukn- inguna vera.-umfram það sem talist gæti eðlilegt streymi og það kalli á auknar reglugerðir og eftirlit. Þeir benda þó á að í flestum tilvikum hafi þessir er- lendu verkamenn hjálpað til við að viðhalda hagvexti í löndum þar sem skortur er á vinnuafli nú þegar. Bandaríkjaher: Rannsaka fjölmiðlaleka Talsmaður Bandaríkjahers lýsti því yfir í gær að rannsókn væri hafin á því hvernig stæði á því að mynd sem var tekin úr njósnaflugvél og sýndi fjölda talibana í jarðarför í Afganistan hafi borist til fjölmiðla. Starfsmenn bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar NBC fengu myndina í hendur og fullyrtu að hermenn hafi viljað skjóta eldflaug að mannsöfnuðinum í jarðarförinni en hafi verið stöðv- aðir afvegna þess að bardaga- reglur banna árásir á helga reiti. Talsmaður NATO-heraflans í Afganistan neitaði að tjá sig við fjölmiðla um málið. Umferðarlagabrot: Próflaus á rúntinum Maður var stöðvaður þegar hann ók bíl réttindalaus en farþeginn sem átti bílinn var ölv- aður. Maðurinn ákvað að gera kunningjanum greiða og skutla honum stutta vegalengd. Sam- kvæmt lögreglu fannst honum það ekkert tiltökumál. Hann á sekt yfir höfði sér. Hryðjuverkarannsókn: Leyniskjöl fundust á götu mbl.is Danskur leyniþjónustu- maður hefur sagt upp störfum í kjölfar þess að leynilegt plagg um aðgerðir leyniþjónustunnar gegn meintum hryðjuverka- mönnum í landinu fannst úti á götu. Er þetta í annað sinn sem leyniplagg um aðgerðirnar í síðustu viku finnst á almanna- færi. í skjalinu er greint í smáat- riðum frá aðgerðum leyniþjón- ustunnar í Óðinsvéum. Hvalfjarðargöng: Ryknemar gegn svifryki Tveir ryknemar hafa verið settir upp í Hvalfjarðargöng- unum samkvæmt fréttavefnum Skessuhorn.is. Mælunum er ætlað að mæla svifryksmengun í göngunum og ræsa loftræsiblás- ara ef mengun fer yfir ákveðið hámark. Milljónatjón vegna ítrekaðra árekstra á hæðarslá: Þurfa að vakta öryggisbúnaðinn ■ Keyrt á brúna sextíu sinnum ■ Securitas vaktaði brúna Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Við erum ekki búnir að taka það saman en skaðinn hleypur á millj- ónum,“ segir Hilmir Sigurðsson, yfirverkstjóri hjá Jarðvélum, sem er að reisa brúna við gatnamót Suðurlands- og Vesturlandsvegar en í sumar er ítrekað búið að aka á hæðarslár við brúna. Eitt sinn var ekið á uppslátt en skaðinn vegna þess nemur tæpri milljón. Að sögn Hilmis er ástandið orðið svo slæmt að þeir hafa þurft að láta Securitas vakta brúna. „Síðan við byrjuðum í júlí er búið að aka fimmtíu til sextíu sinnum á brúna,“ segir Hilmir en í hvert sinn sem ekið er á slána kostar það um hundrað þúsund krónur. I öllum til- vikum er um flutningabíla að ræða en þeir eiga að fara niður hjá hring- torgi og keyra framhjá Vogi. Sumir ökumenn taka þó áhættuna.. „Þegar ekið var á uppsláttinn stakk ökumaðurinn af,“ segir Hilmir en í kjölfarið setti lögreglan upp myndavél til þess að ná númeri níðinganna. Á þriðjudaginn síðasta var ekið þrisvar sinnum á hæðarslána og það bendir til þess að flutningabíl- stjórar séu orðnir varkárari. „Það væri nú talsvert betra að nota mannskapinn í eitthvað annað en við erum meira eða minna bara með þrjá menn við setja hana aftur upp,“ segir Hilmir sem er orðinn langþreyttur á ástandinu. Hann segir að þegar búið verði að steypa brúna þá geti tjónið hlaupið á tugum milljóna. Sláin er hugsuð sem öryggistæki að sögn Hilmis og menn eiga að gæta sín þegar þeir koma að henni í stað þess að láta vaða. Til þess að finna hæð ökutækis er hægt að mæla hornrétt frá yfirborði vegar að þeim hluta þess sem hæst stendur. Myndi það spara ökumönnum og brúar- smiðum allverulegar fjárhæðir. Umferðarlögreglumenn eru orðnir talsvert þreyttir á þessari endurtekningu og biður bílstjóra að huga að hæðinni. Lögreglan biður bílstjóra að beygja frekar niður hjá Vogi til þess að forðast skaðann. Á föstudagsnótt mun brúin verða steypt og vill Iögregla því beina þeim tilmælum til fólks að fara neðri leiðina. Brúin verður steypt frá miðnætti til klukkan eitt á laugardaginn. Ekið á hæðarslá Tjón vegna hæðarslár og uppsláttar sem ekið er á nemur milljónum V I * 887 HPI SAVAGE 3,5 , STERKUR OG ÖFLUGUR 4X4 FJARSTÝROUR TOR- FÆRUTRUKKUR Á HAGST4EOU VEROI Héraðsdómur Reykjavíkur: Ungir síbrotamenn dæmdir Þrír menn á nítjánda og tuttug- asta aldursári voru í gær dæmdir til allt að þriggja ára fangelsisrefs- ingar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot. Voru menn- irnir meðal annars fundnir sekir um ítrekuð umferðarlagabrot, ólög- legan innflutning á fíkniefnum, þjófnað og eignaspjöll svo fátt eitt sé nefnt. Þá var þeim gert að greiða samanlagt yfir 1,5 milljón króna í sakarkostnað. Þótt ungir séu að árum eiga menn- irnir að baki sér langan afbrotaferil og hafa þeir allir hlotið dóm áður vegna brota á lögum um ávana- og fíkniefni. Þyngsta refsingin í gær hljóðaði upp á 3 ára fangelsisvist en auk þess var sakborningur sviptur öku- réttindum í 17 mánuði og gert að greiða nærri 800 þúsund krónur 1 sakarkostnað. Þá var einn dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar og sá þriðji í 18 mánaða fangelsi. í síð- astgreinda tilvikinu taldi dómari að ungur aldur sakbornings væri honum til málsbóta sem og að hann hafi sýnt samstarfsvilja við rann- sókn málsins.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.